Cisse um fagnið sitt og fleira til. (uppfært)

Cisse [útskýrir hvers vegna hann hljóp til Rafa](http://icliverpool.icnetwork.co.uk/0500liverpoolfc/0100news/tm_objectid=16257845%26method=full%26siteid=50061%26headline=cisse%2d%2dour%2dhandshake%2dproves%2dthere%2ds%2dno%2drift-name_page.html) eftir markið sem hann skoraði gegn Blackburn. Djö… var ég ánægður þegar hann skoraði þetta mark, núna þarf hann og liðið að fylgja eftir þessum sigri og vinna Anderlecht í CL og síðan Fulham í deildinni um næstu helgi.

Rafa virðist hafa mikinn áhuga á að minnast reglulega á Kewell um þessar mundir og [núna tengir hann endurkomu hans](http://www.liverpoolfc.tv/news/drilldown/N150278051016-1012.htm) við hversu mikið Crouch muni njóta góðs af því… já eflaust en einnig Cisse og Morientes.

Chris Kirkland stendur sig vel hjá WBA og var m.a. [valinn maður leiksins gegn Arsenal](http://www.mirror.co.uk/sport/football/tm_objectid=16257261%26method=full%26siteid=94762%26headline=the%2dchris%2dof%2ddeath-name_page.html). Mér finnst þetta hafa verið sniðugur leikur hjá Rafa að senda Kirkland í lán hjá liði í úrvalsdeildinni því ef hann kemur tilbaka þá er hann klárlega betri leikmaður. Hins vegar það sem er líklegra þá verður hann seldur í vor og þá fæst einhver aur fyrir drenginn (7-9-13 að hann haldi sér heilum þetta árið).


Uppfært: (Aggi) Eins og glöggir lesendur þessarar síðu hafa tekið eftir þá held ég meira uppá suma leikmenn og minna uppá aðra. Oftast eru góðar ástæður fyrir því að ég geri uppá milli bræðra minna en stundum akkúrat engar… eiginlega AF ÞVÍ BARA týpan. Einn af þeim leikmönnum sem ég held uppá er Harry Kewell og hef ég ávallt verið tilbúinn að verja hann þrátt fyrir slaka frammistöðu frá því hann kom til LFC. Það gleður mig að sjá að Kewell [verður í hópnum sem fer til Belgíu](http://home.skysports.com/list.asp?hlid=317311&CPID=5&clid=&lid=2&title=Kewell+set+for+Reds+return) til að spila gegn Anderlecht. Rafa segir m.a.:

“If he doesn’t figure against Anderlecht then I am sure he will be back playing either at the weekend or the following midweek.”

13 Comments

  1. ‘eg stórefast einhvern vegínn að Kirkland eigi aftur eftir að spila með Liverpool, sagði hann ekki fyrir stuttu að hann vilji vera áfram hjá W.B.A

  2. Ef hann heldur áfram að spila svona, þá efast ég um að W.B.A. hafi efni á honum.

    En hvað er samt málið með þessa menn, sem eru alltaf meiddir hjá Liverpool, samanber Owen og Kirkland, en um leið og þeir fara til annarra liða þá verða þeir allt í einu stálhraustir?

  3. Hvað varðar Kirkland þá finnst mér afar jákvætt að hann skuli vera að standa sig hjá WBA. Ef við gefum okkur að Dudek verði seldur í janúar þá getur þetta gerst:
    1) Reina sannar sig sem fyrsti kostur og Kirkland seldur á góðu verði sem nýtist í leikmannakaupum næsta sumar. Carson áfram varamarkvörður

    2) Reina spilar eins og álfur allt tímabilið og verður seldur tilbaka næsta sumar til Spánar. Kirkland kemur tilbaka og hann og Carson berjast um stöðuna.

    3) Reina spilar vel en er mistækur. Carson verður óþolinmóður og eitthvað lið býður í hann. Kirkland og Reina berjast um stöðuna.

    Ég sé hins vegar Le Tallec ekki eiga framtíð fyrir sér í LFC nema að hann:
    komist í byrjunarliðið hjá Sunderland og verði lykilmaður hjá þeim í vetur. Læri að halda kjafti og láta verkin tala, skiptir engu hversu vel hann spilar með U-21 liði Frakka.

    Hvað varðar Diao og Cheyrou þá verða þeir væntanlega bara á brunaútsölu næsta sumar. Spurning hvort Houllier sé tilbúinn að kaupa þá til Lyon á sama prís og hann keypti þá til LFC?

