HM: A og B riðlar klárir

Jæja, þá er búið að spila til lykta A- og B-riðlana og orðið ljóst hverjir mætast í fyrstu tveimur leikjum 16-liða úrslitanna á laugardaginn.

Eftir að Þjóðverjar unnu auðveldan 3-0 sigur á Ekvador, sem hvíldu marga menn í dag, og Englendingar og Svíar gerðu 2-2 jafntefli er ljóst að það verða annars vegar England og Ekvador og hins vegar Þýskaland og Svíþjóð sem mætast á laugardaginn.

Mér líst vel á þessa leiki. Ekvadorum virtist vera sama um sigur í riðlinum sínum í dag og töpuðu frekar mótbárulaust fyrir heimamönnum í dag, en það er ekki þar með sagt að Englendingar valti yfir þá. Sérstaklega ekki því eins og kom í ljós í kvöld er vörn Englendinga ekki eins skotheld og menn héldu, Paul Robinson er ekki að eiga góða daga í markinu og þá vantar ennþá einhvern neista fram á við. Ofan á þetta bætist að Michael Owen meiddist strax á fyrstu mínútu í kvöld og er væntanlega úr leik á HM, auk þess sem Rio Ferdinand er eitthvað tæpur og Gary Neville gæti misst af næstu leikjum. Í ofanálag þá er Frank Lampard einfaldlega fjarverandi í þessari keppni, Wayne Rooney ekki kominn í almennilegt leikform og þá er auðvelt að sjá hvers vegna viðureign þessara tveggja liða á laugardag gæti orðið stórskemmtileg. Sérstaklega ef Ekvadorar skora snemma í leiknum, þá gæti þetta orðið rosaleg viðureign.

Í hinum leiknum munu heimamenn, Þjóðverjar mæta Svíum og það ætti líka að vera hörkuleikur. Þjóðverjar unnu góðan sigur í frekar tilgangslausum leik í dag, úr því að Ekvadorar ákváðu að vera ekki með, en á heildina hafa heimamenn heillað mig eilítið í keppninni í ár. Jú, vörnin þeirra er vafasöm ef sett undir pressu og eins og Svíar sýndu gegn Englendingum í kvöld þá geta þeir pressað lið mjög stíft og sótt grimmt. Í sókninni eru Þjóðverjar svo með hinn unga Podolski, sem komst loks á skrá í dag með mark, og markahæsta mann mótsins til þessa, hinn frábæra Miroslav Klose. Þannig að vörn Svíanna mun hafa nóg að gera á laugardag.

Sem sagt, laugardagurinn er orðinn klár og það er bara fyrsti leikdagur af fjórum í 16-liða úrslitunum. Á morgun kemur í ljós hvaða lið fara upp úr C- og D-riðli og hverjir mæta hverjum á sunnudaginn kemur. Ég get ekki beðið.

Hvað halda menn? Geta Svíar slegið heimamenn út? Verða Ekvadorar öskubuskuliðið í ár eða eru Englendingar of sterkir?

11 Comments

  1. England mun vinna Ekvador í hörkuleik þar sem Gerrard skorar sigurmarkið undir lok leiksins.

    Svíar slá Þjóðverja óvænt út á laugardaginn. Klinsmann rekinn og Kahn kúkar yfir hann.

  2. Ég hef trú á því að England vinni þann leik – ég bara hef trú á því. Þá er líklegt, eins og staðan er í dag (ég hef trú á því að Argentína og Portúgal vinni sína riðla), að Englendingar mæti sigurvegurum úr leik Hollendinga og Portúgala í 8-liða úrslitum.

    En auðvitað á maður ekki að hugsa svo langt … dagurinn í dag var góður. Þjóðverjar voru frábærir, Englendingar voru góðir í fyrri hálfleik og Svíar í þeim seinni. Af 5 mörkum Englendinga hafa Liverpool menn skorað 3 – fínt mál.

    Það var hrikalegt að sjá aumingja Owen meiðast.

    Ég hef trú á Þjóðverjum gegn Svíum. Þeir eru mun agaðri og glaðari í sínum leik, virðist vera. En ekkert er ómögulegt. Ekvador og Svíar gætu sosum gert góða hluti líka.

