Og við fengum … Chelsea! (uppfært)

Drátturinn í dag:

**LIVERPOOL – Chelsea
West Ham – Charlton/M’boro**

Gat annað verið?


**Uppfært (EÖE) kl 18.28**: Leikurinn verður spilaður á [Old Trafford](http://www.liverpoolfc.tv/news/drilldown/N151859060324-1808.htm)

12 Comments

 1. hehe..nei það gat eiginlega ekkert annað verið! Svona er þetta bara alltaf! Fer að hætta að vera fyndið! 😉

 2. Jammm, þetta er ekki fyndið lengur.

  Erum við að reyna að hefna fyrir eitthvað eða eru þeir að reyna að hefna sín? Ég er orðinn alveg ruglaður.

  Annars, þá er vert að taka það fram að leikurinn er á hlutlausum velli – það er, í Cardiff.

 3. Æi þetta er bara fínt. Ef við vinnum þá þá er það bara búið og gert lítið um það að segja en ef við töpum þá er skárra að tapa í undanúrslitum en í úrslitaleiknum.

  “…always look on the bright side of life…” :biggrin2:

 4. Já, en á móti væri svo miklu, miklu skemmtilegra að vinna þá í úrslitaleiknum heldur en í undanúrslitum.

  C’est la vie.

 5. Á ekki ennþá eftir að velja vellina sem leikirnir verða spilaðir á? Mig rámar einhvern veginn í það að flestallir hafi verið frekar fúlir með að undanúrslitaleikirnir hafi verið spilaðir í cardiff í fyrra og FA hafi ætlað að fara aftur í gamla farið og láta leikina fara fram á einhverjum öðrum hlutlausum völlum.

 6. Það er ekkert jafn slæmt eins og að tapa fyrir þessu liði í úrslitaleik. Þannig að ég er feginn því að fá þá í undanúrslitunum. Best er íllu aflokið.Svo verða þá mótherjarnir í úrslitaleiknum auðveldari fyrir vikið. Vonum það besta.

 7. Ok, ég sé að ég var að bulla. Samkvæmt Echo þá verður leikurinn á Old Shithouse eða Villa Park:

  >The venue for the clash, due to be played the weekend of 21/22 April, has yet to be announced but with the FA having confirmed that Cardiff will not be used for the last-four ties, Villa Park and Old Trafford will be favourites to host the tie.

 8. Ég tek undir með þér Einar, maður er orðinn alveg ruglaður þegar Chelsea-viðureignir eru annars vegar. Þetta verður í **tíunda skiptið** á tveimur tímabilum sem við mætum þeim. **TÍU!!!**

  Ég nenni ekki að skrifa upphitun fyrir þennan leik. Ég nenni ekki að pæla neitt í honum. Hvað getur maður svo sem skrifað hér sem við höfum ekki skrifað oft áður? Síðasti leikur gegn Chelsea, í deildinni í febrúarbyrjun, var erfiður einfaldlega af því að við höfðum skrifað svo oft upphitun/leikskýrslur um leiki við Chelsea. Ég er orðinn þreyttur á að spila gegn Chelsea!

  Ég veit það ekki. Er bara hvorki bjartsýnn né svartsýnn fyrir þennan leik, einfaldlega nenni ekki að pæla í því. Ég er tilbúinn að spila við einhver önnur lið …

 9. Þetta er bara stórfínt….eru stóru leikirnir ekki það sem þetta gengur út á..
  Þetta verður hörkuleikur sem okkar menn munu að sjálfsögðu sigra…
  Það eina sem kannski skemmir smá er röflið sem mun heyrast frá portúgalanum litla.

  áfram Liverpool

 10. Svolítið “off-topic” hérna:

  >Chris Kirkland is hoping to join West Brom from Liverpool on a permanent basis after seeing his World Cup hopes shattered by a broken finger.

  Hvað er málið með þennan hrakfallabálk? Er hann úr postulíni?

 11. Geisp ZZZZZ

  Get ekki sagt að ég sé hissa á því að við höfum dregist gegn Chelsea einu sinni enn.

  En ansk… nú er kominn tími á að vinna þessa diving fuckers. Áfram Liverpool!!

 12. Ég segi að við hefnum fyrir tapið á Anfield…

  Hyypia skorar eitt og Drogba fær gult fyrir að nota hendurnar við að leggja fyrir sig boltann og síðan gult fyrir að fella Hyypia.

  Ég er bjartsýnn fyrir þennan leik…. við vinnum þetta.

Everton á Anfield á morgun!

Liðið komið