Þetta var ekki mark og heimurinn er á móti okkur!

Það er bara ekkert annað Hr. Mourinho en hann [segir að það séu allir á móti Chelsea](http://home.skysports.com/list.asp?hlid=311613&CPID=5&clid=&lid=2&title=Jose+-+world+against+us), ekki bara á Englandi heldur ALHEIMURINN! Já menn eru góðir með sig. Ég verð t.d. ekki var við að danskurinn sé mjög stressaður yfir þessum leik í kvöld, alla vega setti kennarinn leiðindarverkefni fyrir sem á að klárast á morgun!

Síðan er þá á þónokkrum stöðum sem Mourinho er ennþá að tala um markið sem Garcia skoraði (eða skoraði ekki). Þetta hafi ekki verið mark en samt hafi Liverpool unnið og hann sætti sig við það… jájá get over it! Ef markið hefði ekki verið dæmt þá hefði verið víti og rautt spjald á Chech en Tomkins fer afar [vel yfir þetta atriði](http://www.liverpoolfc.tv/news/drilldown/N150122050928-1022.htm) og fleira tengt þessum annars yndislega leik.

Rafa Benitez er lítillátur að vanda og [segist hafa orð bæði Garcia og einkaritara síns](http://www.dailymail.co.uk/pages/live/articles/sport/football.html?in_article_id=363704&in_page_id=1779) fyrir því að þetta var mark. Hún, Sheila, er víst strangheiðarleg og sat á besta stað á Anfield: Þetta var mark!

uuusssss þetta verður Rooooooosalegur leikur!

10 Comments

  1. Já, Mourinho sýnir klærnar … mér fannst ummæli hans um Fernando Morientes sérstaklega skemmtileg. Við getum nánast gengið frá því vísu að Moro mun skora gegn Chelsea í deildinni á sunnudaginn, eða í útileiknum í Meistaradeildinni í desember. 🙂

    Orðinn ekkert lítið spenntur…

  2. Ég fagna því að þú skrifir hérna inn Aggi, góð viðbót við þá góðu penna sem eru hér fyrir.

    Hér í Finnaveldi er spennan að ná hámarki. Um daginn þegar ég var að horfa á leik LIVERPOOL og manu talaði ég við gallharðann maun fan sem sagði að LFC yrði að vinna þennan leik. Hann ætlaði að læra nokkra LFC söngva og syngja með okkur á barnum í kvöld.
    Það er gaman að finna fyrir þessum stuðningi frá stuðningsmönnum annarra liða en skiptir það einhverju máli????
    Aðalatriðið er, að við stuðningsmenn LIVERPOOL þjöppum okkur saman, fyllum allar ölstofur heimsins og fáum að fagna sigri í kvöld!
    Við vinnum leikinn og brosum síðan með morgun sopanum þegar við lesum vælið í mourinho…….

    Áfram LIVERPOOL!
    Organdi baráttukveðjur frá Finnlandi.
    Geiri

  3. takk fyrir það Geiri… já Einar og Kristján eru hrikalega öflugir og eiga mikinn heiður skilinn fyrir þessa síðu.

    Já ég er núna að klára heimaverkefni á kaffihúsi en geta engan veginn einbeitt mér.

    eins og segir í laginu já Svölu og Bo: Ég hlakka svo til….. ég hlakka alltaf svo til… en það er svo langt að bíða….

    uuuuuuuuussssssssssss

  4. Hvað er skýrt merki um að fótboltaaðdáendur séu alveg að missa sig og við það að ganga of langt í dýrkun sinni á einu liði?

    Svar: Þegar menn eru farnir að vitna í lög með Svölu Björgvins til að stytta biðina eftir leik … :laugh:

    Aggi, sekur! 🙂

  5. Fyrir nokkru tók ég eftir link sem vísaði mér á himneska tóna YNWA…var að spá hvort sá hinn sami, eða e-r annar, geti ekki endutekið það! :biggrin:

  6. Jæja félagar nær og fjær.

    Var að renna niður kjúkklingarétt með rauðri paprikku, rauðlauk og rauðri sósu, þessu var skolað niður með glasi af rauðvíni. Í þessum skrifuðu orðum er ég að klára bjór með rauðum miða (Karjala). Veit ekki hvort að þetta sé táknrænt fyrir það sem koma skal, þ.e. rauða gleðistund……. vona það!

    Nú er best að drífa sig á barinn til að ná sínu sæti.
    Lengi lifi LIVERPOOL og megi LIVERPOOL vinna í kvöld.
    Rauðar kveðjur til ykkar allra.
    Geiri

  7. Sorry þetta fokkaðist upp þarna á undan hjá mér…

    Átti að vera:

    >The player’s representative Gonzalo Arguinano has been invited to Anfield to watch Liverpool’s Champions League encounter with Chelsea, and it is believed that Liverpool will use the visit as a chance to ask about Joaquin’s availability.

  8. Gunnar, ef andrúmsloftið á Anfield í kvöld verður eitthvað nálægt því sem það var gegn Chelsea í Meistaradeildinni í maí, þá mun umboðsmaðurinn hringja í Joaquín í kvöld og skipa honum að semja við Liverpool!

    Svo mun hann kynnast því sjálfur, persónulega, í nóvember… 🙂

Chelsea á morgun!

Cissé í liðinu!!!