Sergio Aguero (uppfært)

isgepkv53260206235806photo00.jpg
Reuters greina frá því að Bayern Munchen hafi [áhuga á](http://today.reuters.co.uk/news/newsArticle.aspx?type=worldFootballNews&storyID=URI:urn:newsml:reuters.com:20060328:MTFH75865_2006-03-28_10-29-57_L28599589:1) argentíska ungstirninu Sergio Aguero. Reuters hefur eftir Karl-Heinz Rummenigge að þeir séu mjög spenntir fyrir þessum 17 ára Argentínumanni. Hann segir:

>”He certainly won’t be a bargain but with a young player of such quality you have to be prepared to take a risk”

Einhverjir telja jafnvel að Aguero gæti verið í HM hópi Argentínu í sumar, aðeins 17 ára gamall. Aguero leikur í dag með Indepenente í argentísku deildinni Hann hefur leikið 28 leiki með liðinu í deildinni á þessu ári og skorað 13 mörk, sem er frábær árangur hjá svo ungum leikmanni.

Honum hefur verið líkt við (surprise!!!) Maradona vegna boltatækni sinnar. Hann er ekki jafn þekktur og Leo Messi, en margir Argentínumenn binda miklar vonir við að þeir tveir séu framtíð argentíska landsliðsins (Sky Sports setja m.a.s. mynd af Leo Messi við [fréttina af Aguero](http://home.skysports.com/list.asp?HLID=375297&CPID=8&title=Aguero+eyes+Reds+move&lid=2&channel=Football_Home&f=rss) :-))

Hvað kemur þetta Liverpool við? Jú, Arguero vill nefnilega [spila fyrir Liverpool](http://www.rte.ie/sport/2006/0330/liverpool.html)!!!

Hann segir sjálfur:

>”I have been a Liverpool fan for as long as I can remember and it would be a dream to play there. I watched the Champions League final and celebrated every goal as if it was for Independiente,”

…í samtali við þýskt dablað. Bætum svo við þeirri staðreynd að Gabriel Palletta, félagi Arguero í argentíska U-21 liðinu er á leiðinni til Liverpool og þetta verður áhugaverður kostur.

Aguero verður hins vegar ekki ódýr og þegar hafa upphæðir einsog 10 milljónir punda verið nefndar. En þetta eru svo sannarlega spennandi fréttir.


**Uppfært (EÖE)**: Hérna eru tvö myndbönd, sem sýna Aguaero á fullu. Ekki slæmt!og hérna er annað…

Nota bene, þetta er 17 ára strákur, sem þið sjáið á þessum vídeóum. Man U tók áhættu á 17 ára strák fyrir 2 árum og það hefur svo sannarlega borgað sig. Spurning hvort Liverpool sé tilbúið að gera hið sama.

16 Comments

  1. Þessi kauði er með fáranlega góða tækni, góður skotmaður, bæði fyrir utan teig og inn í teig. Og þegar hann er að skora mörk fyrir utan teig þá er hann ekkert að bomba, heldu er hann að gera svipað og Ronaldinho, þ.e.a.s. “setjann” upp við stöngina 🙂

    Myndi gjarnan vilja fá pilt til Liverpool, ef hann kemur þá má nú segja að framtíðin sé björt hjá Liverpool.

    Carson, Antwi, Hobbs, Sissoko, Barragán, Anderson og fleiri. Svo Paletta og Gonzalez að koma í sumar, væri snilld að fá Aguero líka! :biggrin2:

  2. Svona menn vil ég fá til liðsins, menn sem gera það af verkum að það verði algjör unun að horfa á það, rétt eins og Barcelona. En það er nú alls ekki víst að Benítez þori að borga mikinn pening fyrir svona ungan mann – rétt eins og Theo Walcott.

  3. Virðist hafa fáránlega gott auga fyrir leiknum, hefur alveg á hreinu hvar menn (markmenn) eru staðsettir, upp með seðlana!!!

  4. Vil endilega sjá hann hjá liðinu. Gæti samt trúað að hann myndi kosta meira en 10 m. punda.

    Reyndar hefur metnaður minnn og stjórnar Liver. ekki farið saman í mörg ár.

    Ef liðið kaupir Torres og þennan gaur þá skal ég lofa að vera jákvæður út í stjórn Liver. í a.m.k. 1 ár.

    Ég skal svo segja ykkur það að þessi gaur fer beint inn í byrjunarlið Liverpool – ekki spurning.

  5. Ég verð gjörsamlega dýrvitlaus ef Liverpool lítur ekki á þetta sem gjörsamlegan lottó vinning. Þótt að hann kosti 15 stórar kúlur þá er þetta samt mun betri fjárfesting og mun meira virði en það, maður sér það bara á videóunum.

