L’pool 1 – Blackburn 0

Eh, hvað getur maður sagt? Takk, Djibril Cissé? Nei, ég meina, það var lítið annað að gerast í þessum leik, var það nokkuð?

Allavega, okkar menn í Liverpool gerðu sér mikið fyrir … en unnu Blackburn þó á endanum, 1-0 í leik sem hefði hæglega getað endað 5-0, en hefði líka hæglega getað endað 0-0. Þetta var sem sagt frekar skrýtinn leikur, minnti að vissu leyti á sigurinn gegn Sunderland í ágúst.

Rafa stillti upp eftirfarandi liði í byrjun leiks:

Reina

Josemi – Carragher – Traoré – Warnock

Finnan – Alonso – Sissoko – Zenden

Cissé – Crouch

BEKKUR: Riise, Hamann, García, Morientes, Carson.

Það er lítið hægt að segja um framvindu leiksins, þar sem þetta var allt svo einhæft eitthvað. Blackburn-menn mættu á Anfield til að ná 0-0 jafntefli og fóru langleiðina með að ná því. Þeir lögðust bara í vörn, negldu boltanum fram og vonuðu að Shefki Kuqi myndi ná að vinna einhverja skallabolta. Þeir gerðu í raun ekkert annað en þetta, allan leikinn. Svo er sagt að við spilum leiðinlegan bolta?

Eins og venjulega, þá voru okkar menn miklu meira með boltann og í sókn nær allan tímann … en eins og venjulega þá gekk mjög illa að skapa færi fyrir framherjana. Peter Crouch fékk ekki eitt einasta færi til að moða úr í dag, einu boltarnir sem rötuðu á hann komu langt utan af velli, og þá gerði hann oft vel og lagði upp tækifæri fyrir Cissé í teignum. Oftast var Brad Friedel þó vel á verði og greip seinni boltann frá Crouch, þannig að Cissé komst eiginlega framan af ekkert í nein góð færi.

Þegar líða fór á seinni hálfleikinn fór hann þó að fá sénsa. Hann átti tvo skalla úr upplögðum færum en framhjá, og svo komst hann einn innfyrir og virtist vera kominn inn í teiginn þegar varnarmaður Blackburn, Khizanishvili, felldi hann. Dómarinn ráðfærði sig við línuvörðinn og dæmdi svo aukaspyrnu (réttur dómur, miðað við endursýninguna) og rak Khizanishvili útaf. Þrjátíu mínútur búnar og við einum fleiri.

Eftir þetta pökkuðu Blackburn-menn endanlega í vörn, tóku framherja útaf fyrir miðvörð fyrir hlé, og okkar menn náðu lítið að skapa sér. Maður var farinn að pirrast allverulega í seinni hálfleiknum á aðgerðarleysinu, þegar við fengum aukaspyrnu örlítið vinstra megin til móts við teig Blackburn-manna. Alonso tók spyrnuna, rúllaði honum um tvo metra til hægri og þaðan negldi Djibril Cissé, hættulegasti maður okkar í dag, boltanum beint í netið. 1-0 sigur, staðreynd, þrjú stig sem betur fer í húsi.

Crouch fór svo fljótlega útaf og Fernando Morientes kom inná. Hann var fljótur að koma sér í færin, fékk a.m.k. þrjú dauðafæri til að skora en tókst á einhvern ótrúlegan hátt ekki að koma boltanum í netið.

Á endanum þó var sigurinn aldrei í hættu eftir að við komumst yfir, þetta var bara spurning um hvort við myndum skora sigurmarkið eða ekki og á endanum tókst það. Ég talaði við Einar Örn eftir leik, en hann var á leiknum í dag, og hann var sammála mér því að við gætum verið sáttir með stigin þrjú en ekkert ofboðslega sáttir við frammistöðu liðsins.

Við erum einfaldlega ennþá allt of lélegir fram á við, náum ekkert að sækja upp kantana og erum ekki að skila nógu mörgum miðjumönnum inn í teig. Zenden reyndi að mæta í teiginn í fyrri hálfleik og García í þeim seinni, en einu sinni og einu sinni er ekki nóg. Við erum ekki að ná að pressa lið, ekki einu sinni fyrir framan The Kop, og erum ekki að skapa nógu mörg færi.

Cissé hefði getað skorað þrennu í dag ef hann hefði ekki verið felldur þegar hann var kominn einn inn fyrir, og ef hann hefði nýtt þessi skallafæri sín í fyrri hálfleik. Þá hefði Morientes átt að skora a.m.k. eitt mark úr þessum þremur dauða-dauðafærum sínum undir lok leiksins. En þar fyrir utan vorum við ekkert að skapa okkur og því hefði þessi leikur – eins og ég sagði – alveg eins getað endað 0-0 … eða 5-0. Þetta var einn af þeim leikjum.

