Ballack og Chelsea-miðjan “ógurlega” …

**Ath.: Já, þetta er enn eitt Chelsea-kvabbið. Og ég neita að biðjast afsökunar á því.** 😉

Það hefur sennilega ekki farið framhjá neinum að Chelsea kynntu nýjan miðjumann á blaðamannafundi í gær. Sá heitir **Michael Ballack** og er fyrirliði þýska landsliðsins og fyrrverandi leikmaður Bayer Leverkusen og síðar Bayern München. Hann er 29 ára gamall og gengur til liðs við Englandsmeistarana á frjálsri sölu, sem verða að teljast mögnuð viðskipti hjá Lundúnaliðinu. Fyrir vikið eru fjölmiðlar mjög uppteknir við vangaveltur varðandi það *hvar* á Chelsea-miðjunni Ballack muni spila, og með hverjum.

Og jújú, ég meina, Ballack er frábær leikmaður og á eftir að gera enska boltann enn litríkari og skemmtilegri. En eru menn ekki að gera aðeins of mikið úr þessu? Þetta er jú bara einn leikmaður, og það er ekki eins og þeir verði *algjörlega ósigrandi* með tilkomu Ballacks, þótt sumir fjölmiðlungar virðist halda það.

Af hverju eru ekki skrifaðar svona greinar um okkar miðju? Hmmm? Jú ég veit að slíkar spurningar hljóma eins og óttaleg öfundsýki af minni hálfu, og það er eflaust rétt að einhverju leyti, en ég er fyrst og fremst að velta þessu fyrir mér vegna þess að mér þykir menn vera að gera einum of mikið úr þessum “kaupum” hjá Chelsea.

Tökum smá samanburð:

**Chelsea:** Makelele, Lampard, Ballack, Essien, Eiður Smári, Maniche.

**Liverpool:** Sissoko, Gerrard, Alonso, Hamann, Kewell.

Fyrir utan það að þeir hafa (eðlilega) meiri breidd en við, sem er lykilástæða fyrir því að þeir geta haldið uppi sama spilastaðli mánuð eftir mánuð yfir allt tímabilið, þá finnst mér ekki vera mikill gæðamunur á þessum miðjum.

Hvað finnst mönnum? Er þetta bara kvabb í mér? Eru Chelsea ósigrandi með Ballack, og hugsanlega Schevchenko, innanborðs, eða á Sissoko eftir að taka þýska fyrirliðann og snýta honum á næsta tímabili?

10 Comments

 1. Eigum við ekki að sjá hvaða aðrir leikmenn komi til með að ganga til liðs við þá þarna í $$$$$, áður en við förum að velta of mikið fyrir okkur hvernig þetta og hitt verður……..!

  Það hefur margsannað sig að menn þurfa nokkurn tíma til að venjast hraða og tæklingunum í enska boltanum og ég held að það verði sama upp á teningnum hjá Ballack (þótt að maðurinn sé drullugóður)…… :rolleyes:

 2. Ha? Er Ballack að fara til Chelsea? 🙂

  Ef við gefum okkur að í þeirra besta liði sé miðjan: Lampard, Makalele, Ballack

  og í okkar liði Alonso, Sissoko, Gerrard.

  Þá held ég að okkar miðja sé betri. Myndi einhver í dag t.d. skipta á Makalele og Sissoko? Ég held að á næsta tímabili muni Momo fara framúr Makalele að getu.

  Ég hef meiri áhyggjur af því hvaða framherja þeir kaupa.

  Ballack er auðvitað frábær leikmaður og að mínu mati betri en Lampard. En Gerrard er hins vegar betri en þeir báðir. Ég held líka að ef að Chelsea stilla upp þessum þremur, þá séu Lampard og Ballack hugsanlega of líkir.

  Við höfum hins vegar þrjá leikmenn, sem eru gríðarlega ólíkir. Einn, sem dreifir spilinu, einn sem berst einsog brjálæðingur og stoppar sóknir, og einn sem sækir.

 3. Miðjan í Miðjunni er nokkuð jöfn,,, En kantarnir eru mikið betri hjá Chelsea sem gerir þeirra miðju betri.

  En varðandi Sissoko og Makalele.
  Þá myndi ég ekki vilja skifta í dag. Þegar Sissoko bætir sendingarnar hjá sér þá verður hann Miklu betri.

 4. Ég skil “kvabbið” og tek undir það að vissu leyti, en ég verð að vera sammála Einari, því mér finnst miðjan í miðjunni okkar vera betri. Ef við fengjum góðan kantmann, þá erum við komnir með glimrandi miðju sem auðveldlega stenst samanburð við lið eins Chelsea. Tek samt ekki undir það að Ballack sé betri en Lampard. Og það hefur margsýnt sig að það þarf miklu meira en tíma og stór nöfn til að púsla góðu liði saman. Það þarf skilning og getu til samspils, þ.e. munu þessir aðilar ná að spila vel saman??

  Ég hef engar áhyggjur og býð Ballack velkominn í enska boltann, en þegar hann mætir okkar mönnum … þá fær hann að kynnast góðri miðju!

 5. Sammála þér Kristján.

  Það kom fram athyglisverð tölfræði í fyrra sem sýndi að B. Munchen gekk betur þegar Ballack var meiddur…

  Hvað um það þá virðist allt stefna í að Chelsea ætli í Real Madrid fíling og er það vel. Vonandi kaupa þeir alla þær stjörnur sem þeir geta fengið og þeir ná ekki að vinna sem lið.

  Síðan munu önnur lið (líklega ekki við) njóta góðs af því þegar þessir leikmenn fara ódýrt burtu frá Chelsea.

 6. Sælir félagar…
  Jæja þá er maður loks fluttur heim á klakann 🙂 En þessi síða hefur bjargað mér úti enda frábær síða..

