Liðið gegn West Ham í kvöld!

Jæja, liðið er komið og Rafa stóð við þau orð að hann myndi hvíla menn. Hann gerir alls **átta** breytingar í dag, en þar á meðal eru þau tíðindi að þeir Steven Gerrard, Peter Crouch og Harry Kewell eru ekki einu sinni í hóp:

Dudek

Finnan – Carragher – Traoré – Warnock

Kromkamp – Sissoko – Hamann – Cissé

Fowler – Morientes

**BEKKUR:** Reina, Hyypiä, Alonso, García, Riise.

Warnock og Traoré saman í vörninni? The Dude í markinu? Enginn Gerrard og enginn Alonso?

Það er nákvæmlega *engin* pressa á okkar mönnum í þessum leik. Njótum þess bara að horfa á slíkan leik, þó ekki sé nema einu sinni. Þetta verður annað hvort skyldusigur, 0-1 þökk sé Fowler, eða þá eitthvað í líkingu við stjörnuhrap. Við gætum vel tapað þessum leik *illa* með þetta byrjunarlið. En við sjáum til.

6 Comments

  1. þetta er nú eitthvað það rosalegasta lið sem ég hef séð samankomið á velli!

    svei mér þá ef barca-milan fær ekki að njóta forgangs í þetta eina skiptið…

  2. nei Liverpool hefur alltaf forgang sama hvað annað er í gangi, en annars tók ég lengju og setti X svo ég er sáttur með jafntefli 🙂

  3. Af hverju er Dudek í markinu? Ég hefði haldið að markvörður þyrfti ekki hvíld í fótbolta. En samt guð minn almáttugur með þetta byrjunarlið. Jæja þetta verður áhugavert 🙂

  4. VEIIIIII… Ég er gestur nr. milljón (1.000.000)… Í tilefni af því mun Liverpool vinna í kvöld, 1-2 og Kromkamp skorar sigurmarkið…

    :laugh: :laugh: :laugh:

  5. Til hamingju, GK 🙂

    Við ákváðum að uppfylla ósk þína. Verst með Kromkamp – það var til of mikils ætlast.

  6. Já, sorry… ég er sáttur með að þið létuð Cissé skora tvö…

    :tongue:

West Ham á morgun!

West Ham 1 – Liverpool 2