Leikurinn við Maccabi Haifa í Kænugarði?

Samkvæmt fréttum hafa forráðamenn úkraínska liðsins Dynamo Kiev samþykkt að hýsa seinni leik Liverpool og Maccabi Haifa í forkeppni Meistaradeildarinnar. Þetta gera þeir að beiðni forráðamanna Maccabi Haifa, þannig að ef UEFA dæma eins og líklegast þykir í næstu viku að leikurinn megi ekki fara fram í Ísrael þykir ljóst að hann verður í Kænugarði í staðinn.

Ég er feginn. Eins og Rafa sagði í síðustu viku kemur einfaldlega ekki til greina að taka þessa áhættu. Jújú, leikurinn gæti alveg farið fram án vandkvæða þar, en það er einfaldlega ósanngjarnt gagnvart okkar mönnum að ætla að láta þá taka sénsinn. Ég meina, eins og allir sem fylgjast með fréttunum vita er ástandið þarna mjög flókið, og í hæsta máta óstöðugt, og nýjustu fréttir benda frekar til óöryggis í Ísrael en öryggis.

Fyrri leikurinn er í næstu viku á Anfield Road í Liverpool, og að þeim loknum vona ég að það verði bara formsatriði að klára seinni leikinn bara einhvers staðar annars staðar en í Ísrael. Vonandi taka okkar menn bara gott forskot með sér til Kænugarðs og klára dæmið þar.

Ein athugasemd

  1. Það er vonandi fyrir Liverpool að þessi leikur verði færður. Það er hreinlega ekki hægt að bjóða nokkru félagsliði eða aðdáendum þess að þurfa spila fótboltaleik þar sem öryggi einstaklinga er ógnað.

    Enn og aftur veltur maður upp þeirri spurningu, hvað er Ísrael að gera í UEFA líkt og Kazakhstan þegar löndin ættu með öllu að vera í Asíukeppni.

    Ef það er einhver sem les þetta og þekkir þær skýringar þætti mér gaman að heyra þær

    Kannski segja þessi viðbrögð formanns Knattspyrnusambands Ísrael hér að neðan allt um viðhorf þeirra átaka og mannréttindum. En hérna var hann að bregðast við ummælum Benitez sem sagði að það væri glapræði að fara og spila leikinn í Ísrael.

    IFA chairman Iche Menachem said there was no danger in holding a match in Tel Aviv, which has not been hit by any rockets.

    “If there were attacks in London … and I said I don’t want to go there, you think I wouldn’t have to go?” he asked.

    Í sömu grein rakst ég á athyglisverða staðreynd..

    Between October 2001 and April 2004, all of Israel’s home games in FIFA and UEFA-sanctioned tournaments were played outside the country, though a handful of international friendlies were played in Israel.

    Samkvæmt þessari staðsreynd má telja líklegast að leikurinn verði færður þar sem ástandið í Ísrael er ekki skárra í dag en það var á þessum tíma. Vissulega gæti leikurinn farið fram í Ísrael friðsamlega en það er einfaldlega ekki áhættunar virði, ekki síst í ljósi þess að Palestínumönnum er ekki sérlega vel við Breta í sögulegu ljósi.

Inn og út í sumar

Andy Gray veit ekkert!