  4. Gaman að heyra að einhver hafi sömu skoðun og ég á Harry Kewell. Mín ástæða er ekki ?af því bara?.

    Kewell er frábær leikmaður. Getur tekið menn á, sent góðar sendingar, skotið á markið, skorað mörk, með betri skallamönnum í liðinu, auk þess sem það er eitthvað jákvætt við hann. Brosmildur o.sv.frv. Þá heldur hann boltanum vel.

    Ég vona bara að hann fái nokkra leiki til að koma sér í gang.

    Svo vona ég að Rafa komi til með að spila bæði Zenden og Kewell inn á í einu. Zenden var frábær í síðasta leik og ég væri til í að skipta Alonso út til að rýma fyrir honum í liðinu.

  5. Ég myndi orða þetta svona:

    Harry Kewell var einn besti kantmaður í Evrópu, hann var frábær leikmaður með frábæra tækni og eitraðar fyrirgjafir, og hann var rosalega drjúgur í markaskorun og einn mest skapandi miðjumaður á Englandi.

    Spurningin er síðan … getur hann orðið á ný?

    Ég bíð nefnilega alveg með að sjá hvaða Harry Kewell kemur til baka. Stærri nöfn en hann hafa farið flatt á endurkomum eftir löng meiðsli og varla verið nema skugginn af sjálfum sér, þannig að ég bara krosslegg alla putta, tær og eistun og vona innilega að Harry takist að sýna fyrri getu nú þegar hann er að ná sér. Við þurfum svo innilega á því að halda núna að fá hann sterkan inn.

  6. Ég hef á tilfinningunni að Harry Kewell sé bara búinn að vera útaf meiðslun eins og til dæmis Robbie Fowler og fleiri sem hafa varla verið skugginn af sjálfum sér því miður.

  7. Mér finnst Kewell leggja sig allan í leikinn, harður o.s.fv. með keppnisskap…. þeir hafa að ekki alveg allir í LFC.

    Það er kostur….

  8. Kristján farðu nú varlega í að krossleggja eistun, það gæti endað með ósköpum.

    Það eru auðvitað frábærar fréttir þegar klassa leikmenn eins og Kewel koma til baka úr meiðslum. Nú er bara að vona að hann haldist heill fram á sumar.

    Ég vil svo að lokum taka undir með Agga, Húlli á að sjá sóma sinn í því að kaupa Diao og Cheyrou á 8-9 millj punda. Eftir að hafa selt Essien þá eiga þeir nóg af peningum til að eyða í svona sultur.

    Krizzi

  9. Er ekki buið að selja Diao ? annars gott að vita að Kewell sé að fara snúa aftur til leiks, hlakka mikið til að sjá hann spila aftur, enda í miklu uppáhaldi hjá mér.

  10. Vegna ummæla #9:

    >DIAO MAKES POMPEY LOAN MOVE

    Portsmouth have sealed the signing of Senegalese midfielder Salif Diao on a season-long loan from Liverpool.

    His arrival at Fratton Park follows deals earlier on transfer deadline day for Sevilla’s Uruguayan striker Dario Silva and Barcelona youngster Frank Songo’o.

    The deal for Diao includes an option to buy at the end of the season.

    Diao, 28, joined Liverpool from Sedan after the 2002 World Cup, costing in excess of £5million, but he failed to establish himself under both Gerard Houllier or Rafael Benitez.

    Capped 24 times by Senegal, and loaned out to Birmingham last season, Portsmouth expect him to be a valuable addition.

    Chief executive Peter Storrie told http://www.pompeyfc.co.uk: “Salif is a competitive midfield man and with his addition we now have a very competitive midfield in itself.”

  11. Ekki nóg með það að ég sé orðinn gríðarspenntur að fá að sjá Kewell spila aftur, heldur er ég líka dálítið spenntur að sjá hvort að Hyypia verði í liðinu að þessu sinni, eða í það minnsta hópnum.

  12. Bara rett ad minnast a ad Bruno Cherou(stafs) er i lidi vikunnar hja L’equipe, og var med haestu einkunn i tessari umferd…

    Siggi

  13. við fáum þá kanski eitthvað fyrir hann Bruno Cherou ef hann heldur svona áfram :rolleyes:

L’pool 1 – Blackburn 0

Dollan