Hamann farinn til Bolton (STAÐFEST)

Official heimasíðan hefur [tilkynnt að Didi Hamann er farinn til Bolton](http://www.liverpoolfc.tv/news/drilldown/N152871060711-1337.htm). Við munum sennilega skrifa betur um þetta brotthvarf Didi frá Liverpool, því þarna er frábær leikmaður, sem hefur átt frábæran feril með Liverpool, að fara frá liðinu. Vonandi að honum gangi vel á næsta tímabili (nema auðvitað gegn Liverpool).


**Uppfært (KAR):** Heyrðu, svo virðist sem Hamann sé ekki á leið til Bolton, heldur til annars klúbbs innan 24ra tíma (þá væntanlega City). Bolton staðfesta þetta í dag:

>”Although Didi Hamann signed a contract with the club, he has since had a change of heart. He will sign for another club within 24 hours.”

Hvað er í gangi? Fyrst LFC.tv staðfesti fréttina hefði maður haldið að þeir væru vissir. Þetta er hið furðulegasta mál eins og er …

7 Comments

  1. Þetta þykja mér vond tíðindi, því Hamann hefur ávallt verið í miklum metum hjá mér. Ég kveð hann með miklum söknuði og óska honum alls hins besta. Væntanlega er þetta svo hann geti spilað lengur, en spilatími hans með Liverpool hefur náttúrlega farið minnkandi. Ég skil hann vel, og hann á hrós skilið fyrir það sem hann hefur gert fyrir félagið!

  2. Já þetta eru leiðinleg tíðindi. Hamann er kannski ekki skemmtilegast leikmaðurinn á vellinum en hann stendur sig alltaf vel þegar á reynir. Held að ástæða þess að hann fari sé ekki síst tengd launum hans. Las það í Spigel fyrir rúmlega ári síðan að hann væri næst launahæðsti leikmaður liðsins. Man því miður ekki hvað hann var með í laun. Vona að Hamann verði hluti af þjálfarateymi Liverpool þegar hann hættir að spila því hann hefur verið góður í að miðla reynslu sinni til yngri manna. Takk fyrir mig Hamann

  3. Erum við að fá einhvern pening fyrir Hamann? Las í einhverjum slúðupakka að City myndi borga 500 þúsund pund ef hann færi til þeirra.

    Hvað borgar Bolton okkur?????

  4. Mér finnst nú betra að hann skuli fara til City heldur en Bolton. Ég held að ég hefði ekki getað unað honum það að spila með leiðinlegasta og jafnframt grófasta liði úrvalsdeildarinnar. Að spila með erkifjendum Man Utd er aftur á móti annað, og miklu betra mál 🙂

  5. Ég mun sakna Hamanns sárlega enda einn af bestu miðjumönnum sinnar tíðar… og var ótrúlega sterkur og duglegur þegar hann kom inn á sem varamaður hjá okkur sl. 2 leiktíðir…. maður getur minnst á Istanbul í því sambandi :biggrin2:

    Mér er sama hvar hann spilar enda á hann eftir að gera usla hvar sem hann verður…. vona eins og margir að það verði þó ekki á móti Liverpool 😉

Kirkland til Wigan

Fjórir út – hverjir inn?