Rafa um Cissé (uppfært: nóvember)!

**Uppfært (KAR):** Rétt í þessu var að birtast opinber frétt þar sem yfirlæknir Liverpool FC segir að aðgerðin hafi tekist fullkomlega, brot Cissé sé ekki jafn alvarlegt í þetta skiptið og síðast, og að hann búist við að Cissé geti farið að spila knattspyrnu aftur í **nóvember!** Það eru vissulega frábærar fréttir ef rétt reynist, því þá nýtist hann okkur lengur en menn óttuðust fyrst í gærkvöldi og að ef Rafa vill enn selja hann gæti verið möguleiki á því í janúar. Hvað sem verður með það þá eru þetta góðar fréttir!


Jæja, það er fimmtudagur og Djibril Cissé liggur sennilega á sjúkrahúsinu í St Etienne að jafna sig eftir aðgerð. Get ekki ímyndað mér hvernig honum líður í dag, en hann á samúð mína alla. Rafael Benítez tjáði sig í samtali við Chris Bascombe hjá Liverpool Echo í morgun, en í grein Bascombe segir m.a. þetta:

1. Cissé verður væntanlega frá a.m.k. fram að jólum.
2. Til að setja ekki allar sínar áætlanir um sumarkaup úr skorðum gæti Rafa nú þurft að íhuga að selja aðra leikmenn, til að fá þessar átta milljónir punda sem hann hefði fengið frá sölu Cissé.
3. Daniel Alvés og Dirk Kuyt eru efstir á óskalista Rafa, og svo ef peningurinn leyfir þá líka annan framherja til, líklega Darren Bent eða Craig Bellamy.

Ef hann hefur einhverjar heimildir fyrir þessu er þetta talsvert afhjúpandi grein. Kuyt, Alvés og Defoe? Gæti alveg sætt mig við það. En auðvitað setur þessi sorgaratburður Cissé allt úr skorðum, og nú er alls ekkert víst að við getum keypt þessa leikmenn. Sem vekur upp aðra spurningu í mínum huga; á klúbburinn ekki krónu fyrir rassgatið á sér? Ef við verðum að selja leikmenn til að geta keypt fyrir einhverjar 10-15m punda er klúbburinn ekki nærri því eins ríkur og hann vill vera láta.

En allavega, Rafa tjáir sig um atvik gærkvöldsins:

>”There are two issues here.

>Firstly, from the players point of view I’m really sorry for Djibril. That’s important. It’s really unfortunate for him. But it’s true it’s now impossible for him to be sold.

>We were expecting to sell him to Marseille or Lyon and planned using the money for other players. We were talking to both clubs. Now we won’t have this money. We won’t expect him to play again until November or December.”

Rafa tjáir sig einnig um framtíðarhorfur Cissé hjá Liverpool og þá staðreynd að Cissé átti að vera seldur í sumar:

>”It was a professional decision and we were honest with Djibril. There will be no problem when he comes back.”

Með öðrum orðum: hvaða áhrif sem meiðsli Cissé hafa á kaup og sölur í sumar þá er það ljóst að hann er ennþá Liverpool-leikmaður og verður það á næsta tímabili. Og þegar hann jafnar sig af meiðslunum fær hann sömu tækifæri og aðrir á að vinna sér inn sæti í liði Rafa Benítez, sem er kannski harður húsbóndi en engu að síður sanngjarn. Cissé getur vonandi huggað sig við þessi orð stjórans.

Annars lítið í fréttum hjá okkar mönnum í dag. Steven Gerrard er ekki viss hvort hann verði orðinn heill fyrir leikinn gegn Paragvæ á laugardag, og franski landsliðsþjálfarinn Raymond Domenech hefur kallað á Sydney Govou, framherja Lyon, í landsliðshópinn í stað Cissé. Það þykir óvænt val, því almennt var talið að annaðhvort Nicolas Anelka eða Ludovic Giuly fengju kallið.

