Rafa neitar ágreiningi við stjórnina.

Í framhaldi af [hugleiðingum Kristjáns](http://www.kop.is/gamalt/2006/03/06/20.08.13/) um ágreining milli Rafa og stjórnarinnar þá hefur Rafa [tjáð sig sjálfur og neitar öllum ágreiningi](http://home.skysports.com/list.asp?hlid=369114&CPID=8&clid=&lid=2&title=Benitez+denies+board+rift).

“I can say to you that I don’t have any problems with the board, with the chairman or the chief executive. Not any problems…”

Og það sem skiptir öllu máli er þetta:

“I am happy here.”

Þrátt fyrir markaþurrðina hjá okkur á þessu tímabili þá höfum við spilað fína knattspyrnu og í raun vantar ekki mikið uppá að þetta Liverpool lið sé frábært. Ég tel að Rafa muni fá þá peninga sem hann þarf til að fara næsta skref með liðið og á næsta ári munum við vera samkeppnisfærir í deildinni.

En það sem mestu máli skiptir núna er að við einbeitum okkur að vinna Benfica heima og vinna síðan Arsenal næstkomandi sunnudag. Þetta hefur Rafa að segja um næstu leiki:

“The only thing I want is to do well and beat Benfica and, after that, I want to think about beating Arsenal.”

Ein athugasemd

  1. Þetta er atvinnumaður út í fingurgóma sama hvað hver segir um hann. En skrýtið að hann eigi í deilur við stjórnina og um hvað ætti það að vera? Peningaleysi? Real Madrid? Nýjustu Harry Potter-myndina?

Diarra til Arsenal? + Gonzales að láni

Benfica á morgun!