Liverpool bjóða í Craig Bellamy

CraigBellamytongueITV.jpg

Echo hafa staðfest að Liverpool [hafi boðið 6 milljónir punda í Craig Bellamy](http://icliverpool.icnetwork.co.uk/0500liverpoolfc/0100news/tm_objectid=17254832%26method=full%26siteid=50061%26headline=reds%2dbid%2dto%2dland%2dbellamy-name_page.html), leikmann Blackburn. Einsog við höfum fjallað um þá er Bellamy með klausu í samningnum um að hann megi fara til liðs sem bjóði 6 milljónir.

Bellamy er Liverpool aðdáandi og því ættu viðræður við hann ekki að valda neinum vandræðum. Þannig að það er orðið 95% öruggt að Craig Bellamy mun spila í framlínu Liverpool á næsta tímabili.

Bellamy var markahæsti og besti leikmaður Blackburn á síðasta tímabili. Hann skoraði 13 mörk í ensku úrvalsdeildinni og var 8. markahæsti maðurinn í deildinni, með þrem mörkum meira en okkar markahæsti maður, Steven Gerrard. Bellamy er 26 ára gamall Wales búi.

Að mínu mati eru þetta verulega góðar fréttir. Ég vildi miklu frekar sjá Bellamy hjá Liverpool en leikmenn einsog Defoe eða Bent. Helstu vandræði Bellamy voru undir stjórn Graeme Souness, en sá þjálfari gæti rifist við stein, þannig að það er ekki að marka það að mínu mati. Og 6 milljónir punda fyrir leikmann af þessum gæðaflokki á þessum aldri, sem hefur reynslu úr ensku deildinni, er frábært að mínu mati.


Echo halda því líka fram að Liverpool hafi hækkað tilboð sitt í Daniel Alves uppí 10 milljónir punda.

16 Comments

 1. Er Bellamy ekki með ónýtt hné, eða hné sem hefur verið að gefa sig. Mig minnir að ég hafi lesið einhvers staðar að maðurinn hafi farið í nokkrar aðgerðir vegna hnés.
  En ef hann er heill, þá líst mér vel á þetta, snöggur leikmaður sem nýtir færin 🙂

 2. Mér líst mjög vel á þetta ef hann verður stilltur! 🙂

  Enn betur líst mér á ef þetta það er satt sem ég var að lesa, að Liverpool sé talið líklegasta liðið til að fá Javier Saviola.

  http://football-forever.com/forum/showthread.php?p=108485#post108485

  Það væri alls ekki slæmt ef nýju andlitin sem við fengjum að sjá á Anfield næsta tímabil væru Gonzalez, Pauletta, Aurelio, Bellamy, Alves, Kuyt og Saviloa!

  Maður má alltaf láta sig dreyma! :tongue:

 3. Hannes, í fyrsta lagi er þetta ekki áræðanlegasta síðan auk þess sem þetta stendur þar:

  “Craig Bellamy is also believed to be wanted by Liverpool, and it now appears that Rafa Benitez will be focusing on landing either Bellamy or Saviola before the season starts in August.” 🙂

  En já ég yrði alveg mjög sáttur ef við fengjum alla hina!

 4. Þetta er betra en ekki neitt. Eins og Siggi kemur inná þá hefur Bellamy átt talsvert mikiið við meiðsli að stríða síðustu ár. Vonandi helst hann heill í vetur og verði síðan fyrsti leikmaður Liverpool á þremur tímabilum til að skora meira en 10 mörk í deildinni.

  Hvað er annars að frétta af sölumálum. Getur einhver frætt mig um það? Ég las að tilboð væri komið í Dudek það eru góðar féttir. EN hvað með Traore?, Kirkland?, Diao?, Le Tallec?, Bruno Cheyrou?, Mellor?, Potter?, Pongolle???

  Þessa leikmenn verðum við að selja.

