Traore á leið burtu en ekki Morientes?

Willie McKay, umboðsmaður Djimi Traore, segir að Liverpool hafi sagt við hann að finna [nýtt félag fyrir umbjóðanda sinn.](http://home.skysports.com/list.asp?hlid=389420&CPID=8&clid=14&lid=2&title=Traore+eyes+Reds+exit). Nokkur lið hafa víst sýnt drengnum áhuga þ.m.t. Man City.
Benitez’s plans.

“I have been told to try and find Djimi a new club. Djimi is keen to move to a club where he will be playing regularly and I am speaking to several clubs about him…”

Hvað fáum við fyrir varnarmanninn mistæka? 2-3 millj. punda?


Og skv. umboðsmanni Morientes þá er það eingöngu orðrómur sem fjölmiðlar hafa blásið upp að [Morientes vilji fara frá Liverpool.](http://news.bbc.co.uk/sport2/hi/football/teams/l/liverpool/5008562.stm)

“These are only rumours made up by the press. There’s nothing real – the only thing that is certain is Morientes has two years left on his contract with Liverpool.”

Ég er ekki sannfærður, ég er 99% öruggur um að Morientes fari í sumar. Ég las einhverstaðar að Liverpool vilji fá 3 millj. punda fyrir Spánverjann.

Ein athugasemd

  1. Ég held að það sé öllum fyrir bestu að Morientes finni sér nýtt félag í sumar. Hann hefur bara alls ekki verið að finna sig á Englandi og virðist, ef eitthvað er að marka það sem blöðin segja, ekki hafa trú á þessu lengur.

Hvaða leikmenn koma og hvernig mun liðið líta út?

Kuyt vill koma til Englands!