Kewell og félagar úr leik (uppfært: Sviss líka!)

Jæja, [ævintýri Ástrala á HM](http://news.bbc.co.uk/sport1/hi/football/world_cup_2006/4991534.stm) er núna lokið, en Harry Kewell og félagar töpuðu 1-0 fyrir Ítölum í dag.

Leikurinn var skemmtilegur og þrátt fyrir að Ítalir hafi verið sterkari, þá gátu Ástralir klárlega klárað þennan leik. Harry Kewell lék ekkert í leiknum, en hann var meiddur og sást m.a. á hækjum fyrir leikinn. Leiðinlegt fyrir hann og Ástrala.

Leikurinn réðist á **fáránlegri** vítaspyrnu. Ég hélt að það myndi seint gerast á þessari síðu að ég myndi verja gjörðir Lucas Neill, en að mínu mati var þessi vítaspyrnudómur fáránlegur. Neill renndi sér í tæklingu en náði hvorki í bolta né mann og lá eftir á vellinum. Þegar að Neill lá í jörðinni keyrði Grosso á hann og féll niður í teignum. Víti dæmt og úr því skoraði Totti og sendi Ítala áfram í 8 liða úrslitin þar sem þeir munu annaðhvort spila við Sviss eða Úkraínu.


**Uppfært (KAR):** Ókei, Ítalir munu mæta Úkraínu í 8-liða úrslitunum eftir að þeir síðarnefndu slógu Svisslendinga út í vítaspyrnukeppni í kvöld. Þeir unnu vítaspyrnukeppnina 3-0, og það þrátt fyrir að Andryi Schevchenko léti verja hjá sér fyrstu spyrnu kvöldsins. Ég held ég tali fyrir hönd allra Liverpool-stuðningsmanna þegar ég spyr: *um hvað ætli Sheva hafi verið að hugsa þegar hann steig á punktinn fyrir vítið sitt í kvöld? Hmmmmm … ?*

Jerzy, ég vona að þú hafir verið að horfa … 😉

12 Comments

 1. Þetta var virkilega hæpin vítaspyrna, en mér fannst samt Lucas Neill geta forðast þetta samstuð, eða hvað sem maður á að kalla það, við Fabio Grosso.

  Leiðinlegt að sjá ekki Kewell og leiðinlegt fyrir Ástralíu að detta svona út, en mér fannst samt virkilega dapurt af Áströlunum að geta ekki gert betur manni fleiri í 40+ mínútur! Og í fyrri hálfleik fannst mér Ítalirnir vera líklegri. Beina rauða spjaldið var afar afar umdeilanlegt! (eða eins og Christ Waddle sagði í útvarpslýsingu: “An absolutely astounding decision. He wasn’t the last man, it wasn’t that bad a foul – and yet the referee has shown the red card. Disgusting.”)

  Ég er á því að 11 Ítalir hefðu klárað leikinn fyrr, byggt á því sem ég sá. Ástralana sárvantaði Kewell og það reyndi ekki mikið á Buffon. Þrátt fyrir að vera ekki mikill Ítalíu aðdáandi fannst mér Ítalía verðskulda sigurinn. En jú … vítaspyrnan var umdeild – tel hana ekki samt vera fáránlega.

 2. Já, þessi vítaspyrna var fáránleg. Þetta var allavega í fyrsta skipti sem ég sé varnarmann brjóta á ökkla sóknarmanns með öxlinni á sér. :rolleyes:

  En Ítölum til varnar, þá var rauða spjaldið á Materazzi álíka fáránlegt og ef það hefði ráðið úrslitum í þessum leik hefðu það verið grimm örlög fyrir Ítali. Gult spjald og aukaspyrna hefði verið niðurstaða sem enginn hefði mótmælt en dómaranum lá á að vera ekki eftirmaður Ivanov frá því í gær.

  Annars sást það bersýnilega í þessum leik hvað Ástralir söknuðu Harry Kewell. Vona að hann jafni sig á þessum meiðslum fljótt og mæti hress til leiks hjá okkar mönnum í júlí.

 3. Hæpið rautt spjald, ansi hæpið. En Ítalirnir geta ekki kvartað, því eftir þann dóm féllu allir dómar með þeim.

  1. Ástralir áttu að fá vítaspyrnu. Ítali(man ekki hver) tekur boltann á kassan inn í eigin vítateig. Þegar boltinn virðist vera á leið til Mark Viduka, fer hann í hendina á Ítalanum. Klárt víti.

