Gerrard útnefndur leikmaður ársins!!!

gerrard_fa_playeryear.jpg

Opinbera Liverpool-síðan segir frá því að í kvöld hafi fyrirliðinn *okkar*, Steven Gerrard, verið útnefndur leikmaður ársins af öðrum leikmönnum ensku Úrvalsdeildarinnar!!!

Ég verð að viðurkenna að þegar við ræddum útnefningarnar hér fyrir um tveimur vikum, þá sagði ég mönnum að mér þætti Wayne Rooney líklegastur þar sem hann væri búinn að vera bestur í vetur. Ég tók Gerrard einfaldlega ekki með í dæmið, þótt hann væri útnefndur, bæði af því að ég er Púllari og því ekki beint hlutlaus þegar hann er annars vegar og líka vegna þess að ég ofmat kannski hatur Lundúna-fjölmiðlanna á honum. En auðvitað eru það ekki fjölmiðlungar sem kusu heldur aðrir leikmenn og þeirra niðurstaða var einróma: **STEVEN GERRARD ER BESTUR Á ENGLANDI!**

Auðvitað er hann það … við höfum vitað þetta í mörg ár, það var bara kominn tími á að aðrir áttuðu sig á þessu! 🙂

8 Comments

  1. Mjög ánægulegt!!! Miðjumenn okkar geta borið sig saman við þann besta. Sýnir okkur enn og aftur hvað hræðilegt hefði verið að missa hann til London síðast liðið sumar!!!

  2. Kom skemmtilega á óvart. Ég bjóst við tvennu hjá Rooney en ekki leiðinlegt að stela frá scummers 🙂

  3. Alltaf skemmtilegar þessar samsæriskenningar ykkar um að fjölmiðlar í London hati Liverpool og Gerrard.

  4. Frábært, líklega mjótt á munum, maður vissi ekkert hver myndi taka þetta enda allir sem voru tilnemdir líklegir, fyrir utan Lampard fynnst mér. Hinir eru bara búnir að vera að standa sig betur. Frábært að okkar maður hafi fengið flest athvæði frá leikmönnum deildarinnar. Á eftir að hvetja hann og okkur enn meira til góðra verka!

  5. Frábært og til hamingju með þetta kæri fyrirliði.

    Ég átti ekki von á því að hann fengi þetta en hann er vel af þessu kominn.

    Síðast þegar Liverpool maður fékk verðlaunin var 1988 þegar John Barnes fékk þau. Vonandi líður ekki svona langt þangað til næst.

West Ham komnir í úrslit

Hvar er virðingin…?