Hvað á að gera?

player_houghton.jpg

Jæja þá erum við flestir pirraðir í skólanum eða vinnunni eftir slæmt tap gegn Chelsea á heimavelli. Kristján sagði allt um þennan leik sem segja þarf sem og þið hinir í athugasemdunum við leikskýrslu Kristjáns.

Ég fór hins vegar að spá í hvernig ÉG myndi stilla liðinu upp miðað við þann mannskap sem við erum með Í DAG og þá í með það í huga hvernig þeir hafa spilað það sem af er tímabilinu (ég veit náttúrulega ekki hvernig þeir standa sig á æfingunum eða hvernig persónur þeir hafa að geyma).

Fyrir það fyrsta þá finnst mér óskiljanlegt að spila 4-5-1 eða 4-4-1-1 leikkerfin þegar við erum ekki með neina vængmenn. Ennfremur erum við með 4 sentera sem eru allir nokkuð sprækir. Þannig að ég sé þetta svona fyrir mér:

Reina

Finnan – Carragher – Traoré – Warnock

García – Alonso – Gerrard – Kewell

Cissé – Morientes

BEKKUR: Carson, Crouch, Sissoko, Hyypia, Zenden.

Það er klárt mál að það eru margir sem eru ósammála mér en við erum jú allir hrifnari af þessum og hinum einfaldlega af því bara. Líkt og sumir segja að svart sé smart og bleikt sé steikt, af því bara. Ég ætla að koma með rök fyrir þessu vali mínu.
Markmenn:
Reina er betri en Carson í dag og Dudek er búinn með sinn séns. Ég myndi selja hann í janúar. Endurskoða síðan markmennina eftir tímabilið, Reina hefur ekki sýnt mér það ennþá að hann sé framtíðarmarkvörður okkar.
Varnarmenn:
Hyypia er ekki búinn að vera góður það sem af er þessu tímabili og var í raun byrjaður að dala mikið í fyrra. Þar sem við erum ekki með neina aðra leikmenn til að leysa Hyypia af en Traoré og Whitbread þá myndi ég velja Traoré og gefa honum breikið fram að 1. janúar. Josemi myndi ég annað hvort selja eða gera honum ljóst að hann er back-up fyrir Finnan. Ég kysi frekar sjá okkur með ungan leikmann sem back-up fyrir Finnan, einn fyrir framtíðina. Riise hefur aðallega verið notaður sem hægri kantur en er að upplagi bakvörður. Hann er einfaldlega ekki nægilega góður leikmaður og því myndi ég selja hann í janúar. Hyypia myndi ég nota sem cover fyrir Carra og Traoré og síðan eftir tímabilið gera honum ljóst að hans tími væri búinn hjá Liverpool.
Miðjan:
Við erum náttúrulega afar vel settir þarna og í raun væri ég til í að skipta t.d. Hamann út fyir einn varnarmann eða kantmann. En ég myndi nota Alonso og Gerrard á miðjunni með Sissoko sem skipti mann. Hamann myndi vera nr. 4 og eftir tímabilið þá fengi hann að fara til heimahaganna, jafnvel nota hann sem “scout” í Þýskalandi.
Kantmenn:
Við erum í miklu vandræðum með báða kantana okkar. Kewell hefur verið mikið meiddur og hægri kantmaður er ekki til nema kannski í Gerrard. Ég myndi nota Kewell með Zenden sem back up fyrir hann. Á þeim hægri myndi ég nota Garcia og síðan Pongolle sem back up. Í janúar myndi ég skoða alla hægri kantmenn í Englandi, Þýskalandi, Frakklandi, Spáni, Hollandi o.s.frv. og finna einn ungan og annan “proven quality”! Það er hægt.
Senterar:
Við erum vel settir þar líkt og á miðjunni. Ég myndi nota sem fyrsta par Cisse og Morientes. Ég er þess fullviss að ef Cisse fær almennilegt tækifæri þá mun hann sanna hversu öflugur hann er sem og Morientes á mikið inni. Ef sama spilamennskan heldur áfram hjá Moro þrátt fyrir næg tækifæri þá myndi ég selja hann í janúar og nota Crouch með Cisse og Mellor/Pongolle sem back up.