  2. Eftir að dæmd hafði verið aukaspyrna á grófa tæklingu Gattuso sló hann til Ástralans áður en hann ýtti við honum. Fyrir þennan þríleik fékk hann gult spjald. Nær lagi hefði verið að veita honum 3 gul spjöld!

  Annars geta Ástralarnir sjálfum sér um kennt. Einum fleiri og þeir reyndu ekki einu sinni að sækja. Hvar var Kewell? Hvað voru þeir að reyna? Hanga á jafntefli? Vinna í vító?

 4. PS. Síðan vítið, kommon! Í handbolta hefði verið dæmdur ruðningur á Grosso. Hann fiskaði vítið með því að reyna að fara í gegnum manninn. Það hefði verið minnsta mál fyrir Grosso að smeygja sér framhjá LN en það ætlaði hann aldrei að gera. Hann ætlaði bara að sækja sér vítið og hann fékk það. Síðan er það misskilningur hjá Dodda að það eigi að vera keppikefli varnarmanna að forðast að vera fyrir sóknarmönnum. Sóknarmenn eiga að forðast að lenda í samstuði við varnarmenn, hvernig myndi það enda ef sóknarmenn gætu hlupið á varnarmenn og fengið aukaspyrnu? Varnarmennirnir myndu þá bara forðast samsstuðið….

 5. Jæja, maður var varla búinn að ræða leik gærkvöldsins þá kemur þessi dramatík í leikslok hjá Ítölum (Heimsmeistarar vælunnar !) vs. Ástralíu.

  Að vera einum manni fleiri og taka allan þennan tíma í hverja sókn fyrir sig…… Þeir áttu hreinlega skilið að tapa því þeir voru ekki að búa sér til eitt né neitt (sóknirnar minntu rosalega á uppbyggingu sókna undir stjórn Houllier´s)….. :confused:

  Svo að lokum …. Ef að þetta var víti þá hefði mátt veifa rauða spjaldinu á allar þær tæklingar sem fram fóru í leiknum :rolleyes: :rolleyes: :rolleyes: (sem varð reyndar raunin í einu tilvikinu :shock:)…. Hvað átti greyðið LN að gera (sem by the way legbraut bæði Carra og Cisse á sitthvorri leiktíðinni þannig að hann fær ekki svo mikla samúð frá manni annars)…. Hann hefði kannski getað tekið Cooperfield fyrir sig og látið sig HVERFA… ????????

  Ótrúlegur leikur þar sem að maður leiksins er klárlega DÓMARINN (í annað sinn)……. :biggrin2:

 6. Klárlega vítaspyrna. Maður rennir sér ekki í vítateignum nema maður sér klár á því að taka boltann. Jafn flinkir leikmenn og eru í ítalska liðinu nýta sér það. Dómarinn gat ekki dæmt annað en víti.

 7. Alveg sammála BFI það mátti alveg dæma vítaspyrnu á þetta því sóknarmaður var klókur og hljóp á varnamanninn þegar hann lá fyrir framan hann. Maður hefur oft og mörgu sinnum séð brot þar sem varnarmaður fer í tæklingu og nær ekki boltanum og sóknar maður breytir um stefnu og hleypur beint á varnarmanninn. Seinast sá ég þetta í leik Víkings og Breiðabliks og ekki mótmælit ég þá.

  Rauðaspjaldið var algjört bull.

  Hélt reyndar með Ítölunum þar sem ég hafði spáð þeim sigri í HM leik og mundi tapa alltof mörgum stigum ef þeir hefðu tapað 🙂

 8. Kristinn Sigurðsson: ég vona að þú hafir verið að horfa á 4-4-2 (sem er enn í gangi núna…) þar sem þeir fóru akkúrat yfir þessa leiki, með dómaranum Gylfa Orrasyni. Hann var sammála því að rauða spjaldið var bull og hann var sammála því að dæma átti vítaspyrnu! – Ég vil líka benda þér á það að þú ert að snúa út úr orðum mínum – þegar ég sagði að LN hefði getað forðast þetta samstuð, þá var ég ekki að meina að sóknarmenn ættu að ráðast á varnarmenn – ekki vera svona ofboðslega fanatískur í þessu! Það sem ég meinti var nákvæmlega það sem dómarinn og umsjónarmenn þáttarins tæptu á, ásamt gestum, að þú sem varnarmaður rennir þér ekki svona niður inn í vítateig fyrir framan sóknarmann. Sóknarmaðurinn sækir vítið, hann veit hvað hann er að gera, og eins og Gylfi Orrason sagði: það var ekki annað hægt en að dæma víti! En mennirnir í sjónvarpinu sögðu líka að þetta væri skólabókardæmi um víti þar sem skipst er algerlega í tvær fylkingar.