10 Comments

  1. Þarna er hvergi minnst á hægri kantmann nema þá að Daniel Alves eigi að verða keyptur til að leysa kantstöðuna. Það er ljóst að ef við þurfum að reiða okkur svona mikið á söluna á Cissé getum við strax lagt saman 2 og 2 og fengið út 4.
    Það er ljóst að í vændum er annað sumar þar sem leikmannakaup verða ekki kláruð og liðið verður því ekki tilbúið í að gera alvöru atlögu að 1.sætiun næsta tímabil. Það er einnig ljóst að upp koma spurningar hjá manni varðandi þennan blessaða leikvang sem í bígerð er. Hann virðist hækka með hverri mínútunni um tugi ef ekki hundruði milljóna sem vekur upp undrun mína. Það er alveg klárt að þessir 20-30 þúsund manns sem Scums eru að fá inná völlinn umfram okkur á hverjum heimaleik kostar okkur hrikalega mikinn pening.
    Við höfum breytt um búningaframleiðendur og erum sennilegast að fara að dömpa Carlsberg af búningunum sem og í er hægt að selja nafn nýja leikvangsins til hæstbjóðanda þannig að fjandinn hafi það…..HVERT FARA ALLIR PENINGARNIR?? Klúbburinn er í topp 10 á hverju ári í heiminum (jafnvel topp 5) hvað vinsældir varðar og samt er aldrei til neinn peningur til neins. Nei…..ég bara vara ð velta þessu fyrir mér….

  2. ….en þrátt fyrir svartsýnisbölið í mér stend ég við bakið á Rafa! Nú er spurning að hann opni FM2006 leikinn og pikki út leikmenn sem verða samningslausir í sumar! :laugh:

  3. Ég tek undir orð nafna míns og spyr líka : ” Á klúbburinn ekki krónu fyrir rassgatið á sér???? Ef við verðum að selja leikmenn til að geta keypt fyrir einhverjar 10-15m punda er klúbburinn ekki nærri því eins ríkur og hann vill vera láta “.

    Hvernig stendur á þessu, vorum við ekki að vinna meistaradeildina á síðasta ári, keppni sem gefur liðum mestan pening í kassan. Síðan á þessu tímabili förum við í 16 liða úrslit meistd. og vinnum bikarinn + 3 sætið í deildinni. Sá einhverstaðar að Liverpool væri 2 eða 3 tekjuhæsta enska lið á þessu tímabili. Gleymdi líka heimsmeistarakeppni félagsliða þar kom inn einhver peningur.

    Hvar er allur þessi peningur???????????????????

    Hvernig stendur á því að lið eins og Tottenham og Newcastle geta eitt 15-20+ millj punda í leikmenn á ári án þess að hafa spilað í meistaradeildinni. Munið að það er sú keppni í dag sem gefur félagsliðum mestan pening í kassan, eins og ég sagði áðan.

    Hvernig auglýsingasamning gerðu Liverpool síðasta við Carlsberg? Hversu háar peningagreiðslur eru þeir að fá frá þeim á ári??

    Ég spyr því manu, arsenal, tottenham, ch$$$$$$ eru öll nýlega búinn að gera stóra auglýsingasamninga sem færir þeim um 10 millj punda eða meira (til leikmannakaupa) á ári. Er ekki eðlilegt að Liverpool sé að fá eins greiðslur fyrir auglýsingu á einum þekktasta búningi í heimi.

    Er kannski að koma á daginn að Liverpool er ílla rekið félag??

    Að selja leikmenn ætti nú ekki að vera vandamál fyrir LFC, því nóg er af meðalmönnum í hópnum. Tek nokkra sem dæmi:

    Chris Kirkland, Jerzy Dudek, Djimi Traore, Zak Whitbread, Salif Alassane Diao, Darren Potter, Anthony Le Tallec, Neil Mellor, David Raven, Bruno Cheyrou.

    Þetta eru allt leikmenn sem enginn saknar. Ég get lofað ykkur því að liðið er ekki veikara án þessara leikmanna. Ég tel þarna upp 10 leikmenn, það hlýtur að vera hægt að ná út úr þeim 10+ millj punda.

