Kuyt á leiðinni? (uppfært)

Samkvæmt Daily Mail, þá er Dirk Kuyt [á leið til Liverpool](http://www.dailymail.co.uk/pages/live/articles/sport/football.html?in_article_id=396239&in_page_id=1779). Blaðið heldur því fram að Feyenoord hafi loks gefið sig og sé tilbúið að láta Kuyt fara til Liverpool.

Það kemur þó ekki fram hvort að Kromkamp eða Dudek muni fylgja með í pakkanum. Daily Mail er ekki áreiðanlegasti miðillinn, þannig að við þorum varla að halda því fram að eitthvað sé frágengið.

Aðrir netmiðlar halda því svo fram að Rafa Benitez sé á Spáni til að klára kaupin á Daniel Alves. Það er ljóst að Liverpool mun ekki kaupa þessa tvo leikmenn, svo það er spurning hvort hafi rétt fyrir sér.


**Uppfært (EÖE):** Einsog SSteinn bendir á í kommentunum, þá segir [Liverpool Echo að þetta sé bull](http://icliverpool.icnetwork.co.uk/0500liverpoolfc/0100news/tm_objectid=17403196%26method=full%26siteid=50061%26headline=reds%2ddeny%2dkuyt%2dtransfer-name_page.html):

>LIVERPOOL are “mystified” by reports claiming they are on the brink of landing Feyenoord striker Dirk Kuyt. Morning newspaper reports claim the Reds are on the brink of landing the Dutch international for £10m.

>But Liverpool have not renewed interest in the player since their only bid to date – a player plus cash offer – was rejected.

>Feyenoord want a straight-cash deal for their top scorer, but with the Reds still keen to land Seville’s Daniel Alves, they will not sanction a fee in excess of £10m.

Þannig að flest virðist benda til þess að stefnan sé sett á að klára mál með Daniel Alves. Það eru að mínu mati góð tíðindi.

17 Comments

  1. Liverpool hafa nú neitað þessum fregnum og kemur það fram í Liverpool Echo í dag. Þeir buðu jú í hann fyrr í sumar, player plus cash deal, en því var hafnað og ekkert hefur verið aðhafst síðan að þeirra sögn.

    Annað mál er varðar Alves, því þar virðast menn ætla að gera loka tilraun með að ná saman um kaupverð.

  2. Mjaaaaaaaaa… Hvað með þa´italicanisku er þeir ekki einhverjur að komast?

    David Trezuguet til oss haaaa!

  3. Hvaða vitleysa er þetta með þennan Alves gaur? Hann hlýtur að vera merkilegt kerti fyrst það er gengið svona á eftir honum eins og gert er! Mér líst vel á hugmyndina að prófa að fá lánaða einhverja JUVE kalla (þótt ítalir séu) með forkaupsréttarákvæði nk. sumar. Það allavega leysir þetta peningamál okkar þar sem þeir eru af skornum skammti. Dirk Kuyt er ekki góður framherji ef mið er tekið af HM í sumar en HM hefur nú ekki verið að okkur hliðhollt sbr. Senegal-gaurarnir 2.

  4. Hvaða vitleysa er þetta með þennan Alves gaur? Hann hlýtur að vera merkilegt kerti fyrst það er gengið svona á eftir honum eins og gert er! Mér líst vel á hugmyndina að prófa að fá lánaða einhverja JUVE kalla (þótt ítalir séu) með forkaupsréttarákvæði nk. sumar. Það allavega leysir þetta peningamál okkar þar sem þeir eru af skornum skammti. Dirk Kuyt er ekki góður framherji ef mið er tekið af HM í sumar en HM hefur nú ekki verið okkur hliðhollt sbr. Senegal-gaurarnir 2.

  5. Djö er leiðinlegar fréttir af leikmönnum sem hafa verið linkaðir við okkur síðan ég veit ekki hvenær.

    Það er bara ekkert spennandi að gerast og þá er dælt í okkur fréttum af Speedy, Paletta o. fl. og þeir seldir ofan í okkur aftur og aftur og aftur og aftur.

    Mikið væri gaman að heyra af einhverjum sem yrði keyptur og myndi pottþétt ganga inn í byrjunarliðið.

    Áfram Liverpool!

  6. Er Daniel Alves ekki örugglega rightback sem myndi vera að keppa við Steve Finnan og félaga um sæti í liðinu ? Hann er hreinn og klár kantari er það nokkuð ??

