Liverpool fær 2 mánaðarfrest.

Fyrir nokkru sögðum við frá því að [Liverpool hefði frest til mánaðarloka](http://www.kop.is/gamalt/2006/07/18/20.29.09/) til að sýna fram á félagið gæti fengið nægt fjármagn til að byggja nýjan leikvang. Núna hefur félagið fengið 2ja mánaðar frest til að sýna fram á fjármagnið til að fá styrk uppá 9 milljónir punda frá Evrópusambandinu.
Starfsmaður fjármáladeildar Liverpoolborgar orðar þetta “fiasko” með nýjan leikvöll afar vel:

“The club has had 18 months to bring forward its proposals and it is are now competing with other projects which have already been appraised. Put simply, it is time for the club to put up or shut up.”

Hérna er einnig góð grein frá Telegraph.co.uk um þessi mál: [Liverpool ground to a halt](http://www.telegraph.co.uk/sport/main.jhtml?view=DETAILS&grid=&xml=/sport/2006/07/27/sfnbo228.xml)

Vonandi sjáum við nýjan völl fyrr en síðar rísa.

Benitez talar um Pennant.

Liverpool til Ísrael (uppfært)