  Og þú minnist svo á tvö atvik til að bauna á Ítalina … ég sá ekkert um þetta í þættinum áðan og varð sjálfur ekki var við þetta. Greinilega ekki eins skýr dæmi hjá þér og þessi með vítaspyrnuna eða rauða spjaldið. Ástralar hefðu átt að nýta liðsmuninn betur, Ítalir komust verðskuldað áfram.

  Seinni leikurinn fyrir mér var mestu leiðindi ever, fyrir utan vítið hjá Shevschenko! Ha ha ha! Djöfull hugsaði maður til leiksins í Istanbul … og eflaust hefur hann hugsað til hans líka. En menn kvörtuðu yfir leik Englendinga og Ekvadora, ég líka, en þessi leikur voru 120 mínútur af leiðindum, ásamt uppbótartíma af leiðindum og þremur leiðinlegum og slöppum vítaspyrnum frá Svissurum. Eina gleðin var misnotaða vítaspyrna Shevs… sýnir kannski hversu grimmur einstaklingur ég get verið 🙂

 9. uff tetta var sart.. stemninginn her i Astraliu var rosalega alveg fram ad vitaspyrnuni…. astralski tulurinn var farinn ad tala um vitaspyrnukepnir itala a hm fram ad tessu… 8 vitakepnir og bara unnid eina… svo ad menn voru bjartsynir… leidinlegt ad King Harry eins og hann var nefndur eftir kroatiuleikin skildi ekki leika….. tad voru rosaleg vonbrygdi tegar hann haltradi inn a leikvangin a haekjum…. og eg segi bara… aussie,aussie,aussie.- oi,oi,oi – aussie- oi, aussie – oi, aussie,aussie,aussie- oj-oj-oj
  kvedja fra astraliu.. Kristjan R og Gudjonsen on the wall

 10. Þetta var ekki fáránleg vítaspyrna! Kannski fullmikil hlutdrægni hér að saka þreyttan Grosso um leikaraskap. Maðurinn veður upp vinstri kanntinn, örþreyttur á síðustu mínutum leiksins og er bara klókur að fiska brot á Neill. Ég er samt ekki að segja það að dómarinn hefði getað sleppt þessu, en miðað við það hvernig hann dæmdi í þessum leik og hvernig aðrir dómarar hafa dæmt ætti þessi dómur ekkert að koma á óvart.

  Einnig fannt mér dómarinn linari eftir að hann gaf klikkaða Materazzi rautt, hann vissi það að hann hafði tekið upp vitlaust spjald… Reyndar er Materrazzi þannig leikmaður að dómarinn gæti vel gefið honum rautt áður en hann stígur inn á völlinn fyrir fyrri leiðindi og ruddaskap.

 11. Hvað átti greyðið LN að gera (sem by the way legbraut bæði Carra og Cisse á sitthvorri leiktíðinni þannig að hann fær ekki svo mikla samúð frá manni annars)….

  Við skulum nú ekki gera Lucas Neil að verri manni en hann er. Hann braut nú ekki Cisse heldur var það James McEveley. Bara svona til að hafa staðreyndirnar á hreinu.

  En mér fannst þetta alveg vera réttlætanleg vítaspyrna. Hefði kannski mátt sleppa henni en mátti líka alveg flauta á hana.

  Og varðandi rauða spjaldið þá hefur það nú verið nokkuð klár lína í þessari keppni að fyrir tveggja fóta tæklingar er refsað með rauðu spjaldi. Ef sóknarmaðurinn hefði staðið í báðar lappirnar hefði Materazzi hæglega getað tekið þær af með þessari tæklingu. Ég skil því ekki af hverju allir eru svona sammála um að þetta hafi ekki verið rautt spjald.

 12. Materazzi fer ekki með takkana á undan, hann fer ekki í manninn, hann er ekki aftastur og er ekki einu sinni að ræna upplögðu marktækifæri. Þar að auki lyftir hann tökkunum aldrei uppfyrir boltann. Aldrei rautt

Rafa tilbúinn til að hætta við Alves?

Strachan