Ég skal alveg viðurkenna að ég er ekki mikill aðdáandi Crouch og skil ekki þetta “hype” sem er búið að búa til um hann. Það eru allir að tala um hvað hann er góður og ógnandi, því miður þá er sjónin mín svona léleg eða ég skil ekki knattspyrnu en mér er fyrirmunað að sjá hvað hann hefur verið “frábær” það sem af er tímabilinu.

Talk is cheap og ég reyndi að útskýra hvers vegna og af hverju ég myndi velja liðið svona. Breytinga er þörf og þangað til við getum keypt þennan og hinn þá verðum við að nota þá leikmenn sem til eru. Þá finnst mér einnig mikilvægt að aðlaga leikkerfið að liðinu en ekki öfugt.
Af hverju er Charlton, Tottenham, Bolton og Man City svona ofarlega? Hvað gera þau sem við gerum ekki?

Jæja ég ætla að fá mér kaffi og hugsa um ALLT annað en Liverpool… hhhmmm.

ps. myndi er af Ray Houghton… þannig hægri kantmann vantar okkur í dag.

20 Comments

  1. Aggi þú ert nú bara ekki svo vitlaus, ég er amk alveg sammála því sem að þú ert að bera þarna á borð. Sá ekki leikinn í gær og er eiginlega bara ánægður því að annars væri maður í ennþá verra skapi en maður er nú þegar.

  2. Sammála í einu og öllu. Nema mér þætti synd að láta einn þeirra Gerrard, Sissoko eða Alonso sitja á bekknum. Þessvegna myndi ég vilja að Gerrard færði sig útá hægri vænginn og hinir tveir myndu manna miðjuna! 🙂

    Ég er jafnvel alveg til í að gefa Whitbread sénsinn fyrir Hyypia. Ég hef aldrei séð neitt nema mjög gott af honum. Og þá kannski halda Traoré í vinstri bakverðinum frekar en Warnock. Ég er ekki alveg kominn með þessa ofur trú á Warnock eins og sumir – ekki frekar en Crouch! :tongue:

  3. Ég vil bara byrja á að þakka ykkur fyrir frábæra heimasíðu, þrælskemtileg og góðir punktar í þessum og öðrum pistlum. T.d. er ég mjög sammála þessum pistli enda er hann svo vel gerður að það er erfitt að vera honum ósammála 🙂

  4. Mjög góður pistill hjá Agga og er ég sammála honum að flestu leyti. Sjálfur myndi ég setja Sissoko inn og Kewell eða Garcia út… hef samt ekki myndað mér kant-skoðunina alveg.

    Ég hef hins vegar trú á Crouch að því leytinu að hæð hans er ógnandi og í Betis-leiknum, sem og CL-leiknum gegn Chelsea þá var það ljóst hversu hættulegur hann getur verið. Það sem Crouch vantar er Cisse við hlið hans frammi og einnig mætti svo svissa Morientes inn fyrir Crouch þegar líður á leiki – þá hafa jú liðin vanist hæðinni og allt í einu kemur svo Morientes með nýjar áherslur.

  5. Það hafa allir sínar skoðanir á því hvernig liðið á að vera og hvað þarf að gera til að árangurinn verði betri.

    Aggi ég er nú ekki alveg sammála þér með það að Hyypia sé ekki búinn að vera góður þar sem af er tímabilinu. Ég veit ekki betur en menn hafi verið að dásama hann og vörnina eftir síðasta evrópuleik. Þó að kallin sé orðinn hægari en áður þá er hann nú samt klassa betri miðvörður en Traore og Whitbread. Hann les leikinn mun betur en þeir og er mikið betri í loftinu, auk þess að vera mikill leiðtogi. Hann átti slæmann dag í gær eins og nokkrir í okkar liði og kemur eflaust sterkari til baka.

    Engu að síður verður LFC að kaupa nýjan miðvörð, en sá miðvörður verðu þá líka að vera í heimsklassa. Stjórn LFC verður að átta sig á því að til þess að fá slíkan leikmann þá þurfa þeir að láta af hendi 10+ millj. Því í boltanum í dag er ekkert gefins.