    Hann er sömuleiðis leikmaður sem okkur vantar mjög mikið. Sóknarsinnaður miðjumaður sem skapar mikið og hefur gott auga fyrir mörkum.

    Ég krefst þess að við sjáum þennan í LFC frá og með júlí næstkomandi.

  6. Miðað við að hafa keypt slefmann (Diouf) á 10 millur þá sé ég ekkert í fyrirstöðu á því að eyða 15 í þennan……… :confused:

    Nú er kominn tími í að hreinsa út meðalmenn og kaupi bæði klassa og ungviði sem sannarlega geta skilað sínu !

    Áfram Liverpool…..

  7. Er það ekki þannig að ensku liðin eru illa samkeppnishæf við lið frá flestum ríkjunum á meginlandi Evróðu þegar kemur að því að ná í unga og efnilega leikmenn frá S-Ameríku og Afríku þar sem reglur um atvinnuleyfi eru mjög strangar á Englandi.

    Ætti þessi strákur nokkra möguleika á að fá atvinnuleyfi? Hann er ekki einu sinni landsliðsmaður, hvað þá fastamaður í landsliði sem er ofar en eitthvað viðmið á styrkleikalista FIFA. Það kemur heldur ekki fram í fréttunum að hann hafi tvöfalt ríkisfang.

  8. Ég vil endilega fá hann til liðs við Liverpool, fyrst hann vill koma til okkar ástsæla klúbbs, ef hann spilar einhverja leiki með Argentínu í sumar, þá ætti hann að fá atvinnuleyfi, er það ekki?

  9. Þessi vídjó voru vissulega flott, og miðað við það sem maður er að lesa um þennan strák virðist hann vera svipað efni og Messi, Tevez og Rooney. Hvort hann spjarar sig síðan í stærra liði og/eða erfiðari deild er annað mál, en ég sæi ekkert að því að taka sénsinn.

    Atvinnuleyfisnefndin í Englandi er hins vegar fáránlega erfið, eins og við kynntumst með Speedy Gonzalez í haust. Lögin í Englandi kveða skýrt á um það að til að fá atvinnuleyfi verður land leikmanns að vera í topp-60 á heimslista FIFA og að leikmaður verður að hafa leikið 75% af “alvöru” leikjum landsliðs sins síðasta árið (þannig að vináttuleikir teljast ekki með).

    Hitt er síðan annað mál að Aguero er bara sautján ára, og þar sem hann er gjaldgengur í tvö önnur landslið en aðallið Argentínu (þ.e. U-21 og U-18) þá er ekki hægt að neita honum þótt hann sé ekki búinn að spila neitt fyrir aðallandsliðið þeirra.

    Ég hins vegar verð að viðurkenna að ég veit ekki alveg hver staðan er á leikmönnum sem eru yngri, en ef við skoðum fordæmi á borð við Gabriel Palletta, Clarence Acuna (Chile, kom að mig minnir 19 ára gamall til Newcastle) og Diego Forlan, þá ætti þetta alveg að vera hægt.

    Það er erfitt að vera spenntur fyrir leikmanni sem maður hefur aldrei séð spila sjálfur, en þessi vídjó sem Einar setti inn um Aguero og það sem ég hef séð skrifað um hann nægir til að maður voni að þetta geti orðið að veruleika. Spurningin er bara, hvar fáum við 10 milljónir punda til að eyða í ungling? Stendur stjórnin við stóru orðin fyrir sumarið, eða þarf Rafa enn og aftur að selja til að kaupa og/eða eltast við menn á frjálsri sölu í stað þess að kaupa heimsklassamenn í framlínuna sína?

  10. Ef hann er að fara að fá eitthvað að spila með Argentínu í sumar þá ætti þetta ekki að vera neitt vandamál. Var Ronaldo eitthvað búinn að spila mikið fyrir sitt landslið þegar hann fór til United????
    En miðað við að Crouchy hafi kostað 8 millur þá er ekkert að því að fjárfesta aðeins í góðri framtíð eins og þessum dreng!!!!!!!!

  11. Ég las það reyndar einhversstaðar að Gabriel Paletta væri líka með ítalskan ríkisborgararétt þannig að það yrði aldrei neitt vandamál með hann. Ég veit hinsvegar ekki hvernig þetta var með Acuna og Forlán. Skemmtilegt innskot svo með Ronaldo! 😉

Hyypia telur framtíð Agger bjarta.

Nytsamlegar upplýsingar um Liverpool.