  Krizzi

 5. Já Einar, það er rétt. Við Leiknismenn höfum verið í sambandi við Senegalann og ætlum að reyna að fá hann lánaðan í sumar með það fyrir augum að festa kaup á honum í janúarglugganum :tongue:

 6. Spauglaust erum við að tala um mestu meðalmenn í boltanum. Vill virkilega ekkert lið kaupa þessa leikmenn af okkur (fyrir utan Leikni).

  Kannski er þetta einmitt ástæða þess að Liverpool á engann pening. Þeir eru ennþá að borga upp gamlar skuldir eftir Houllier tímabilið.

  Ekki hafa leikmenn sem hann keypti skilað miklu í kassan við sölu.

  Krizzi

 7. Góðar fréttir, að mínu mati. Bellamy er sennilega svona helmingi ódýrari kostur en Jermain Defoe, og ég viðurkenni fúslega að ég vill hann frekar en Defoe, og miðað við verð verður hann að teljast töluvert betri kostur en Darren Bent líka.

  Spurningin er svo bara, hver kemur með honum til Liverpool? Ef kaupin okkar í sumar líta svona út …

  ódýr varamarkvörður, Gabriel Palletta, Fabio Aurelio, Mark Gonzalez, Daniel Alves, Craig Bellamy og Dirk Kuyt/David Villa

  … þá verð ég himinlifandi og bjartsýnn þegar ágústmánuður gengur í garð! Snilld!

 8. Craig Bellamy fékk frá almættinu rúman slatta af fótboltagetu sem líklegast hefur verið dregið af almennri skynsemi og almennum mannasiðum hjá kallinum því hann er þvílíkur fáviti að hið hálfa væri nóg. Kalla eins og Bellamy og Jermaine Pennant vil ég persónulega ekki sjá á Anfield öðruvísi en í klefa gestaliðsins eða uppi í stúku með áhorfendum. Óumdeildir knattspyrnuhæfileikar hjá þeim báðum en eiga það sameiginlegt að vera vitleysingar þess fyrir utan.

 9. Veistu hver er líka vandræðagemsi? Diego Maradona! Já, og Zlatan Ibrahimovitz og svo framvegis og framvegis.

  Ég treysti Rafa fullkomlega til að hafa stjórn á leikmönnum, þrátt fyrir að Graeme Souness hafi ekki tekist það. Við getum ekki útilokað leikmnn bara af því að þeir hafa rifist við fyrrverandi stjóra sína.

 10. Saviola, Saviola, Saviola, Saviola, Saviola, Saviola, Saviola, Saviola, Saviola, Saviola, Saviola, Saviola, Saviola, Saviola, Saviola, Saviola, Saviola, Saviola, Saviola, Saviola, Saviola, Saviola, Saviola, Saviola, Saviola, Saviola, Saviola, Saviola, Saviola, Saviola, Saviola, Saviola, Saviola, Saviola, Saviola, Saviola, Saviola, Saviola, Saviola, Saviola, Saviola, Saviola, Saviola, Saviola, Saviola,…… :biggrin2: :biggrin2: :biggrin2:

 11. Einar Örn sagði:

  “Við getum ekki útilokað leikmnn bara af því að þeir hafa rifist við fyrrverandi stjóra sína.”

  Það að ætla að útiloka leikmenn fyrir að hafa rifist við Graeme Souness er eins og að ætla að útiloka leikmenn sem spila í takkaskóm.

  Það væru einfaldlega ekki nógu margir leikmenn eftir í lið … :laugh:

 12. Ég veit nú ekki betur en Robbie Fowler hafi nú oftar en ekki verið að rífast við stjórana hjá Liverpool og ekki er mönnum illa við hann :smile:.

  Annars lýst mér vel á þetta miðað við peninginn sem færi í þessi kaup.

  Og að rífast við Graeme Souness er ekki mælikvarði á neitt.

Comment Preview

HM: Tvær umferðir búnar! (uppfært)