Luxemburgo rekinn (uppfært)

Geisp!

Jæja, þá megum við búast við fullt af fréttum um Rafa Benitez og Real Madrid á næstunni, því að [Real Madrid voru að reka Luxemburgo](http://soccernet.espn.go.com/news/story?id=351168&cc=5739). Samkvæmt Soccernet hafa 4 helst verið orðaðir við stöðuna: Capello, Sven-Goran, Rafa og Victor Fernandez, stjóri Porto.

Aðrir, sem hafa verið nefndir eru m.a. Bernd Schuster hjá Getafe, Luiz Felipe Scolari, Marco Van Basten, Vicente del Bosque, Jose Mourinho, Javier Irureta, Arsene Wenger, Jólasveinninn og Guðjón Þórðarsson.

Við verðum víst bara að þola þetta á næstunni. Ég efast ekki um það í eina sekúndu að Rafa væri besti maðurinn í starfið hjá Real Madrid og hann er mikill Real aðdáandi. En samt finnst mér aðrir líklegri, t.d. Fabio Capello, sem segist [vera heiðraður](http://www.marca.com/edicion/marca/futbol/1a_division/real_madrid/es/desarrollo/597323.html) af því að vera orðaður við starfið.

En það er vonandi að Real Madrid-ar menn klári þetta fljótt því það er fúlt að við þurfum alltaf að heyra þessa orðróma þegar þeir eru í þessum stöðugu þjálfaramálum sínum. Megi einhver annar lenda í að þjálfa hjá þessar útbrunnu stjörnur hjá þessu fúla liði.


Uppfært (Aggi): Rafa var snöggur að gefa út [yfirlýsingu þess efnis](http://www.sportinglife.com/football/news/story_get.cgi?STORY_NAME=soccer/05/12/05/SOCCER_Real_Madrid_Lead.html&TEAMHD=soccer) að hann hefur ekki áhuga á því að taka við Real Madrid.

“I am happy at Liverpool, I am Liverpool’s manager and I have a job to do here…”

En það er samt ljóst að þetta er ekki nóg til þess að blaðamennirnir hætti að skrifa um þetta þangað til þjálfari hefur verið ráðinn hjá RM.

9 Comments

  1. Ég er eiginlega með hnút í maganum….

    það læðist að mér illur grunur um að Rafa Benitez sé næsti stjóri Real Madrid!!!!

    Vona svo sannarlega að það verði ekki raunin.

  2. Engar áhyggjur vinir! Ég hef trú á því að hjarta Rafa sé á réttum stað. Mér finnst Capello líklegastur af þeim sem nefndir hafa verið.

  3. Ég hef nákvæmlega engar áhyggjur af þessu, þótt Rafa komi til greina þá held ég að hann yfirgefi okkur aldrei núna (ekki frekar en Stevie G).

    Eru ekki Paul Le Guen og Ottmar Hitzfeld á lausu? Finnst eðlilegt að Real ræði við þá fyrst …

  4. Ég held að þetta hljóti að snúast líka um starfsöryggi hjá Rafa Benitez. Hversu þolinmóðir eru forráðamenn Real Madrid þegar illa gengur miðað við Liverpool?

  5. Ég held að Jólasveinninn verði næsti stjórinn. Spánska deildin er í frí yfir hátíðarnar og þá er Sveinki í hinni vinnunni sinni en annars er hann laus allt árið um kring (hefur alla álfanna til allt annað fyrir sig). Þannig að þetta er Win-Win aðstaða fyrir alla…….. :biggrin2:

    Annars hef ég ekki áhyggjur af okkar manni, hann er ekki að fara neitt.

  6. Það vantaði smá texta innan svigans:
    (hefur alla álfanna til að sjá um allt annað fyrir sig).

  7. Er ekki Arrigo Sacchi í einhverju djobbi hjá Real, tekur hann bara ekki við taumunum.

  8. Fyrir þjálfara sem er nú þegar í góðu starfi hjá góðu liði t.d. Rafa, Jose, Arsene, Capello o.s.frv. þá getur það ekki verið spennandi að taka við Real Madrid á þessari stundu. Bestu leikmenn liðsins eru margir hverjir komnir af léttasta skeiði og myndu aldrei þola það til lengdar að sitja á bekknum. Næsti þjálfari RM þarf að taka til og hreinsa út…. OG ÞAÐ VERÐUR 110% EKKI RAFA.

    Reyndar kom mér á óvart hversu langan tíma Luxemburgo fékk með liðið hehehe

    [Frétt um að Rafa, Arsene og Jose séu linkaðir við Real.](http://news.bbc.co.uk/sport2/hi/football/europe/4498446.stm)

  9. Það er ekki séns að Benitez fari “heim” til Madrid á þessum tímapunkti.

    Fyrir það fyrsta á hann núna heima í Liverpool og hans vinnustaður er Anfield Road. Þar nýtur hann ómældrar virðingar og hefur mun frjálsari hendur en sem stjóri á Spáni. Hann lendir ekkert í lampakaupum hjá Liverpool 😉

    Í öðru lagi finnst mér bara alls ekki fýsilegt að vera stjóri hjá Real í dag. Starfsöryggið er 0% og það getur ekki heillað Rafa. Það er ljóst að Galacticos stefna Florentino Perez hefur beðið alvarlegt skipbrot og það þarf að hreinsa til í herbúðum liðsins. Sá fyrsti sem þarf að yfirgefa Real er einmitt fyrrefndur Perez.

    Hinsvegar útiloka ég alls ekki að Benitez taki einhvern tíma við Real Madrid. Ég hugsa að honum langi til þess einhvern daginn en sá dagur mun ekki renna upp nærri því strax!

Eruði ekki að grínast í mér?

Chelsea á morgun, Pongolle vill vera lánaður og Crouch glaður.