Gerrard aðeins frá í 11 daga og styttist í Kewell og Mellor.

Nú er ljóst að Gerrard [mun líklega ná leiknum gegn Fulham](http://www.liverpoolfc.tv/news/drilldown/N150227051010-1306.htm) þann 22.okt þannig að meiðslin eru ekki jafn alvarleg og í fyrstu var talið.

Harry Kewell [er á góðum batavegi](http://www.liverpoolfc.tv/news/drilldown/N150228051011-0830.htm) og vonast þjálfari Ástralíu, Gus Hiddink, að hann verði kominn í góða æfingu þegar Ástralía spilar fyrri leikinn um hvort landið komist á HM.

Antonio Barragan hefur spilað einkar vel með varaliðinu á hægri kantinum og skorað nokkur mörk reif liðþófa og fór í aðgerð í vikunni. Hann verður frá næstu 5-6 vikurnar. Hann spilaði sinn fyrsta alvöru leik fyrir LFC gegn CSKA Sofia í haust.

Og núna styttist í að Neil Mellor komi tilbaka en hann hefur verið frá vegna uppskurðar sem hann fór í vegna krossbandaslita í mars. Mellor [segir í viðtali](http://www.liverpoolfc.tv/news/drilldown/N150224051010-1254.htm) við official síðuna að hann sé ca. 5 vikur frá því að komast á fullt. Vonandi að hann komi aftur jafnmikið á óvart og í fyrra.

3 Comments

  1. Væri maður til í að fá Mellor inn eins og í fyrra? Okkur myndi muna um fimm mörk á tveimur mánuðum frá honum í ár eins og þá … annars er ég orðinn spenntur að sjá hvernig Kewell kemur undan þessum meiðslum. Þetta eru tveir leikmenn sem eru nær örugglega á síðasta séns hjá okkur.

    Og góðar fréttir með Gerrard. Missir s.s. bara af tveimur leikjum, Blackburn um helgina og Anderlecht eftir rúma viku. Fínt.

  2. Það eru góðar fréttir að Kewell sé að ná sér. Hann hefur fengið mikinn tíma til að koma sér hægt og rólega í gang. Rafa hefur rosalega trú á Kewell og vona ég að hann sýni hvað hann virkilega getur.

    Hvað varðar Mellor, gæti mér ekki verið meira sama. Hann er EKKI sá maður sem við þurfum. Hann mun þó væntanlega reynast varaliðinu drjúgur.

  3. það er hið besta mál ef Gerrard kemur sem fyrst aftur.

    En það sem mig langaði að koma inn á hér er hlutur sem Hössi hefur oft talað um, þ.e. hversu góða leikmenn hefur LFC?

    Skoðum þetta út frá því hverjir eru fastamenn í sínum landsliðum, fyrir mitt leiti er það besta viðmiðunin þegar þú metur styrk leikmanns því það er yfirleitt þannig að þeir bestu eru valdir til að spila fyrir sína þjóð.

    Ef við skoðum LFC út frá þessu eins og staðan er í dag þá eru bara þrír til fjórir leikmenn sem eru öryggir með að byrja inná í sínu landsliði: Gerrard, Hyypia, Traore (gafst reyndar upp á því að reyna að komast í Franska landsliðið og spilar því með Malí í dag) og Riise (hefur reyndar verið á bekknum í einhverjum leik/leikjum á þessu ári).

    Skoðum svo aðra leikmenn:

    Reyna: er markmaður nr. 2 hjá spænska landsliðinu á eftir Casillas.

    Carragher: valkostur nr. 4 í miðvarðarstöðuna hjá Englandi, á undan honum í röðinni eru Campell, Terry, Ferdinand.

    Warnock: kemst ekki í hópinn nema að Cole og W.Bridge séu meiddir, þá meina ég 22 manna hóp Englands.

    Finnan: er varamaður fyrir Carr hjá Írlandi. Valkostur nr. 2 í hægri bakvörðinn.

    Josemi: er nokkrum ljósárum frá því að komast í spænska landsliðið.

    Zenden: á líka langa leið fyrir höndum áður en hann kemur til greina í það hollenska.

    Garcia: er í 20-23 mann hópi Spánverja. Valkostur nr. 4-5 á kantana. Var til dæmis ekki í 16 manna hópnum í síðasta leik.

    Hamann: Verð nú að viðurkenna að ég veit ekki alveg hver staða hans er hjá landsliðinu, er nú samt líklega valkostur nr. 2, orðin gamall og hægari en áður.

    Alonso: ekki fyrsti valkostur á miðjuna hjá Spánverjum eins og staðan er í dag, komst ekki í 16 manna hópinn í síðasta leik. Gæti reyndar breyst ef hann spilar jafn vel fyrir LFC og á fyrrihluta síðasta tímabils.

    Sissoko: var ekki liði Malí í síðasta leik, mun samt örugglega verða lykilmaður í landsliðinu á komandi árum, það er næsta víst.

    Pongolle: er langt frá því að koma til greina í A-landslið Frakka.

    Crouch: var að lesa góða grein um hann áðan. Þar kemur pistlahöfundur inn á að hann muni aldrei verða meira en varamaður í landsliðinu, hann skorar ekki nógu mikið. Valkostur nr. 3 eða 4(líklegra).

    Morientes: ef hann er heill þá gengur hann inn í spænska landsliðshópinn en ekki inn í liðið. Valkostur nr. 3 eða 4

    Cisse: gæti hugsanlega unnið sér fast sæti í liðinu á næstu árum, en eins og staðan er í dag þá er hann valkostur nr. 3 í sóknina hjá Frökkum.

    Ef við skoðum hópinn sem Benitez hefur úr að velja út frá þessum staðreyndum, þá eigum við langt í land með að ná toppnum.

    Öll bestu lið Englands/Evrópu eru með leikmenn sem spila líka lykilhlutverk hjá sínum landsliðum. Benitez er vissulega einn færasti þjálfari Evrópu í dag, en hann nær ekki alla leið með LFC nema gæðin verði meiri.

    Það er alveg ljóst að við verðum að fara að kaupa betri leikmenn inn í liðið ef LFC á að geta keppt um titla á Englandi og í Evrópu á komandi árum. Hættum að kaupa meðalmenn og snúum okkur að gæða leikmönnum. Þó að fótbolti snúist um liðsheildina þá verðum við að hafa fleiri en einn(Gerrard) heimsklassa leikmann.

    Krizzi

Hvað gerir Rafa núna?

Speedy: spurning um Hvenær ekki Hvort