  7. Voðalegur væll er þetta í sumum hér. Bellamy ætti að ganga inní byrjunarliðið og allar líkur eru á að Speedy eigi eftir að gera sig líklegan til þess líka. Fabio Aurilio á einnig góðan séns á að byrja marga leiki fyrir liðið á komandi leiktíð. Þannig að ég sé ekki annað en að LFC hafi nú þegar tryggt sér allavegana 3 leikmenn sem eiga eftir að spila stór hlutverk fyrir liðið á næstu leiktíð.

    Ég hef verið mjög sáttur við kaupstefnu LFC eftir að Rafa tók við. My way or no way stíllinn fer misjafnlega í stuðningsmenn LFC en ég er að fíla þetta í köku. Við höfum þegar gert nokkur kaup, sum til framtíðar en önnur sem eiga eftir að skila sér strax á næstu leiktíð. Hvað vilja menn eiginlega ? 11 nýja leikmenn og nýtt byrjunarlið ?

    Núna er Rafa svo að vinna í þeim málum að fá annan framherja og hægri kannt á Anfield. Ég vonast eftir Alves kaupum og Trez á lánssamning með hugsanlegum kaupum næsta sumar.

    Verum rólegir. Júlí er aðeins hálfnaður og við höfum þegar látið greypar sópa á leikmannamarkaðnum. Við höfum fyllt í þær stöður sem okkur hefur vantað og nú standa eftir tvær ófylltar stöður sem Rafa hefur sjálfur sagt að verði fyllt í fyrir lokun leikmannamarkaðsins.

  8. >Djö er leiðinlegar fréttir af leikmönnum sem hafa verið linkaðir við okkur síðan ég veit ekki hvenær.

    Jamm, ég vildi að ég væri Man U stuðningsmaður – það eru svo miklu skemmtilegri fréttir, sem koma úr þeirra herbúðum.

  9. Hössi sagði:

    >”Mikið væri gaman að heyra af einhverjum sem yrði keyptur og myndi pottþétt ganga inn í byrjunarliðið.”

    Ég skal gera þér greiða: Craig Bellamy, Mark Gonzalez, Fabio Aurelio.

    Þetta eru ekki aular, þetta eru ekki leikmenn sem eiga eftir að sanna sig og þetta eru ekki leikmenn sem lítils er vænst af. Þetta eru leikmenn sem eiga allir, að öllu eðlilegu, að verða fastamenn í byrjunarliðinu strax núna í ágúst.

    Eins og Einar Örn sagði, þá eiga önnur lið í töluvert meiri vandræðum. Arsenal hafa keypt Tomas Rosicky en eru að missa Sol Campbell og Ashley Cole, svo að vörnin þeirra er í lamasessi eins og er nema þeir kaupi á næstu vikum.

    Man U eru í frekar slæmum málum eins og staðan er núna, og Newcastle voru að missa Alan Shearer á eftirlaun og Michael Owen fram að áramótum án þess að útlit sé fyrir að þeir geti keypt alvöru framherja í staðinn.

    Það eru ekki mörg lið í Evrópu sem hafa verið virkari en við í ár. Tottenham hafa keypt Zokora og Berbatov, og kannski Damien Duff líka, en munu í staðinn missa annað hvort Defoe eða Carrick. Chelsea hafa fengið Ballack, Mikel, Schevchenko og Kalou en misst Eið Smára, líklega Asier Del Horno og Duff og jafnvel Gallas líka.

    Við erum ekki aðdáendur Juventus, AC Milan, Fiorentina, Lazio, Manchester United, Bolton, Newcastle, Real Madríd eða brasilíska landsliðsins. Við erum ekki einu sinni aðdáendur Everton. Ég legg til að menn hætti þessu væli og átti sig á því að jafnvel þótt það komi ekki einn einasti leikmaður í viðbót í sumar, þá hefur þetta sumar fært okkur nánast allt sem við þörfnumst, þótt það hafi ekki fært okkur allt sem við viljum. Mun nokkurt sumar standa undir þeim svimandi háu væntingum sem sum ykkar virðast gera?

    Fyrir sumarið bað ég um þrjá hluti; klassaleikmenn sem bæta byrjunarliðið, hægri kantmann og markaskorara sem hefur sannað sig í fremstu röð. Við fengum Aurelio og Gonzalez sem eru þekktir á alþjóðavísu og bera með sér miklar væntingar, og svo fengum við Bellamy sem hefur sannað sig aftur og aftur í Úrvalsdeildinni, þótt hann hafi ekki enn gert það með toppliði. Og eins og ég hef sagt áður þá örvænti ég ekki þó að kantmaðurinn komi ekki, því við erum með menn til að leysa þá stöðu þangað til rétti maðurinn verður laus til að koma til okkar.

