Paul Anderson semur við Liverpool

Í gær tilkynntu Liverpool að þeir hefðu [gengið frá samningum við Paul Anderson](http://www.liverpoolfc.tv/news/drilldown/N151006060102-1028.htm), sem kemur til liðsins frá Hull í skiptum fyrir John Welsh. Anderson er 17 ára gamall vængmaður og hefur leikið gríðarlega vel fyrir varalið Liverpool.

Einnig, þá gekk [Josemi frá félagaskiptum við Villareal](http://www.marca.com/edicion/marca/futbol/1a_division/villarreal/es/desarrollo/605126.html) og sagðist hann við það tilefni vonast til að hann næði aftur því formi, sem hann var í fyrir Malaga.

Ein athugasemd

  1. Hvað með þennan Hollending? Er hann ekki kominn til okkar í skiptum fyrir Josemi?

Gerrard og Nolan (uppfært)

Beattie betri en Morientes?