Hverjir eru orðaðir við Liverpool

Jæja, við ætlum að reyna að halda utanum hverjir eru tengdir við okkur í ár og ætlum að biðja um ykkar hjálp. Þannig að þegar nýtt nafn er orðað við okkur, endilega sendið inn stutt komment og (ef hægt er) vísun í fréttina. Ég ætla að byrja á að telja upp þau nöfn, sem mér dettur í hug akkúrat núna. Tökum bara árið 2006.

* Ronaldo
* Raúl
* Sergio Aguero
* Fabio Aurelio
* Dirk Kuyt
* Michael Owen
* Andy Johnson
* Jermaine Defoe
* Michael Dawson
* Mikel Arteta
* Fernando Torres
* Luisao
* Theo Walcott (farinn til Arsenal)
* Gabriel Paletta (kemur)
* Daniel Alves
* Daniel Agger (kom)
* Robbie Fowler (kom)
* Craig Bellamy
* Darren Bent
* Joaquin
* Victor
* Simao Sabrosa
* Shaun Wright-Phillips
* Stelios Giannakopulos
* Mark Gonzales (kemur)
* Jan Kromkamp (kom)
* Jermaine Pennant
* David Villa

Ég er eflaust að gleyma fullt af nöfnum…

21 Comments

  1. Ef hann er spænskur og hann stígur inná fótboltavöll þá geturu bætt honum inná listann!

  2. Fyrst þú telur Fowler og Agger með verður þá ekki að hafa Kromkamp þarna líka?

  3. ég held að í sumar bætist þessir í hóp Liverpool

    Sergio Aguero
    Fabio Aurelio
    Dirk Kuyt eða Michael Owen
    Joaquin eða Simao Sabrosa

  4. Þetta er tæplega 15% nýting þar sem 4 komu til okkar en restin er ekki komin eða á eftir að koma. Ekki slæmt það!

  5. Nemanja Vidic, og einhverntímann heirði ég eitthvað um Kevin Nolan líka. Gæti verið bara eitthvað í hausnum á mér kannski.

  6. Það vantar 2 menn sem ég man eftir en man alls ekki hvað þeita þeir eru báðir hægri kantmenn annar er í santdoria og heitir d e-h og er ítali held ég alveg öruglega og svo er hinn argentínu maður í A.Madrid minnir mig og átti að kosta 5 m punda. Nöfnin eru bara alveg dottin úr hausnum á mér vonandi getur e-h hjálpað mér! :confused:

  7. Svo var ég að lesa e-h um að það væri verið að orða okkur við Arteta! Persónulega vil ég helst fá Sergio Aguero alvgjör gullmoli þar á ferð og vona að Rafa rífi upp budduna fyrir honum! :rolleyes:

  8. Torres, Evra, Aimar, Camronesi, Woodgate, Darren Bent og miklu fleiri, bara man ekki nöfnin á þeim, man að það var einhver varnarmaður í portúgölsku deildinni og hægri kantmaður í þeirri ítölsu, hjá parma eða eitthvað, man ekki. :rolleyes:

  9. Daniel Alves hjá Sevilla var líka orðaður, líka hægri kanntmaðurinn í Parma eins og Magginn segir heitir Marco Marchionni, svo var Valeri Bojinov hjá Fiorentina líka orðaður!

  10. Á öllum “betri” enskum íþróttadeildum eru tvær skálar. Önnur er með miðum með nöfnum allra helstu ensku liðanna, hin með nöfnum flestallra landsliðsmanna í Evrópu.
    Svo þegar vantar frétt er dreginn einn miði úr hvorri og gert searchandreplace á standard frétt.
    Vinnusparandi og þægilegt :laugh:

  11. Francesco Tavano hjá Empoli, Riki hjá Getafe og Mexes hjá Roma. Ég veit ekkert um þá Tavano og Riki, nema að þeir eru framherjar, en Mexes held ég að sé einn mesti hálfvitinn í boltanum í dag, allavega síðast þegar ég vissi..

Lið helgarinnar

Gonzalez og atvinnuleyfið