    Djöfull er þetta samt skemmtilegt mót. Áfram góður fótbolti! Er það ekki aðalmálið?

  3. Flott mót….. Góðir leikir…

    Hvaða framherja erum við annars að pæla í….. :blush: Mæli með að við kaupum Klose og Saviola (eða bara einhvern úr Argentíska landsliðinu…:wink:).

    Hvað Englendingana varðar þá mæli ég með því að setja Gerrard fram því að hann virðist vera maðurinn sem er að klára leikina fyrir þá…..

  4. Hinn frábæri Miroslav Klose? Alltaf þótt hann vera hálf aumingjalegur og einstaklega heppinn með mörk sín í flestum tilvikum. Ekki frábær. Heldur naskur potari. En mér finnst Spánverjar magnaðir með Alonso í fararbroddi. Torres skoraði magnað mark á móti Túnis, þ.e. ekki vítið.

  5. Klose er oldschool striker sem nýtir færin sín ótrúlega vel. 25 mörk í 26 leikjum í Bundesligunni í ár. Frábær leikmaður.

    England og Þýskaland komast bæði í 8 liða úrslit.

  6. Zúri sagði:

    “Alltaf þótt hann vera hálf aumingjalegur og einstaklega heppinn með mörk sín í flestum tilvikum. Ekki frábær. Heldur naskur potari.”

    Aumingjalegur? Þetta er ekki tískusýning heldur knattspyrna. Heppinn með mörk sín? Breytir því ekki að hann er að skora þau. Ekki frábær heldur naskur potari? Naskur potari er frábær framherji. Svo einfalt er það nú bara.

    Menn sem skora mörk eru frábærir framherjar. Punktur. Þau þurfa ekki öll að vera flott og stýlísk a la Henry eða Ronaldinho. Ef það fer yfir línuna telur það, og Klose setur boltann oftar þar yfir en aðrir í Bundesligunni.

  7. Það hefur verið áhugavert að fylgjast með yfirlýsingum Fowler í ensku blöðunum um Erikson og enska landsliðið. Er ég kallinum fullkomlega sammála í gagnrýni hans á Erikson og hef ég reyndar ýmsu öðru við að bæta.

    Striker mál segja sig sjálf?

    Núna er Owen frá og kemur engum á óvart enda nýkominn úr löngum meiðslum, og er reyndar sí meiddur greyið,
    Rooney annar meiddur sem þarf að spilla sig í form og fór í fýlu þegar hann var tekin útaf í gær, þó að hann hafi ekki getað rassgat.

    Erikson skortir allan kjark og þor til að breyta hlutum. Að Theo kom á HM er vegna þess að Wenger fer í auglýsingaherferð fyrir stráksa er ekki dæmi um kjarkur. Einnig liggur sá grunur að manni að hann vildi setja sjálfan sig á stall ef þetta myndi gera eitthvað en það er ekki hægt að likja honum við Owen hér um árið. Owen hafði spilað með sínum klúbb og staðið sig vel fyrir HM, Theo spillar með varaliði Arsenal og hefur ekki spilað einn leik fyrir aðalliðið.

    Eftir stendur okkar ljóti andarungi með öllum sínum kostum og göllum. Ekkert af því vali síður en svo en í samhengi hlutanna er hann stuðnings striker en hvern á hann að styðja?

    Á miðjunni eru ýmis vandamál en aðalvandamálið liggur í Erikson og hans gunguskap. Miðjan er troðfull að stórum nöfnum sem passa bara ekki saman.

    J. Cole er réttur maður í réttri stöðu. Hefur drifkraft og gerir óvæntahluti sem láta andstæðinga vera skíthrædda. Þó hann sæki eilítið inn á miðjuna þá kemur ógnun vinstra megin.

    Annað er að að segja segja um Beckham. Orðin hægur pensionisti sem er góður í föstum leikatriðum. Skapar sér ekki pláss lengur fyrir sýna hættulegu krossa. Fékk pláss eftir að Lennon kom inn á móti Paraguy. Það eru aðrir menn í þessu liði sem geta tekið aukaspyrnur. Með Lennon inn á vellinum þá er maður sem sækir upp kantinn, Það teigist á andstæðingum þegar vinstri- OG hægri- kantar sækja. Fyrir vikið skapast pláss fyrir CM.