    Kveðja
    Krizzi

  6. Mér finnst nú ótrúlegt að Kewell sé ekki meðal þeirra sem þú vilt að liðið losi sig við. Fyrstu 2-3 mánuðina var hann jú ágætur, en síðan þá hefur hann verið hrein hörmung. Hvað Zenden varðar, þá átti hann sitt besta tímabil (og í rauninni sitt eina góða tímabil í ensku deildinni ) í fyrra með Middlesbrough þegar hann lék á miðjunni, ekki á kantinum. Þegar Liverpool fékk hann í sumar voru þeir í rauninni bara að fá enn einn miðjumanninn.

    Annars virðast menn ekkert vera spenntir að fara til þessa liðs, þótt þeir séu Evrópumeistarar. Solano ákvað t.d. frekar að fara til Newcastle, Dirk Kuyt sagðist ekki vilja fara neitt og stuttu eftir að þeir buðu í Stelios Giannakopolous þá skrifaði hann undir nýjan samning við liðið. Ef þeir gátu ekki lokkað þessa menn til liverpool, þá skil ég ekki hvernig þeir ætla að fá Joaquin til liðsins, sem öll stórlið í heiminum virðast vilja fá til liðs við sig.

  7. Það eru allir að tala um hvað hann er góður og ógnandi, því miður þá er sjónin mín svona léleg eða ég skil ekki knattspyrnu

    BINGÓ

  8. Ég vil sjá liðið svona:

    —Reina

    Finnan – Carragher – Traore – Warnock

    -Sissoko

    —Garcia–Gerrard–Alonso—
    . . .
    . . .
    . . .
    \/ \/ \/

    —-Crouch—Cisse—-

    Semsagt, enga kantmenn! Við eigum þá ekki, af hverju ekki bara að sleppa þessu…. Svo geta Zenden og Kewell komið inn á miðjuna og Hamann backað Sissoko upp. Morientes er svo þriðji maður inn í sóknina…. Ekki gleyma því að Bolo átti sínar bestu stundir með Boro á miðri miðjunni en ekki á kantinum.

  9. Er sammála Hjalta hér að ofan um allt nema þá Hyypia. Traore á að vera enn um sinn í vinstri bak og Hyypia í miðverði.

    Sé ekki að Morientes eigi að vera í byrjunarliðinu. Cisse að mínu mati okkar besti Striker og svo Crouch. En ef Moro kemst í sitt besta form nær hann örugglega að koma inn í byrjunarliðið á kostnað Crouch. Það er alveg ljóst að Coruch og Moro munu ekki spila saman.

    Ég hef mikla trú á Kewell og vona að hann haldi sér heilum. Hann er betri en Riise og Zenden á öðrum fæti

  10. ég virðist eiga við sama vandamál að stríða sem svo margir á þessari síðu. að þegar fólk er að tala um að hinn og þessi sé ekki nógu góður, en lofa alltaf Alonso í hástert, að þessi maður sé svo mikill sendingasnillingur, góður að lesa leikinn osv.

    ég get bara ekki verið sammála þessu. mér finnst þessi maður einfaldlega vera einn sá ofmetnasti miðjumaður í ensku deildinni í dag.

    fer ég ekki með rétt mál þegar ég segi að hann hafi verið með 3. lélegustu tölfræðina varðandi sendingar sem komist hafi til skila, á síðasta tímabili.

    ég held að menn ættu aðeins að fara að fylgjast betur með leik þessa svokallaði snillings, og íhuga hvort að hann sé eins mikill snillingur og hann er gefinn út fyrir að vera.

  11. Vandamálið með Hyppia er að hann er enn klassa leikmaður. Frábær skallamaður og leiðtogi inn á vellinum. Hann verður því miður ekki leystur af nema með heimsklassa leikmanni eins og Krizzi segir hér að ofan. Ég myndi ætla að slíku varnarmaður myndi kosta plús 20 millj. punda.

