Chelsea Upphitun 2: Formið á móti Chelsea

Ef maður horfir á úrslit leikjanna í deildinni á þessu tímabili og sérstaklega úrslitin í kringum Chelsea leikina okkar, þá kemur í ljós ákveðið mynstur.

Ef við tökum fyrst næstu leiki á undan 2-0 tapleiknum í London, þá var prógrammið svona:

* Birmingham (J)
* Portsmouth (S) – en mjög slappur leikur
* Man U (T)

Semsagt, fyrir tapleikinn á Stamford Bridge höfðum við leikið illa 3 leiki í röð og við fylgdum því svo eftir með hryllilegum tapleik gegn Charlton.

Fyrir 1-4 leikinn á Anfield voru úrslitin í deildinni svona:

* Birmingham (J)
* Man U (J)
* Tottenham (J)

Semsagt, þá vorum við líka búnir að leika illa 3 leiki í röð.

Chelsea mættu okkur því tvisvar í deildinni í vetur og í bæði skiptin vorum við í mikilli lægð. Í bæði skiptin vorum við að leika illa og okkur gekk illa að skora mörk.

Núna erum við í hins vegar í fyrsta skipti á leiktíðinni að fara inní Chelsea leik eftir sigurhrinu og með sjálfstraustið í botni. Það er vonandi að það hafi jákvæð áhrif á laugardaginn.

Chelsea er hins vegar líka á góðu skriði eftir að hafa hikstað smá. Þeir hafa núna unnið 3 leiki í röð nokkuð sannfærandi, West Ham 4-1, Bolton 2-0 og Everton 2-0.

Við erum hins vegar búin að vinna 7 leiki í röð (6 í deild og 1 í bikar) eftir hörmungina gegn Arsenal á Highbury. Það hefur aðeins slaknað á markaskoruninni í síðustu tveimur leikjum og af síðustu 4 mörkum hefur Robbie Fowler skorað 3. Þeir, sem eru líklegastir til að spila í framlínunni á laugardaginn eru sennilega Peter Crouch og Luis Garcia. Crouch hefur ekki skorað í síðustu 3 leikjum (var hvíldur í síðasta leik – þannig 2 leikir án marks), en Luis Garcia skoraði síðast gegn Everton. Við verðum að treysta því að framherjarnir okkar verði í formi, því Liverpool menn verða að nýta færin vel gegn Chelsea.

Chelsea liðið getur refsað harkalega ef okkar menn gera mistök fyrir framan markið þeirra. En ég er sannfærður að ef liðið leikur vel og ef framherjarnir okkar standa sig, þá getum við klárlega unnið þetta Chelsea lið.

4 Comments

  1. ,,Núna erum við í hins vegar í fyrsta skipti á leiktíðinni að fara inní Chelsea leik eftir sigurhrinu og með sjálfstraustið í botni.´´

    Þetta er einfaldlega ekki rétt. Þegar við mættum þeim á Stamford Bridge í desember vorum við taplausir í átta leikjum í röð. Þar af voru 7 sigurleikir. Leikurinn endaði síðan 0-0.

  2. Já ég var akkúrat að hugsa út í það. Svo má benda á að Chelsea vann Everton 3-0 en ekki 2-0 😉

  3. Það var í Meistaradeildinni, en ég held samt að Einar hafi rétt fyrir sér með þennan punkt. Við höfum einfaldlega aldrei mætt þeim á jafn góðu skriði og núna. Já, í desember vorum við að vinna leiki og halda hreinu í flestöllum leikjum en við vorum ekki að spila jafn góðan sóknarbolta og við höfum gert í síðustu 10-15 leikjum.

    Það eina sem ég hef áhyggjur af varðandi sóknarboltann okkar er það að Fowler er búinn að vera að skora, en hann fær ekki að vera með um helgina. Þannig að það er mikil byrði lögð á herðar Peter Crouch, ef hann byrjar einn frammi, og/eða þá García, Morientes og Cissé sem munu eflaust á einhverjum tímapunkti í leiknum þurfa að leggja sitt af mörkum líka.

    Til að sigra Chelsea í one-off bikarleik þurfum við **mörk** … og svo helst að halda hreinu. Við höfum margoft sýnt að við getum gert hið síðarnefnda, en mörk gegn Chelsea hafa ekki reynst okkur svo auðveld bráð.

  4. Til að vinna Chelsea þarf að setja mann á Makalele og hleypa þeim ekki inn fyrir sig á köntunum. Birmingham klipptu Makalele út og náðu jafntefli.

Real Madrid er samansafn af hálfvitum!

Chelsea Upphitun 3: Af hverju við vinnum