HM: Spánverjar í banastuði!

alonso_scores_spain.jpg Spánverjar gerðu sér lítið fyrir og rústuðu Úkraínu, 4-0, í opnunarleik riðils síns í dag. Þeir fóru einfaldlega á kostum frá fyrstu til síðustu mínútu og ef þeir geta haldið áfram þessari spilamennsku þykir mér ljóst að þeir koma sterklega til greina í þessari keppni. Í alvöru, þeir voru það góðir, sjáið bara lokamarkið þeirra þar sem þeir spiluðu sig upp í gegnum alla vörn Úkraínu og Fernando Torres skoraði frábært mark.

Fyrir okkur Liverpool-menn var þessi sigur Spánverja sérstaklega sætur. Í byrjunarliði Spánverja í dag voru tveir menn, **XABI ALONSO** og **LUIS GARCÍA**, og þeir voru meðal bestu manna í dag. Alonso gerði sér meira að segja lítið fyrir og skoraði fyrsta mark Spánverja, með skalla eftir hornspyrnu á 13. mínútu, og fagnaði ógurlega með García og Xavi, sem átti spyrnuna fyrir. Framherji Valencia, David Villa, skoraði svo tvö mörk í sitt hvorum hálfleiknum áður en Fernando Torres innsiglaði sigurinn undir lokin, og miðað við spilamennsku þessa framherjapars verður maður eiginlega að veðja á að annar þeirra verði markakóngur í sumar. Þeir eru einfaldlega sjóðheitir, báðir tveir.

Ég er bara alveg í skýjunum yfir þessu, það verður að segjast. Frábær leikur hjá Spánverjum og frábært hjá Xabi Alonso og Luis García! Pepe Reina var á bekknum allan leikinn, enda Iker Casillas aðalmarkvörður þeirra, en það var gaman að sjá að hann var fyrstur upp af bekknum og að hliðarlínunni fagnandi í *öllum* mörkunum. Þannig að okkar maður er eiginlega virkur þátttakandi í þessu öllu saman! 😉

Og fleiri góðar fréttir fyrir Púllara: Eldri Neville-systirin er tæp fyrir leik Englands á morgun, gegn Trínídad & Tóbagó, og ef hann verður ekki heill fyrir þann leik mun **JAMIE CARRAGHER** taka stöðu hans í vörninni. Því mun ég fagna, því ef það er einhver leikmaður í heiminum sem á skilið að fá að spila á HM í knattspyrnu, þótt það sé ekki nema einn leik, þá er það Carra Legend #23! 🙂

Seinna í dag spila Túnis – Saudi Arabía og Þýskaland – Pólland, en þar sem þetta verða sennilega tveir ójafnir leikir ákvað ég að fórna þeim og eyða deginum með frúnni. Hún á afmæli í dag og maður þarf að sinna skyldunni, þið vitið hvernig þetta er. 😉

2 Comments

  1. Ég missti af Spánarleiknum en náði þýska stálinu gegn Póllandi.

    Frábært að heyra með Xabi and Garcia og hver veit kannski mun Spánn loksins standa undir þeim væntingum sem gerðar eru til þeirra á stórmóti.

    Bíð spenntur eftir Englands leiknum á morgun og já vonandi verður Carragher í byrjunarliðinu (og hann mun skora) þið heyrðuð það fyrst hérna!

  2. Ég held með spánverjum í þessari keppni og hef staðið fast á þeirri skoðun að þeir verði meistarar! Þá getum við gleymt algjörlega Torres og Villa því þeir fá svona 250% hækkun á verðmiðann sem þýðir að Torres fer á rétt undir 100 milljónir og Villa á 49m :laugh:

Daniel Alvés biður um sölu!

HM: Ekvador!