Hamann til Bolton? (uppfært)

Nokkrar vefsíður hafa í dag haldið því fram að [Didi Hamann sé á leið til Bolton](http://liverpool.rivals.net/default.asp?sid=890&p=2&stid=8413318). Shanklygates slá þessu uppá síðunni sinni og hafa eftir heimildamanni að Rafa hafi gefið Hamann leyfi til að tala við Bolton um frjálsa sölu.

Rafa er að reyna að kaupa hægri kantmann, sem myndi þýða að Gerrard færði sig inná miðjuna þar sem fyrir eru Momo Sissoko og Xabi Alonso. Hamann er því fjórði maðurinn í röðinni og hann fékk lítið að spila á síðasta tímabili.

Ef þetta er rétt, þá er þetta skiljanleg ákvörðun hjá Hamann, en engu að síður sorgleg fyrir Liverpool. Já, Hamann spilaði lítið fyrir Liverpool á síðasta tímabili, en hann hefur einstakt lag á að koma inn og byrja að stjórna leikjum og róa leikmenn niður. Hans verður sárt saknað, sérstaklega í Evrópuleikjum. Sjáum hvað gerist.


**Uppfært (EÖE):** Chris Bascombe [hjá Echo](http://icliverpool.icnetwork.co.uk/0500liverpoolfc/0100news/tm_objectid=17204992%26method=full%26siteid=50061%26headline=hamann%2dpoised%2dfor%2dbolton%2dswitch-name_page.html) segir að allt sé í rau klárt með að Didi fari til Bolton en að hann ætli að hugsa málið yfir helgina.

Einnig: Sevilla hafa hafnað boði Liverpool í [Alves](http://home.skysports.com/list.asp?HLID=393587&CPID=23&title=Sevilla+reject+Reds).

5 Comments

  1. Ég vil alls ekki að Didi fari. Hann nýttist okkur mjög vel í vetur í þeim leikjum sem hann spilaði og þannig væri það líka næsta vetur.

  2. Það verður hálffúlt að sjá á eftir Didi yfir til Bolton, þar sem hann mun örugglega falla beint inn í aukaspyrnutaktíkina hans Sam Allardyce, en ef Rafa er reiðubúinn að leyfa honum að fara þá hlýtur það að vera af góðum ástæðum. Spurning hvort þessi Zapater sé að koma í stað Hamann?

    Annars, tæpir tveir tímar í **HM Í KNATTSPYRNU** … :biggrin:

  3. Ég vona innilega að Hamann neiti Bolton og klári ferilinn hjá LFC sem “role” leikmaður. Á hann er alltaf hægt að treysta og hefur hann alltaf skilað solid leik og brugðist ….tjah…ég man ekki eftir leik sem hann hefur verið drulluslappur.

  4. Þótt Hamann hafi dottið niður goggunarröðina er hann gríðarlega öflugur leikmaður. Það er alger lúxus að vera með mann á bekknum sem kemur ekki bara til mað að leysa einhvern af hólmi heldur getur verið betri en sá sem var fyrir og gjörbreytt gangi leikja.

    Svo ekki sé minnst á hans þátt í stærstu sigrum okkar á undanförnum árum.

    ERUM VIÐ EKKI BÚNIR AÐ LOSA OKKUR VIÐ NÓG AF LEIKMÖNNUM.

    Ekkert rugl – höldum Hamann

Crouchy

Ókeypis miði á HM!!!