Trabelsi og Pennant á leiðinni?

Tvær spjallsíður, sem vanalega setja ekki inn margar fréttir nema það séu nokkuð traustar heimildir fyrir þeim, hafa sett inn fréttir um leikmannakaup í dag.

  1. Dave Usher á The Liverpool Way segir að Hatem Trabelsi, hægri bakvörðurinn frá Túnis sé á leiðinni til Liverpool. Trabelsi er nýbúinn að klára samning sinn við Ajax og getur því komið á frjálsri sölu. Usher heldur því fram að samningurinn við Daniel Alves sé út úr spilinu. Þannig að í stað þess að eyða 12-13 milljónum punda í Daniel Alves þá muni Rafa eyða um 15 milljónum punda í Dirk Kuyt, Trabelsi (ókeypis) og Jermaine Pennant.
  2. Sem færir okkur að næstu frétt, en YNWA halda því fram að Jermaine Pennant muni koma til Liverpool á næstu dögum. YNWA menn telja að Pennant geti komið á um 5 milljónir punda, en Liverpool þurfi bara að borga 3, þar sem Birgmingham skuldi Liverpool enn einhverja peninga frá kaupunum á Emile Heskey.

    YNWA tala um að Pennant sé Liverpool aðdáandi (eru það ekki allir?) og því sé ekki búist við öðru en að skiptin gangi hratt fyrir sig eftir að Birmingham og Liverpool komast að kaupverði.

Þannig að samkvæmt þessu, þá eru þetta svona:

Daniel Alves + 3 milljónir = Pennant + Kuyt + Trabelsi

Eru þetta góð skipti?

11 Comments

  1. Ég vil ekki fá Dirk Kuyt í Liverpool. Ég sá ekkert merkilegt frá honum í þessum leikjum sem hann fékk að spila á HM. Ég veit að hann fékk ekki að spila mikið og hann er með gott record í Hollandi en var ekki Kezman með betra record en Kuyt? Mér sýndist hann líka vera alveg skuggalega hægur og ekki hjálpar það honum hvað hann er ófríður 😉
    ÉG er bara einfaldlega ekki að fýla hann og mér finnst hann alltof dýr.

    Hvað er það sem hann hefur fram yfir t.d. Morientes?

  2. >en var ekki Kezman með betra record en Kuyt

    Ætlum við í alvöru að fara aftur í þetta Kezman tal? Hvað með van Nilsteroy, af hverju berum við ekki Kuyt saman við hann? Þeir eru nú einu sinni frá sama landi, en Kezman er Serbi.

    >Hvað er það sem hann hefur fram yfir t.d. Morientes?

    Sennilega ekki mikið fram fyrir þann Morientes sem lék með Real Madrid. En hann er talsvert betri en sá Morientes sem spilaði fyrir okkur.

    Hvaða sóknarmann vilt þú fá? Og hvað heldurðu að hann kosti?

  3. Trabelsi er mjög líklega á leiðinni til Arsenal, ekki Liverpool. Arsenal hafa verið að reyna að fá hann í einhver 2-3 ár.

    En það er ekki raunhæft meta menn út frá þessari HM eingöngu. Ef maður væri að sjá Ronaldinho, Frank Lampard, Steven Gerrard (og marga fleiri) í fyrsta skipti í þessari keppni, þá myndi maður varla halda að þeir væru jafn góðir leikmenn og þeir eru í raun.

    Kuyt er eflaust mjög góður leikmaður úr því öll þessi lið eru á eftir honum. Þegar Kezman fór til Chelsea Elli þá var ekkert annað lið á eftir honum.

  4. Sammála Ella. Kuyt var ótrúlega lélegur gegn Portúgal. Hef enga trú á honum í Úrvalsdeildinni þótt hann hafi spjarað sig í þeirri hollensku. Nei takk. Frekar David Villa eða Defoe.