    Krizzi

  4. En afhverju ekki bara að kaupa RVN fyrir 15 milljón pund? ..það held ég að myndi alveg skila sér! hafa Crouch og RVN saman frammi… held að það yrði topp framherjapar!

  5. Skemtilega orðað hjá þér Kristján Atli.

    Ég vil líka taka undir orð þín um að Rafa eigi pottþétt eftir að gefa Cisse séns aftur.

    Það er það sem mér finnst það besta við hann sem þjálfara að það er ekki hægt að segja að menn fái ekki sinn séns hjá honum. Þið munið nú hvernig fór fyrir Babbel, Diomed og Ferrer svo fáeinir séu nefndir. Menn sem fengu aldrei aftur séns eftir erfið meiðsli.

    Ég tek svo undir með Eikafr. og Krizza að það stefnir í enn eitt svekkelsis sumarið. Næsti mánuður fer í HM – lang flest lið vildu klára leikmannamál fyrir þann tíma – og eftir HM nokkrar vikur í mót.

    Svakalega vona ég að það fari eitthvað að detta inn.

    Áfram Liverpool!

  6. Strákar, peningaleysið er vegna þess að Liverpool er að byggja glænýjan leikvang á allra næstu árum = Stanley Park.
    Þangað fara peningarnir.

    Skammastu þín síðan Grétar fyrir að stinga uppá RVN sem framherjakaup til Liverpool! Þetta er úr sér gengin leiðindakarakter og kemur auk þess frá liði sem er fyrir neðan virðingu Liverpool að eiga í viðskiptum við.

    Ég er viss um að Benitez er að vinna í þessu 20 tíma á sólarhring að finna nógu góða leikmenn fyrir Liverpool. Birmingham, Sevilla o.fl. lið halda að þau geti kríað útúr okkur 1-2m í viðbót á hvern leikmann en við verðum bara að vera þolinmóðir og treysta á dómgreind Rafa. Við verðum komnir með svakalegt meistaralið í haust eða í síðasta lagi í janúarglugganum fyrst Cisse meiddist. Það er ég viss um, svo er bara spurning hvort við verðum Englandsmeistarar næsta ár eða þar á eftir.

  7. Vonandi nær Cisse greyið sér á strik og annað hvort sannfærir Rafa (og mig) um ágæti sitt og verður lykilmaður hjá Liverpoool eða verður seldur í janúar/næsta sumar og við fáum eitthvað uppí kaupverðið á honum (14 millj. punda).

  8. hvernig geturu sagt að hann sé fyrir neðan okkar virðingu! maður sem skorar allaf 20-30 mörk á tímabili og mér er alveg sama hvaðan þeir koma!! ..það yrði bara frábært að taka hann frá Man Utd! þvi að maður veit alveg að þessi maður getur skorað mörk og það er einmitt það sem okkur vantar! og afhverju segiru hann vera leiðindakarakter?? þekkiru hann eithvað persónulega? ..held bara að 15 milljón pund myndi alveg skila sér.. þvi hann er maður sem skorar mörk!! en þetta var nú bara uppástunga.. held bara að Crouch og RVN yrðu mjög gott framherjapar!! Aðeins að horfa á eithvað annað en úr hvaða liði hann kemur.. þetta er leikmaður ekki lið!!

  9. það er fáránlegt að láta sér detta það í hug að halda að það séu meira en 0% líkur að leikmaður fari frá ManUtd til Liverpool og öfugt. Vissulega er RVN góður leikmaður sem hefur staðið sig vel en hann fer ekki í annað enskt lið. Hef ekki hugmynd um hvern ég vil fá í framherjastöðuna. Hef aldrei séð Kuyt og menn eins og Adriano og Ronaldo eru að mínu mati of ólíklegir til að koma að mínu mati

CISSÉ FÓTBROTINN AFTUR (uppfært)!

Alberto Zapater?