    Sammála Agga með næstum allt í greininni. Ég held þó að Sissoko sé sterkari leikmaður en Alonso. Þá skil ég ekki af hverju Zenden hefur ekki spilað meira. Hann á að vera fyrsti valkostur á vinstri kantinn þangað til Kewell verður klár í slaginn.

    Svo finnst mér mjög spennandi að prófa Traore í miðvörðinn. Ég hélt ég yrði ekki eldri þegar Riise var settur þangað síðast.

  12. Sammála Einari með Alonso. Sé ekki snilldina. Finnst meira að segja Hamann ennþá betri leikmaður. Væri til í að spila með Sissoki og Hamann á miðjunni og Gerrard úti hægra meginn.

  13. Mér finnst Crouch flottur, aðallega af því hann lítur út fyrir að vera ofvaxinn heróínfíkill með snert af holgóma í sér. Raunar fíla ég líka hvernig hann tekur á móti boltanum og skilar honum frá sér, en það er aukaatriði. Aðallega fíla ég hann af því hann er svo frámunalega ófríður að með réttu ættu varnir andstæðinganna að opnast fyrir honum eins og rauða hafið fyrir Móses á sínum tíma. Það hlýtur að koma að því og þá mun ég fagna eins og óður maður, faðma ókunnuga og fara í sleik við ömmu!

  14. Spennandi að setja Traore í staðinn fyrir Hyppia í miðvörðinn, því Hyppia virðist ekki ráða við hraðann hjá sóknarmönnunum lengur.
    Ennig sammála með Xenden, hann ætti að vera kostur nr 1 þar til að Kewell verður heill(sem verður vonandi se fyrst)
    Og Morientes er nú betri að ýmsu leiti en Crouch en báðir toppleikmenn að sjálfsögðu eins og allir leikmenn LFC 😉 :biggrin:

  15. Úff … ég hef nákvæmlega ekkert um þetta að segja. Langar helst að skríða undir stein og gera allt annað en að vera Liverpool-aðdáandi næstu tvær vikurnar.

    4-1 tap fyrir Chelsea er hér með opinberlega komið á topp10 listann minn yfir ömurlegustu hluti sem ég hef lent í í ár.

    Djöfull sem það var ömurlegt að mæta í vinnuna í morgun.

  16. Það hefur lengi blundað í mér að við séum að spila rangt leikkerfi (4-5-1) þar sem við höfum enga kantmenn. Við erum hreinlega ekki með nægilega sókndjarft lið ef litið er á heildina. Það að við þurfum að henda inn Djimi Traore í vinstri bakvörð þegar stórlið kemur í heimsókn sannar það að Rafa hugsar meira um varnarleikinn en sóknarleik og er “Hoyllier-syndrome” enn og aftur að lemja fast að dyrum hjá okkur. Í fyrsta lagi er og hefur Traore ALDREI verið bakvörður þótt hann sé sterkur varnarlega. Hann er gjörsamlega GELDUR sóknarlega og það er sóun að nýta hann ekki til að leysa af finnska sleðann Hyypia á meðan Rafa klúðraði varnarmannakaupunum í sumar. Ég vil sjá nýjan vinstri bakvörð keyptan eða Riise og Warnock notaðir oftar á kostnað Traore sem leysir Hyypia af.

    Það marg sást á sunnudaginn hversu seinir miðverðir okkar voru og best sást það á gabbhreyfingunni sem afríski vælukjóinn Drogba gerði á Hyypia í leiknum. Það allavega sannast að það er ekki nóg að vera með 2 af bestu miðjumönnum í evrópu í sínu liði þegar liðið spilar asnalegt leikkerfi sem fittar ekki inn í leikmannahópinn sem fyrir er. Ég TRÚI EKKI að Rafa sé svona virkilega tregur að hann hreinlega troði þessu helvítis leikkerfi inná liðið þegar kantmenn vantar og AÐAL HAUSVERKUR ÞESSA KERFIS ER A Ð H A F A K A N T M E N N !!!!!! FJandinn hafi það, RAFA!