  5. Mér finnst FÁRÁNLEGT að ætla að dæma leikmenn út frá frammistöðu þeirra með landsliðum sínum á HM. Ef við ættum að dæma bara út frá þessari keppni væru eftirtaldir leikmenn klárlega ekki nógu góðir fyrir meistaralið í Englandi:

    Lampard, Gerrard, Rooney, Ronaldinho, Ronaldo, Adriano, Kaka, Lionel Messi, Carlos Tevez, Dirk Kuyt, Raul Gonzalez, Carles Puyol, Sergio Ramos, Alberto Gilardino, Gennaro Gattuso, Allesandro Del Piero, Gabriel Heinze, Didier Drogba, og svo mætti leeeeengi telja …

    Það er einfaldlega ekki hægt að horfa á 2-3 landsleiki yfir sumar í heimsmeistarakeppni og áætla út frá því hvernig viðkomandi leikmaður myndi spjara sig fyrir félagslið, með öðrum þjálfara, undir allt öðrum kringumstæðum og yfir miklu lengra tímabil en bara téða 2-3 leiki. Að ætla annað er bara heimska og ekkert annað.

  6. Leikmennirnir sem þú nefnir eiga það sameiginlegt að hafa sannað sig í stærstu deildum heims. Það hefur Kuyt ekki gert. Hann þurfti að sanna sig meira en nú er en gerði það ekki.

  7. Og það sama hefði mátt segja um Ruud van Nistelrooy þegar hann kom til United. Hann hafði ekki sannað sig í “toppdeild,” af hverju voru þeir að eyða tíma í hann?

    Eða Andryi Schevchenko. Hefðu Milan ekki bara átt að sleppa því að versla hann, þar sem úkraínska deildin er ekkert sterk?

    Eða Dennis Bergkamp og Thierry Henry? Þeir skitu á sig í alvöru deild eftir að hafa slegið í gegn í heimalandinu. Hefðu Arsenal ekki betur sleppt þeim?

    Sannleikurinn er sá að fyrir hvern Van Nistelrooy eru til þrír eða fjórir Kezman. Djibril Cissé spilaði miklu betur í Frakklandi en Didier Drogba en það snerist við þegar þeir komu til Englands.

    Þetta snýst um að finna rétta leikmanninn fyrir Liverpool, fyrir Rafael Benítez og fyrir enska knattspyrnu. Á endanum er enginn jafn dómbær á þessa hluti og sjálfur Rafael Benítez, og ef hann segir að Craig Bellamy og/eða Dirk Kuyt séu réttu mennirnir fyrir sig ætla ég ekki að mótmæla því, sama hversu illa Kuyt spilaði með Hollendingum á HM í sumar, og sama hversu illa Bellamy hefur hagað sér á sínum yngri árum.

  8. Já, þetta er að mestu rétt. Benitez er samt ekki óskeikull í leikmannakaupum sbr. Josemi og Morientes. Kuyt er líka fullgrófur.

  9. Held að það sé mun gáfulegra að fá þessa þrjá í stað Alves og eiga eitthvað klink. Trabelsi er frábær bakvörður sem væri snilld að fá á ,,free transfer”. Gæti komið með nýja vídd í bakvarðastöðuna. Pennant hefur sannað sig í ensku úrvalsdeildinni. Að borga ca. 3 millj punda fyrir hann finnst mér ekki mikið risk. Er persónulega hrifinn af því. Ég veit það ekki en ég hreifst nokkuð af Kuyt. Held að hann gæti passað vel í liðið. Verðum að sætta okkur við að við höfum einfaldlega ekki úr miklum pen að spila. Þarf því að nýta þá eins vel og hægt er. Hef fulla trú á að Benitez geri það.

  10. Persónulega líst mér betur á að fá Pennant og Trabelsi til LFC en ég væri alveg hrikalega ánægður ef við reyndum að fá David Villa eða einhvern annan álíka framherja. Ég varð ekki hrifinn af Dirk “Kæt” á HM en hann virtist ekki geta stoppað boltann og hvað þá skotið honum. Það er samt lítið að marka svona þar sem Hollenska landsliðið var meira í því að slást sín á milli en að vera sem liðsheild og tel ég að það sé ekki jákvætt fyrir leikmenn að upplifa slíkt rugl. Maður gæfi honum séns þessu hollenska lukkutrölli rétt eins og El Hadji Diouf fékk á sínum tíma.

HM: Portúgal í undanúrslit!

Fjögur Lið Eftir