  Ég hef engar áhyggjur af LIVERPOOL á næsta tímabili .. Rafa er frábær þjálfari og kann að velja menn , það er að segja menn sem hugsa um að bæta sig , spila og vera partur af LIVERPOOL . Enga seðlagæja takk fyrir…

  Maður sér hvað SG er sáttur að hafa tekið þá ákvörðun að vera hjá okkur , það skín af honum gleðin . Og ég get lofaði ykkur því að Agger á eftir að brillera fyrir okkur á næstu leiktíð ,, hef séð hann spila og fylgst mikið með honum ..

  Okkar miðja er betri og á bara eftir að fara uppá við þar sem Sissoko er ungur og náði í rosalega reynslu á síðasta tímabili.

  Gott sumar og góða HM veislu..

 7. Ég er eiginlega að vona að koma Ballack sé skref í því að veikja móralinn hjá Chelsea þannig að þeir endi eins og Real Madrid er nú.
  Einnig verða þeir líklega að breyta leikkerfinu pínu til að koma bæði Lampard og Ballack fyrir í liðinu og verða þannig líklega sókndjarfari. Það sást vel í undanúrslitum FA-cup gegn Liverpool að fari Chelsea út fyrir sitt venjulega leikkerfi koma ýmsir veikleikar í ljós.
  Þeirra 4-3-3 kerfi með Makelele fyrir framan vörnina er það sem þeir eru fastvanir og það sem færir þeim stöðugleika og virðist henta til að vinna Englandsmeistaratitilinn. Vonandi halda þeir núna eftir taprimmuna gegn Barcelona að þeir þurfi að temja sér sókndjarfari uppstillingu til að vinna Champions League og breyti sínum leik einnig á Englandi til samsvörunar.
  Þá er vonandi viðbúið að hinum toppliðunum gangi betur í innbyrðisleikjunum gegn þeim og hirði titilinn.

  Ef Liverpool fær alvöru vinstri bakvörð, hægri miðjumann og +20 marka framherja ásamt því að auka breiddina lítillega tel ég Liverpool fyllilega samkeppnishæft við Chelsea, sama hvaða leikmenn þeir kaupi í viðbót.

 8. >Ef Liverpool fær alvöru vinstri bakvörð, hægri miðjumann og +20 marka framherja ásamt því að auka breiddina lítillega

  Aurelio, Joaquin og Kuyt.

  Breiddin aukin með Agger, Paletta og Gonzales. Málið dautt 🙂

 9. Ballack er að mínu mati einhver mesti fylgjandinn í boltanum í dag. Þegar hann var hjá Leverkusern náði hann þeim ?árangri? að vera í 2. sæti í deildinni, Meistaradeildinni og bikarkeppninni allt á sama tímabili!
  Eftir það tímabil fór hann til Bayern og átti að taka við hlutverki sjálfs Stefan Effenberg. Effenberg hafði verið með liðinu í fjögur ár (í seinna skiptið) en hann lék þó lítið sem ekkert á því 4ða sökum meiðsla. Það tók svo sannarlega á liðið því það var eina árið í tíð Effe þar sem liðið vann ekki einn einasta titil. Þrjú fyrstu árin voru vægast sagt árangursrík. 3 deildartitlar, 1 bikarmeistaratitill og liðið fór tvívegis í úrslit Meistaradeildarinnar.
  Í fyrra skiptið tapaði það grátlega gegn Man Utd. en í seinna skiptið þá sáu Effenberg og vinur hans Kahn um að það myndi ekki gerast aftur og liðið vann Valencia. Liðið náði loksins aftur þeir hæðum sem menn eins og Keisarinn náðu á sínum tíma. Það ár sem Bayern vann meistaradeildina unnu þeir m.a. Man U. sannfærandi í tveimur leikjum í leið sinni að sigrinum.

  Ballack kemur svo til Bayern og átti að taka við sem ?leiðtoginn? á miðjunni, hann átti að vera sá sem lét hlutina ganga. Með Ballack sem kónginn á miðjunni hefur Bayern nánast engu áorkað og eins og Aggi benti á þá var árangur Bayern til að mynda betri er hann lék ekki með liðinu! Bayern hefur með Ballack innanboðrs aldrei náð neinum árangri utan Þýskalands og meira að segja verið í basli heima fyrir. Í Meistaradeildinni er árangur Bayern með Ballack skammarlegur af stórliði að vera.
  Liðið hefur aldrei komist lengra en 8-liða úrslit en þangað hafa þeir einungis komist einu sinni á þeim fjórum árum sem Ballach hefur verið þarna sem “leiðtogi”. Tvisvar hefur Bayern verið slegið út í 16-liða úrslitunum en það sem verra er að eitt árið komst Bayern München ekki einu sinni upp úr riðli sínum.
  Hvers konar árangur er þetta?

  Þetta er maðurinn sem á að leiða Chelsea til mikilleika! Fyrirgefið! Þarf maður ekki að vera sigurvegari til að stýra liðum til sigurs? Ballack hefur sannað það allan sinn titil að hann er ekki sigurvegari og leiðtogi heldur algjör fylgjandi. Hans gjörðir, spilamennska og árangur sanna það.

  Ég hef aldrei skilið það lof sem hann fær alltaf og alltaf segir fólk hann svona frábæran. Þetta er gæi sem lítur vel út á velli en nær engum áragri, hefur aldrei gert (mér finnst það til að mynda eðlilegt að Bayern verði þýskur meistari) og mun aldrei gera. Sannið til, þetta er það besta (fyrir mig sem LFC mann) sem gat gerst fyrir Chelsea. Hann gat ekki stýrt Bayern til sigurs og mun ekki gera það með Chelsea.

Íbúð

Jose vill Simao