  10. Mun nokkurt sumar standa undir þeim svimandi háu væntingum sem sum ykkar virðast gera?

    Er samála mörgu sem kemur fram hérna, nema kannski línunni hér fyrir ofan, mér finnst bara ekkert óeðlilegt við það að hafa svímandi háar væntingar til sigursælasta liðs Evrópu.
    Liverpool er búið að græða mikinn aur að undarförnu og það væri bara gaman að vita hvert hann fer, því fram að þessu leikmenn oftast verið seldir til að fjármagna aðra.

    Mér finnst að það ætti ekkert að vera óeðlilegt að við’ gætum t.d. bæði keypt Kuyt og Alves án þess að þurfa selja einhvern, en kannski eru það of miklar væntingar.

    áfram Liverpool..

  11. Eigum við ekki að segja að við fáum Alves og síðan einhver af brunaútsölunni á Ítalíu?

    Það er alla vega ljóst að 12+ millj. punda fyrir Kuyt er helv. mikill peningur.

  12. Einar Örn – við höfum verið linkaðir við sömu leikmennina frá áramótum, ef ekki lengur. Þessar Kuyt og Alves fréttir eru því hálf fáránlegar. Það er alls ekki við ykkur stjórnendur síðunnar að sakast enda eina síðan sem ég fer inn á til að fá fréttir af leikmannamálum og liðinu mínu. Ég væri bara til í að við yrðum Linkaðir við einhverja aðra spennandi leikmenn. Ég reyndar hef gaman af öllu slúðri um leikmannamál en þegar lítið er í gangi eins og hefur verið hjá Liver. að undanförnu fer maður að fá fréttir af sömu leikmönnunum aftur og aftur og aftur. Það er það sem ég er að púa á.

    Mér gæti svo ekki verið meira saman um hvernig gengur hjá öðrum liðum og þá sérstaklega man utd. Ég vil bara styrkja annars mjög gott lið Liverpool. Það verður ekki gert nema með mjög góðum leikmönnum.

    Kristján Atli – ok. stillum upp (að mínu mati) sterkasta byrjunarliði Liver. síðasta tímabil.
    Reina –
    Finnan, Carra, Hippya, Riise –
    Gerrard, Sissoko, Alonso, Kewell –
    Garcia og Crouch.

    Ætlar þú að segja mér að þessir þrír sem þú nefndir eigi víst sæti í þessu liði? Ég man ekki eftir að hafa séð Aurelio spila en var hann ekki dottinn út úr liðinu hjá Valencia? Ég skal þó viðurkenna að ég vona að hann sé betri en Riise. Speedy slær ekki Kewell út ef Kewell er í formi. Kewell vann sér inn fast sæti í fyrra og spilaði mjög vel fyrir liðið. Hann má heldur betur vera góður til að slá Kewell út bara svona einn tveir og þrír. Bellamy er góður leikmaður. Engin spurning. Miklu betri en Crouch að mínu viti. Vonandi nær hann að slá hann út en ég var nú að vona að Fowlerinn myndi gera það. Ég tel að það sé langt frá því að vera öruggt að þessir menn komi til með vinna sér fast sæti í byrjunarliðinu. Auðvitað vona ég það alveg eins og ég vona að aðrir leikmenn spili betur en í fyrra. Enginn af þessum þremur hefur bara sýnt að hann sé betri en 11 bestu hjá okkur og því eru þessi kaup viss vonbrigði þó að þau komi vonandi til með að styrkja hópinn.

    Það er svo enginn helv. væll hér í gangi. Við erum búnir að kaupa tvo leikmenn í sumar þá Bellamy og Aurelio. Aðrir voru keyptir í fyrra eða í vetur. Ég man ekki betur en þið spjallstjórnendur hafið verið sammála mér í því að síðustu leikmannagluggar voru vonbrigði. Bara núna síðast í vor minnir mig. Það hefur ekkert stórkostlegt gerst að mínu mati síðan þá nema að Alves kaupin ætla að enda eins og kaupin á Sabrosa.

    Ég geri háar væntingar til míns liðs og víst hafa mörg sumur staðist undir væntingum mínum. Það að þessir þrír einstaklingar séu það sem við þörfnumst tel ég bara langt frá því að vera öruggt. Það er alls óvíst að nokkur þeirra komi til með að vinna sér sæti í liðinu eða þá að þeir nái að bæta þannig að við getum farið að veita öðrum liðum keppni um Enska titilinn. Er það annars ekki markmiðið?

    Áfram Liverpool!

    ps. hvernig qoutar maður aftur í ummæli annarra? Ég vona að þið náið hverju ég er að svara í svörum 9 og 10.

Nýji búningurinn

Parry fullviss um að nýji leikvangurinn muni rísa. (uppfært)