Okkar maður!

2487807-1.jpeg

990 mínútur!

Þarf maður að segja eitthvað meira. Jose Reina hefur ekki fengið á sig mark síðan 22. október!!! Hann hefur leikið í 990 mínútur án þess að hirða boltann úr netinu. Það eru 16,5 klukkustundir.

Og hann er búinn að slá [félagsmet Liverpool](http://www.liverpoolfc.tv/news/drilldown/N150856051215-1253.htm). Ekki slæmt hjá manni, sem er búinn að spila fyrir Liverpool í 6 mánuði.

17 Comments

  1. Synd að hann fái ekki að spila meira eins og hann er efnilegur, mætti alveg hvíla hann Reina nokkra leiki og leifa honum að spila til að koma sér í form fyrir HM, Yrði hann ekki fyrsti markmaður Liverpool til að verða heimsmeistari ?

  2. Til að slá enska metið þarf Reina að halda hreinu aðeins lengur en Steve Death fyrrum markvörður Reading náði að spila 11 leiki í röð án þess að fá á sig mark árið 1979 og náði í heildina 1103 mínútum án þess að fá á sig mark….

    Breska metið er svo 1196 mínútur en það var Chris Woods fyrrum markvörður enska landsliðsins sem náði því er hann lék fyrir Rangers á tímabilinu 1986-1987.

    Heimsmetið er 1275 mínútur og það á Abel Resino markvörður Atletico Madrid frá árinu 1990-1991.

    Það vantar því aðeins 285 mínútur fyrir Reina að halda hreinu en það eru rúmir þrír leikir eins og talnaglöggir hafa áttað sig á 🙂

    Upplýsingarnar fékk ég í frétt frá 9. febrúar 2005 af Fótbolti.net og veit ekki betur en að þetta standi allt ennþá…

    Næstu þrír leikir Liverpool eru gegn Sao Paulo á sunnudaginn, gegn Newcastle á Anfield 26. desember og svo gegn Everton þann 28. des….

    Hef fulla trú á þessu :biggrin2:

  3. Takk kærlega fyrir þetta Hjalti. Akkúrat vonaðist ég til að einhver myndi koma með þessar upplýsingar í komentum.

    Ég er ansi hræddur við Sao Pauo leikinn og svo náttúrulega Owen á Anfield. 🙂

  4. 11 leikir = 990 mín.

    Síðast þegar Reina fékk mark á sig var það á 65. mín gegn Palace. Þannig að mínúturnar eru 1.015. Svo má eflaust bæta við uppbótarmínútum ef menn vilja fara í þvílíka details en ég held að 1.015 mín sé nokkuð nærri lægi.

  5. 11 leikir x 90 mínútur = 990 mínútur sem Reina hefur haldið hreinu.

    Síðast fengum við á okkur mark á 65 mínútu gegn Crystal Palace en þá stóð Carson milli stanganna.

    Reina fékk á sig mark síðast gegn Fulham á 90 mínútu þannig að hann fær engar aukamínútur fyrir þann leik :confused:

    Liverpool hefur haldið hreinu í 990 mín + 25 mín gegn Palace = 1015 mínútur

  6. Annars er mín tilfinning sú að metið verði ekki mikið lengra. Ef einhverjir geta komið boltanum fram hjá Reina og co þá eru það Brasilíumenn 🙂

    En það verður að hrósa Reina alveg sérstaklega fyrir frammistöðu sína á leiktíðinni. Maðurinn er einfaldlega að spila eins og þrautreyndur sé. Greinilegt að Benitez vissi alveg hvað hann var að gera þegar hann keypti Pepe.

    Það má segja að munurinn á Liverpool Benitez, miðað við Liverpool Houllier, sé að liðið er allt að spila 5-10 metrum framar – Þar með talinn markvörðurinn 🙂

  7. Á ekki að vera liðsmynd þarna ekki bara mynd af Reina, þó að hann sé búinn að vera frábær þá hefur liðið sem heild varist frábærlega. :biggrin2:

  8. mér finnst þetta halda hreinu dót vera svoldið eins og hver fær fleiri hornspyrnur eða er með meira possession. skiptir mig engu. en við töpum náttúrulega ekki meðan við fáum ekki á okkur mörk!
    En ég vil frekar vinna alla leiki en halda hreinu.

  9. >mér finnst þetta halda hreinu dót vera svoldið eins og hver fær fleiri hornspyrnur eða er með meira possession. skiptir mig engu.

    Whaaaaat?

  10. halda hreinu vs. vinna leik.
    segir sig sjálft í mínum huga.
    þó að aðrir vilji kannski setja einhver met.

  11. Standardinn á liðinu er bara orðinn svo hár þessa dagana að við viljum vinna og halda hreinu, annað af tvennu er einfaldlega ekki nóg lengur 😉

  12. Villi Sveins – þú getur sett *heimsmet* í fjölda hornspyrna eða aukaspyrna eða skallaeinvígja í leik og samt tapað viðkomandi leik.

    Ef þú heldur hreinu hins vegar, þá ertu ekki að tapa leiknum. Alveg sama hvernig okkar mönnum gengur að skora hinum megin, á meðan við höldum hreinu erum við ekki að tapa og þá nægir okkur vitaskuld bara eitt mark til að sigra leiki. Það að við séum að halda hreinu í þessum ellefu leikjum, og að við séum búnir að vera á sigurgöngu þessa ellefu leiki, er engin tilviljun. Hreint mark er ástæðan fyrir góðu gengi okkar undanfarið, ekki einhver aukaverkun.

    Ef við værum að eiga 40+ skot á mark í hverjum leik 10 leiki í röð værum við að ræða það mál á hverjum degi hér inni á þessari síðu. Það er hins vegar ekki raunin – en ellefu leikir í röð án þess að fá á sig mark er eitthvað sem gerist sjaldan, örsjaldan. Það er met hjá Liverpool, það er met hjá ensku liði, og það er bara fjórum leikjum frá **heimsmetinu** í að halda hreinu, sem eru 15 leikir (skv. Paul Tomkins sem veit það eflaust betur en ég). Þannig að þetta er vissulega **STÓRMÁL** …

  13. Ef ég man fótboltareglurnar rétt þá vinnur það lið sem skorar einu marki fleira en hitt liðið. Annað skiptir ekki máli. Pointið sem ég var að koma á framfæri var bara að þegar við fáum á okkur mark einhvern tímann, þá verður mér alveg sama svo lengi sem við vinnum leikinn. Svona met eru fín en í mínum huga eru það bara stigin sem telja.

L’pool 3 – D. Saprissa 0

Benfica í Meistaradeildinni!!