  17. Það hefur lengi blundað í mér að við séum að spila rangt leikkerfi (4-5-1) þar sem við höfum enga kantmenn. Við erum hreinlega ekki með nægilega sókndjarft lið ef litið er á heildina. Það að við þurfum að henda inn Djimi Traore í vinstri bakvörð þegar stórlið kemur í heimsókn sannar það að Rafa hugsar meira um varnarleikinn en sóknarleik og er “Hoyllier-syndrome” enn og aftur að lemja fast að dyrum hjá okkur. Í fyrsta lagi er og hefur Traore ALDREI verið bakvörður þótt hann sé sterkur varnarlega. Hann er gjörsamlega GELDUR sóknarlega og það er sóun að nýta hann ekki til að leysa af finnska sleðann Hyypia á meðan Rafa klúðraði varnarmannakaupunum í sumar. Ég vil sjá nýjan vinstri bakvörð keyptan eða Riise og Warnock notaðir oftar á kostnað Traore sem leysir Hyypia af.

    Það marg sást á sunnudaginn hversu seinir miðverðir okkar voru og best sást það á gabbhreyfingunni sem afríski vælukjóinn Drogba gerði á Hyypia í leiknum. Það allavega sannast að það er ekki nóg að vera með 2 af bestu miðjumönnum í evrópu í sínu liði þegar liðið spilar asnalegt leikkerfi sem fittar ekki inn í leikmannahópinn sem fyrir er. Ég TRÚI EKKI að Rafa sé svona virkilega tregur að hann hreinlega troði þessu helvítis leikkerfi inná liðið þegar kantmenn vantar og AÐAL HAUSVERKUR ÞESSA KERFIS ER A Ð H A F A K A N T M E N N !!!!!! FJandinn hafi það, RAFA! Nú er talað um í pressunni að sýna CHelsea “the respect they deserve”. WHAT THE WHO segi ég bara! Málið er að leikmenn og framkvæmdastjórinn (Rafa t.d.) eiga bara að grjóthalda kjafti ef þeir höndla ekki að tala í pressunni og bakka upp stóru orðin. Jose Mourinho bakkar upp ALLT sem hann segir sama hvað allir hata hann. Ég er farinn að sjá eftir því að hann hafi ekki komið til LFC því þá væri virkilega spilaður fótbolti á Anfield þar sem mark andstæðinganna væri targetið en ekki Peter Crouch!

    PS: Já, ég er pirraður! 😡

  18. Eiki taktík LFC myndi ekkert breytast þó að mourinho tæki við liðinu, eða hefði tekið við því. Hann spilaði 4-5-1 hjá Porto eins og hann gerir hjá C$$$$$$$. Það sjá allir sem vilja sjá að hann leggur allt upp úr því að verjast og beita skyndisóknum. Málið með C$$$$$$$ og Porto er að þau hafa/höfðu mun sókndjarfari og hraðari kantmenn og sóknarmenn (fyrir utan Cisse) en við.

    Plús það að hjá LFC hefði Moron ekki getað keypt leikmenn fyrir 15-20+ millj punda, eins og hann getur hjá C$$$$$$$. Ég endurtek lið sem Moron hefur þjálfað leggja allt upp úr því að verjast og beita síðan vel útfærðum skyndisóknum.

    Með alla þessa heimsklassa leikmenn afhverju spilar C$$$$$$$ ekki meiri sóknarbolta. Þeir hafa svo sannalega mannskapinn í það fram yfir okkar ástsæla lið.

    Gott dæmi um áherslur á varnarleik hjá þeim bláu er Eiður Smári, sókndjarfur og skapandi fram á við, spilaði á miðjunni í fyrra með Lampard og Makelele, lagði upp fullt af mörkum og skoraði þó nokkur. En í ár keyptu þeir Essien, þannig að nú spila þeir með tvo mjög varnarsinnaða vinnuhesta á miðjuna þá Makelele og Essien. Þessi breyting hjá Moron er á kostnað sóknarboltans.

    Þannig að höldum ró okkar og spörum fullyrðingar um að LFC hefði átt betra gengi að fagna undir stjórn Moron.

    Við urðum Evrópumeistarar undir stjórn Benitez ekki gleyma því.

    Kveðja
    Krizzi

Liv’pool 1 – Chelsea 4

Hyypia var veikur