Smá tölfræði yfir tímabilið

Það er nú hægt að taka saman miklu meiri tölfræði, en þetta er svona fyrsti liðurinn í því að gera tímabilið upp…

EÚ – Enska úrvalsdeildin
FA – FA bikarinn
DB – Deildabikarinn
EK – Evrópukeppnin
AÐ – Annað
ST – Samtals

14 Comments

  1. Þetta er gott Gerrard stendur alltaf fyrir sínu, en Liverpool þarð striker sem Skorar 20 mörk eða meira og ég vona líka að Benni haldi Cissé áfram hjá liðinu því það bara gott. En áfram Liverpool og við komum bara sterkari til næsta tímabils, og svo er það bara leikurinn á næsta Lau. sem skiptir öllu

  2. Er Crouch ekki kominn með 13 mörk, Fowler 5 og við allt í allt búnir að skora yfir 100 mörk? 😉

  3. Það þyrfti kannski að senda Hjalta aftur í STÆ102 ???

    Crouch er með 13, Cisse 18 og Fowler 5

  4. Þessi tölfræði ætti að vera svolítið kjaftstopp fyrir þá sem hafa gagnrýnt Cisse kallinn í vetur !

    Maðurinn er næst markahæsti Liverpool manna !

    Takk fyrir tímabilið í ensku úrvalsdeildinni !

    Svo er það bara bikarinn heim, um næstu helgi…… 🙂

  5. Það verður að segjast eins og er að markaskorun Cissé og Crouch er í samræmi við mínar væntingar fyrir leiktíðina.

    Vel gert hjá Cissé að skora 18 mörk þar sem hann hefur nú sjaldnast fengið að leika í framlínunni.

    Ég átti von á því að Crouch væri 10-15 marka maður og sú hefur orðið raunin.

  6. Ahhhhhhhhhh…. ég tók þetta nú beint af BBC í dag, en þar á greinilega eftir að uppfæra mörk dagsins í Samtals…

  7. Já ég vona að Cisse verði áfram í herbúðum okkar. Þetta snýst jú allt um fótbolta og hann er að skila sínu þar að mínu mati. Mér er alveg sama um einkalíf hans.

    Hefði viljað sjá mun fleiri mörk hjá Morientes, Kewell á líka að skila fleirum. Annars alveg sáttur nema eitt enn, vantar nokkur mörk frá hægri bakverði…

    En hvernig lýst mönnum á að athuga með kaup á Klaas-Jan Huntelaar frá Ajax? Hef verið að fylgjast með þessum strák nokkuð lengi og lýst rosalega vel á hann. Kórónaði frábært tímabil sitt í kvöld með tveimur mörkum í 2-1 sigri Ajax á gamla félagi Klaas-Jan Huntelaar, PSV. Svo spilaði hann 35 leiki í hollensku deildinni með Heerenveen og Ajax í vetur og skoraði 35 mörk, á 13 leiki í UEFA cup með Heerenveen og 6 mörk. Verður 24 ára í ágúst. Hafiði áhuga?

  8. Takk fyrir þetta yfirlit Hjalti – gaman að sjá þetta svona upp sett. En með 20 marka framherja þá væri ég að meina 20 mörk í deildinni og allt hitt væri bónus. Mér finnst að framherjarnir okkar hafi ekki skorað nóg í vetur, og sennilega er Fowler með besta hlutfallið (mínútur spilaðar og skoruð mörk), er það ekki? Það segir ansi mikið.

    Fáum einn pottþéttan markaskorara – þá yrði ég sáttur. Leikmannakaupin mega ekki bregðast!

  9. Hvernig endaði veðmálið milli umsjónarmanna síðunnar varðandi markaskorun Milan Baros? Skoraði Baros ekki jafn mikið í deildinni og Crouch? Um hvað nákvæmlega var aftur veðjað?

  10. Já ég væri sko til í Klass-Jan Huntelaar þar er greinilega á ferðinni markaskorari af guðs náð! Ég var reindar að lesa inná e-h slúður síðu að hann væri einmitt orðaður við okkur, arsenal og spurs. Þar stendur samt að hann sé 22 ára og hafi skorða 43 mörk í öllum kepnum í vetur og það hefur víst ekki gerst í mörg á í hollandi! Hann kostaði Ajax 6 milljónir punda í jan. Hald að hann væi góður kostur fyrir okkur:)

  11. Gaman að sjá svona tölfræði.

    Glæsilegt tímabil hjá Gerrard, vonandi nær hann að bæta við þetta á laugardaginn. Og á næsta tímabili þá nái hann þessum 25 mörkum sem voru takmarkið hjá honum og Benites fyrir þetta tímabil.

    Samt er nú mikið áhyggjuefni að við erum að klára tímabil númer TVÖ án þess að sóknarmaður hjá Liverpool nái að skora yfir 10 mörk í deildinni. Við verðum seint meistarar með þannig sóknarlínu.

    Hvaða leikur/leikir er annað??? Sé að Gerrard er með 1 mark þar og Crouch 2.

    Kv
    Krizzi

  12. Þetta annað er væntanlega HM félagsliða sem var í Japan í desember, skoraði ekki Crouch 2 mörk gegn þessu liði frá Costa Rica ef ég man rétt en hvernig er með Super Cup, er það inni með Evrópuleikjunum?

Portsmouth 1-3 Liverpool

Sumarskap