Sálfræði 103.

Svo virðist sem flest öll blöð hafi fjallað það mikið um Liverpool og Chelsea undanfarið að sumar greinarnar fjalla um nákvæmlega sama hlutinn, bara orðað öðruvísi. Ítrekað er reynt að setja upp [haturssamband milli Rafa og Mourinho](http://football.guardian.co.uk/News_Story/0,1563,1581786,00.html) sem í rauninni er ekki til staðar. Þeir ræða saman á spænsku um fjölskyldur sínar og eru afslappaðir.

Rafa [lítur á síðasta leik](http://home.skysports.com/list.asp?hlid=312096&lid=2&cpid=8&title=Rafa+enthuses+over+Reds&channel=football_home) og segir að Liverpool hafi spilað betur en Chelsea. Dómarinn hafi yfirsést 2 vítaspyrnur og í dag sé LFC betra lið en á síðasta tímabili.

Peter Crouch hefur verið [duglegur að tjá sig um Chelsea](http://home.skysports.com/list.asp?hlid=312206&lid=2&cpid=8&title=Crouch+in+Blues+warning&channel=football_home) og að við getum vel unnið þá. Hann virðist vera þokkalega vel gefinn, þrátt fyrir þunnt andrúmsloft svona hátt uppi, og svarar vel fyrir sig. Carragher er einnig að tala mikið í blöðin en svo virðist sem Gerrard sé viljandi lítið í fjölmiðlum og að tala um leikina gegn Chelsea. Crouch, Carra og Rafa eru afar áberandi… tilviljun?

…í lokinn [segir Parry að Liverpool muni reyna að fá Simao til félagsins](http://home.skysports.com/list.asp?hlid=312221&CPID=8&clid=&lid=2&title=Reds+to+return+for+Simao) í janúar! Ljóst að janúar nálgast óðum og fram að því munu allir góðir hægri kantmenn og varnarmenn vera tengdir við okkur. Það sem skiptir meiru máli er að við kaupum 2 toppklassaleikmenn, því við þurfum á því að halda!

5 Comments

  1. Ég tók sérstaklega eftir orðum Crouch þar sem hann sagði að Rafa hefði sagt þeim að láta ekki Chelsea ?búllía? sig.

    Ég held að þetta sé akkúrat málið og það er ekki fyrr en við náum að vera andlega sterkari en andstæðingarnir sem við vinnum deildina.

    Þetta er það sem man udt hafði á síðasta áratug og Arsenal á undanförnum árum. Pires minntist á þetta fyrir leikinn gegn man utd í fyrra þegar þeir töpuðu sínum fyrsta leik í u.þ.b ár. Hann sagði að Arsenal hefði einfaldlega sálfræðilega/andlega yfirburði yfir man utd. Það fór reyndar að man utd vann leikinn, en þeir voru heldur betur með blóðbragð í munninum þegar þeir unnu.

    Þetta er akkúrat það sem mér finnst vera að koma hjá Liver þessa dagana. Þeir berjast fyrir hverjum bolta, hverri aukaspyrnu, innkasti o.sv.frv. Þá virðast þeir líka vera reyðubúnir í slagsmál þegar svo ber undir.

    Þetta er aðalástæðan fyrir bjartsýni minni á gott gengi í vetur.

    Svo verður athyglisvert að fylgjast með Alonso vs. Terry í næsta leik. Mér sýndist þeir eiga óuppgerð mál frá því síðast.

    Annars vinnum við leikinn 3-0.

  2. En 3-0 segiru…Ég vona þá að það verði Cissé sem skori öll 3 mörkin svo félagi minn geti hoppað uppí rassgatið á sér og hætt að drulla yfir Cissé! :biggrin2:

  3. Jú gott ef Lampard braut ekki Alonso í fyrra.

    Í leiknum braut Terry á Alonso og fékk spjald fyrir vikið. Síðan hraunaði hann yfir Alonso og sakaði hann um leikaraskap (að mér fannst). Alonso virkaði hálf miður sín og vildi eitthvað ræða þetta frekar. Svo voru þeir að kíta um þetta eftir leikinn og Carra og einhver voru eitthvað að draga þá í sundur. Þetta voru þó ekki alvarlega kítingar. Meira svona ?hvað er að þér maður? kítingar.

    Það eru akkúrat eftir svona móment sem okkar menn verða að standa upp og þora að láta finna fyrir sér.

Momo og Nando með á sunnudag!

Næsta stjarna Liverpool?