Hamann hugsanlega til Bolton

hamann_to_wander.jpg Þetta eru ekki beint glænýjar fréttir, þar sem þetta hefur verið rætt á netmiðlunum frá því fyrir helgi, en nú hefur Dietmar Hamann sjálfur staðfest þær sögusagnir að hann sé við það að ganga til liðs við Bolton Wanderers á frjálsri sölu, sem geti hækkað í allt að 500 þúsund punda greiðslu ef hann spilar nógu mikið fyrir Bolton.

Samkvæmt hershöfðingjanum sjálfum er hann þó ekki enn búinn að gera upp við sig hvort hann ætli að taka tilboði Sam Allardyce eða vera áfram hjá Liverpool:

“I’m deciding what’s the best thing to do. My heart is with Liverpool, but obviously I have to consider everything I’ve been told and do what’s right. The decision to sell me has not entirely come as a shock to me, but deciding whether to go or not is very hard for me. I’ll be back in England later this week and that’s when I’ll decide whether to go to Bolton. They’re the only club which have shown any interest. It could still go either way, but now I’ve got to think carefully about what’s best for my future.”

Sem sagt, hann mun ræða við Sam Allardyce þegar hann kemur aftur til Englands í þessari viku og svo taka ákvörðun. Við vitum að Didi hefur heillast af Liverpool-borg og er mjög ráðsettur með fjölskyldu sinni þar (gárungarnir segja að hann sé meira að segja farinn að tala eins og Scouser) svo að það er erfið ákvörðun fyrir hann að yfirgefa Liverpool-liðið. Hvort hann hefur viljað enda ferilinn á Anfield og svo jafnvel færa sig yfir á Melwood í þjálfarastöðu er spurning, en það er allavega stór ákvörðun fyrir hann að fara.

Á móti kemur að Rafa hefur gert Hamann það ljóst að hann mun fá takmörkuð tækifæri með aðalliðinu á næstu leiktíð, þar sem Steven Gerrard færir sig aftur inn á miðja miðjuna og verður því framar honum í goggunarröðinni ásamt Xabi Alonso og Momo Sissoko (og hugsalega nýjum leikmanni?) … þá kemur það líka til að Bolton-liðið er ekki það langt frá Liverpool-borg. Það er ekkert svo langsótt að hann geti spilað fyrir þá án þess að róta allri fjölskyldunni upp frá Liverpool-borg.

Við sjáum hvað verður. Ef Didi ákveður að fara í vikunni mun ég kveðja hann með virktum – hann hefur verið hjá okkur í sex ár og unnið alla titla í boði nema tvo; Úrvalsdeildina og Heimsmeistarakeppni félagsliða. Hann hefur verið frábær þegn félagsins og á okkar virðingu skilda. En við skulum þó bíða með að kveðja hann þangað til það verður ljóst hvort hann fer eða ekki. Við ættum að fá lokasvar fyrir helgi frá manninum sjálfum.

Jæja, HM dagur 4 er að hefjast. Ástralir eiga fyrsta leik og Harry Kewell er á bekknum …

4 Comments

  1. … þar sem Gerrard færir sig aftur inn á miðja miðjuna??? Í alvöru er búið að gefa það út.

  2. Ég ætlaði líka að segja það að Guus Hiddink hefði ætlað að láta bæði Kewell og Cahill byrja á bekknum.

    Annars held ég að flestir eigi eftir að sakna Hamanns, klassa spilari sem stóð sig alltaf vel þegar hann kom inná eða var jafnvel í starting.

    Góður Allardyce, eða ekki. Var búinn að gefa það út í vor að hann ætlaði að breyta “stefnu” félagsins með því að skipta mönnum eins og Okocha út og fleiri eldri spilurum fyrir yngri og ferskari menn. Reynir síðan að fá Hamann núna.

HM í dag: Holland og Mexíkó

HM dagur 4: Socceroooooooooos!