    Í gær var Gerrard hvíldur vegna guls korts og ekkert svo sem út á það að setja. En val Erikson á Hargraves í staðin fram yfir M.Carrick er nokkuð merkilegt og lyktaði af hræðslu við að leysa ákveðið vandamál sem er í liðinu. Þ.e.a.s að Lampard og Gerrard passa ekki saman. Allavegna ekki í þeirri mynd sem samstarf þeirra er sett upp núna þar sem Gerrard er með varnarskylduna fram yfir Lampard. Gerrard er líkt og J.Cole, orkubolti sem gerir hið óvænta og rífur varnir í sig með sendingum eða ruslast í gegnum þær sjálfur. Lampard er lunkinn við að koma sér í færi en hefur bara ekki verið að nýta þau í þessari keppni. En hann er enginn leiðtogi og ekkert óvænt sem sem kemur frá stráksa s.s. góður en rúðustrikaður. Nýtist frábærlega í Chealse þar sem flair spillarar eru á hverju strái. Þegar Gerrard skoraði í gær komst ég ekki hjá því að sjá Lampard EKKI brosa eða gleðjast. Merkilegt nokk.
    Carrick og Gerrard væri að ég held frábær miðju duet fyrir England. Carrick sem hefur spilað vel með Tottenham í vetur, myndi hafa varnarskylduna,éta upp boltana og koma í dreifingu. Gerrard já Gerrad laus til að gera það sem hann er bestur í.
    Um vörn er það að segja að Rio getur ekki rassgat og Carrager ætti að vera í miðverðinum með hinum fanta góða Terry. En gunguskapur Eriksons kemur í veg fyrir það eins og annað.

    Markmenn já , uff, England hefur ekki haft almennlegan Markmann í yfir tuttugu ár. Vonandi að Scott Carson eigi eftir að leysa það í framtíðinni fyrir England. Gerist svo sem ekki við að rotna á bekknum hjá okkar ágæta klúbb.

    En samandráttur, Erikson er að setja saman slúðurblað með stórum nöfnum í Fyrirsagnir ekki lið sem á að vinna HM. mannskapurinn er þarna það þarf bara einhvern með smá vit á knattspyrnu og sem er ekki hræddur við nokkrar stjörnur. Líkt og sagt er oft að enginn spilari á að vera stærri en Klúbburinn sem hann spilar með þá á það sama við ENSKALANDSLIÐIÐ.

  8. Eins og skrifað frá mínu hjarta “gamall madur a veraldarvefnum”. Að mínu mati hefði England átt að eiga góðan séns á að vinna þetta, nema fyrir asnaskap Eriksson. Að vilja Theo yfir Defoe voru stærstu mistökin. Þau næst stærstu eru að spila Beckham yfir Lennon sem er bara lélegur. Þau þriðju eru Gerrard-Lampard miðjan, ég vil Gerrard-Garrick miðju.

    Það er líka glatað að sjá að þeir sem eru búnir að vera að spila glimrandi vel á tímabilinu eru settir í svona backup hlutverk, fyrir utan Joe Cole. S.s. Gerrard, Lennon, Garrick, (Defoe).

    kv/ Arnar

  9. Massa viðbrögð bara. Ég bara hef ekki gaman af þessari Klose týpu. Á það til að pota og vissulega er hann góður í því. Auðvitað er það mikilvægt að framherjar geri það. That’s what they are paid for. Bara ekki hinn frábæri. Er ekki að kaupa það. Myndi frekar segja að Riquelme væri frábær. Eða Gerrard. :tongue: Alltaf verið massívur Þýskalands-fan, mörgum til pirrings, en ég bara hef aldrei diggað þennan Klose karakter.

  10. Hvar sér maður þessar greinar og yfilýsingar Fowler um enska landsliðið? Alltaf gaman að lesa hvað þessi snillingur segir.

Blackburn samþykkja tilboðið í Bellamy (x3)

Owen sleit krossbönd