MAÐUR LEIKSINS: Mér fannst í raun Xabi Alonso og Momo Sissoko yfirburðamenn í miðjubaráttunni við Blackburn-menn (hversu leiðinlegur leikmaður er Robbie Savage? Fjandinn sjálfur, hvað hann er pirrandi… ) en ég verð að veita DJIBRIL CISSÉ nafnbótina. Hann átti í raun ekkert góðan dag í dag, var að pirra sig of mikið, klúðraði færum og slíkt, en hann á eitt sem verður aldrei tekið af honum. Ef hann er á vellinum, þá er líklegt að hann skori! Og staðreyndin er sú að í dag er hann eini leikmaðurinn sem við eigum sem býr yfir þessum kosti. Hann er núna markahæsti leikmaður okkar og kominn með tvö mörk í deildinni, tveimur meira en Morientes, Crouch og Pongolle til samans.

Sem sagt, í hnotskurn þá voru þetta góð þrjú stig og gott mark hjá Cissé en annars lítið til að hrópa húrra fyrir í þessum leik. Ég er bara feginn að Einar fékk sigur, það er fátt jafn fúlt og að fara á Anfield og horfa á markalaust jafntefli. 🙂

18 Comments

 1. :confused: Það er litlu að bæta við skýrsluna í dag. Ég er sammála henni í öllum aðalatriðum nema að nefna má eins og venjulega J.Carrager sem einn af mönnum leiksins. Það var fátt sem gladdi mann í þessum leik í leik okkar manna. Það var ánægjulegt að Cisse skyldi fá að klára leikinn og Nando er að koma sér í færi í sínum fyrsta leik í langan tíma. Sá hefði sett hann ef hann hefði verið í leikæfingu. Sem sagt okkar menn skiluðu sinni skyldu í þessum leik á móti ömurlegu liði Blackburn og svo sem ekkert meira um það að segja. :rolleyes:

 2. Einar er maður leiksins… við hljótum í nafni félagsins að halda honum þarna úti á Anfield :biggrin2: lukkudýrið hefði ekki getað virkað betur!

 3. Boring boring Liverpool segi ég bara. Hvað get ég sagt annað? Jú, svekkelsi, pirringur og leiðindi. Það mætti segja það að það yrði nánast kraftaverk ef við næðum að skríða í meistaradeildina á næsta ári ef frammistaða okkar verður svona í vetur.

 4. Mikill munur þegar Cissé er inná þó hann hafi ekki verið að nýta færin þá var hann alla vega að fá þau, sem er fyrsta skrefið hitt kemur á endanum.

 5. ok við unnum leikinn eingöngu vegna þess að Einar lukkudýr var á vellinum! Hann er taplaus 🙂

  Fyrir mér standa 3 atriði eftir þennan leik!
  4-4-2
  Cisse skoraði
  3 stig

  Þegar leikurinn byrjaði var ég ánægður með að við værum með 2 sentera og að spila 4-4-2. Ennfremur var ég sáttur að Zenden fengi tækifæri á kantinum og Traroe sem miðvörður.

  Ok Zenden er ágætur miðjumaður en hann er akkúrat enginn kantmaður! Átti fína aukaspyrnu í fyrri hálfleik í tréverkið en úff hvað í andskotanum var hann alltaf að gera inná miðri miðjunni? Toppaði þetta þegar hann var kominn á miðjuna og gaf út á vinstri kantinn en boltinn fór beint út af því hann ÁTTI að vera á kantinum (gaf á sjálfan sig)

  Cisse var já að pirra sig of mikið í leiknum á þessari sendingu og hinni… en hann sýndi vilja og greddu til að skora. Hann djöflast og sýnir að hann vill skora og vinna. Flott mark og núna hefst þetta hjá Cisse (sem hlýtur að starta aftur í næsta leik) og vel gert að rífa í spaðann á Rafa eftir markið.

  Morientes kom inná og á ótrúlegan hátt náði hann ekki að skora… en munurinn á honum og Crouch? Moro kemst þá í það minnsta í færi… Ég trúi ekki að Crouch sé á undan Cisse og Morientes (þegar hann er kominn í leikæfingu).

  Josemi? úff… hann getur ekkert EKKERT. Hættum þessari vitleysu og skilum honum til Spánar…

  Menn leiksins: Cisse, Sissoko og Carragher!

  ps. Kristján: Savage og Tugay eru klárlega mest óþolandi leikmenn í deildinni.

 6. Aggi: munurinn á Morientes og Crouch er að Morientes kemst oft í færi, vel staðsetur annað en Crouch. Eina sem Crouch gerir er að skalla boltann á samherja sinn eða detta. Leikskiljingurinn hjá Morientes er svo miklu betri en hjá Crouch. Ég vill Crouch burt, maðurinn getur ekki neitt í fótbolta.

 7. Josemi ? úff… hann getur ekkert EKKERT.

  Og þar með líkur stuttum ferli Agga sem penni á þessari síðu eða var enginn búinn að segja honum að það má helst ekki segja stygðaryrði um þann spænska hægri bakvörð Josemi. Hann er ábyggilega ágætur bakvörður í spænska boltanum en hann virðist því miður ekki ná sér á strik í þeim enska. 🙁

  Allir sigrar eru flottir, jafntefli betri en töp og töp alltaf ömurleg, vinnum leiki fram að áramótum með þeim aðferðum sem þarf, 4-4-2 og þeim leikmönnum sem eru til staðar kaupum svo í janúar og þá getur þú Rafa minn góður farið að spila það kerfi sem þér finnst virka best.

  En allir nú á ball að halda uppá langþráðann sigur :biggrin:

 8. Já gott að ná sigri á heimavelli. Nú er bara að vinna næsta leik og halda svo áfram að byggja ofan á það.

  Þó maður eigi ekki að vera neikvæður eftir sigurleik, verð ég nú samt að taka undir orð Agga: Josemi er ekki nógu góður fyrir LFC, það besta fyrir hann er að senda hann aftur til Spánar og kaupa í staðinn klassa bakvörð.

  Góður sigur og frábært að sjá Cisse skora.

  Krizzi

 9. Cisse er omurlegur finisher! Sry, en hann hefur fengid hvert faerid a eftir odru og bara “shoot and hope”. Alonso var yfirburda madur i dag og atti hann midjuna, Sissoko var frekar shakey i fyrrir halfleik en lagadist tegar lida for a leikinn. SIDAN SEGIR KRISTJAN AD ZENDEN SPILADI SEM KANTARI HJA BARCA OG CHELSEA, nu veit eg afhverju hann er ekki hja teim lidum lengur.

 10. God!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!! Cisse lélegur finisher?????????

  Framherjar af bestu gerð er þannig að þegar þeir fá blóð á tennunrnar verða þeir rosalegir – þannig er Cisse. Hann er alltaf í boltanum og kemst í helling af færum. Ef hann spilar skorar hann, þannig er það bara.

  Gaman að sjá Moro aftur, hefði nú mátt setjann.

  Go cisse

 11. Ég held að Cissé sé svona slappur að klára færin sín þessa dagana útaf stressinu í kringum framtíð hans hjá Liverpool. Um leið og hann verður öruggari með sig fer hann að setja alla þessa bolta í netið! :tongue:

 12. Mér finnst skrýtið ef lesendur þessarar síðu halda að við Einar séum einhverjir fanatískir Josemi-aðdáendur sem megi ekki sjá eða heyra neitt slæmt um hann.

  Josemi var mjög slappur í dag. Þori alveg að segja það.

  Og já, Crouch átti sennilega sinn slakasta leik fyrir okkur í dag … vonandi nær hann sér aftur á strik í næsta leik. Nú verður spennandi að sjá hvernig Rafa stillir upp gegn Anderlecht á miðvikudag. Hver/hverjir verður/verða frammi?

 13. Það hefði nú einhvern tímann þótt fréttnæmt að Hyypia var ekki í liðinu (og ekki einu sinni í hópnum) þrátt fyrir að vera alheill (a.m.k. skv. mbl).

 14. Ég mæli með að Rafa notist við Morientes ef hann ætlar að halda áfram að þrjóskast með 4-5-1 kerfið í framtíðinni. Crouch er efnilegur og allt það en hann getur ekki hlussu eins og staðan er í dag. Morientes fékk færi og hann getur hreyft sig og verið “þessi sem fær boltann á ennið og dreifir boltanum” en Crouch er bara það. Og þeir sem vilja gagnrýna Morientes geta bara étið úldinn rjóma! Morientes fær færin og hann er að koma úr meiðslum og er ryðgaður en ef hann er að fá þessi færi í hverri viku þá setur hann helvítið einhvern tímann. Munið Michael Owen litla? Hann fékk svona 1 til 19 færi í leik og gerði kannski 1 mark sem dugði til sigurs. Sama situation hér á ferð.

 15. Jammm, við Kristján Atli höfum ákveðið að segja Agga upp, eftir þessa gagnrýni á goðið okkar, Josemi.

  Josemi var fáránlega slappur í gær. Varnarvinnan var svo sem ekki slæm að mér fannst, en hann skilaði engum boltum á samherja.

  Annars líst mér vel á þá tillögu að ég verði sendur út á alla Liverpool leiki. Ég skrifa eitthvað um mína upplifun þegar ég kem heim. 🙂

 16. Góður sigur.

  Tók enginn eftir því að þegar Crouch var tekinn útaf kom mynd af Cisse og var greinilegt að hann var ekki sáttur, öskraði greinilega NOOOOOO! sem þýðist sem Neiiiii!. Veit svo sem ekki hvernig á að túlka þetta eða hvort að þetta hafi verið hrein tilviljun en ákvað að skella þessu fram.

 17. Jú, ég tók eftir þessu. Á spjallborðunum erlendis virðast menn vera sammála um að þetta hafi verið af því að hann hélt að það væri verið að taka hann útaf, en hafi svo séð að Crouchie skokkaði að hliðarlínunni og þá tekið gleði sína á ný.

Blackburn á morgun!

Cisse um fagnið sitt og fleira til. (uppfært)