Ýmsar vangaveltur um hitt og þetta sem snertir Liverpool.

Peter Crouch [ver leikskipulag Rafa](http://news.bbc.co.uk/sport2/hi/football/teams/l/liverpool/4261110.stm) og segir að það muni skila árangri, það vona ég líka. Reyndar ósammála því að það sé eingöngu koma Crouch sem gert það að verkum að við spilum “geldan” sóknarleik. Luis Garcia [er gagnrýndur](http://icliverpool.icnetwork.co.uk/0500liverpoolfc/0100news/tm_objectid=16151440%26method=full%26siteid=50061%26headline=unfamiliar%2drole%2dhas%2dgarcia%2dflummoxed-name_page.html) fyrir leik sinn í “holunni” og er ég sammála því, hann getur gert miklu betur en t.d. gegn Man U um daginn. Klárt mál að hann verður að spila nær Crouch og pikka upp boltana frá t.d. Crouch betur. Rafa [segir að Djimi Traore sé eins og nýr leikmaður](http://www.liverpoolfc.tv/news/drilldown/N150026050920-0844.htm) eftir meiðslin fyrir Liverpool, hann bætir því einnig við að Traore sé lykilmaður í liðinu. Það tel líklegt að Traore muni verða aðalvinstri bakvörður okkar í vetur með Warnock sem back-up.
Gefið er í skyn (ekki í fyrsta skiptið) [að Real Madrid vilji fá Rafa til sín…](
http://www.mirror.co.uk/sport/football/tm_objectid=16150788%26method=full%26siteid=94762%26headline=exclusive%2d%2d58%2d%2dreal%2dwant%2drafa-name_page.html) þetta er eitthvað sem mun væntanlega koma upp ávallt þegar Real gengur illa… Souness hlýtur að vera á lausu bráðlega! Mikið hefur verið rætt um að liðin í úrvalsdeildinni spili ekki nægan sóknarbolta og að það sé helsta ástæðan fyrir [fækkun áhorfenda](
http://football.guardian.co.uk/News_Story/0,1563,1573794,00.html) á leikjum. Áhorfendum hefur reyndar ekki fækkað hjá okkur og Everton, ótrúlegt en satt. Í lokin þá mæli ég með ævisögu Robbie Fowler aftur, smá [umfjöllun um hana](http://www.liverpoolfc.tv/news/drilldown/N150022050919-1527.htm).

3 Comments

  1. Vá hvað manni þykir alltaf vænt um Fowler. Myndi skipta honum út fyrir alla senterana í liðinu hvenær sem er.

    Ég er algerlega sammála Rafa um Traore. Virkar vel ferskur þessa dagana. Ég held að hann komi til með að leysa Hyppia af í miðverðinum í vetur.

    Hröð vörn og við röðum inn mörkum!

  2. Ég vil prófa að gefa Pongolle séns í “holunni” því mér finnst Garþía stundum vera of mikil…ekki beint dúkka en svona hverfa stundum þótt hann vinni vel. Pongolle er harðari og meira fylginn sér og kæmi sér betur þar eins og t.d. gegn M** U**.

    Djimi Traore er nr 2 hjá okkur hvað varnarmann varðar á eftir Carragher (að mínu mati) og svo Hyypia strax þar á eftir. Málið með Traroe er að hann er bara ekki sókndjarfur og hans besta staða er í raun sem miðvörður.

    Ef Real nær að plata Rafa til sín (sem ég tel að eigi að vera ógerlegt fyrr en samningur hans sé útrunninn) að þá verð ég ekki bara sár og reiður, heldur mun ég alfarið sleppa því að fylgjast með úrvalsdeildinni þetta árið!

    Varðandi áhorfendatölur í Englandi og að það séu færri sem koma á völlinn kemur mér svo sannarlega ekki á óvart! Það var í raun kominn tími á að fólk þarna í UK opnaði augun fyrir þeirri staðreynd að ÞAÐ KOSTAR HRIKALEGA MIKIÐ AÐ FARA Á LEIK ÞARNA ÚTI OG HVAÐ ÞÁ FLEIRI EN EINN LEIK!!!! Það að hægt sé að hækka allar vörur tengdar boltanum á hverju ári (ekki bara miða á völlinn heldur varning líka) og koma með nýjan búning á hverju ári er bara too much! Íþróttavörur í dag (sérstaklega tengdar enska boltanum) eru svipað okur og Olíufélögin hér á landi. Það hækkar alltaf en ógerlegt að lækka. Fáránlegt!

    Eini sénsinn á að ég lesi ævisögu Fowlers er að ég komist í hana í gegnum netið og nái að dánlóda hana. Þessi gaur er þokkalega kominn úr systeminu hjá mér :biggrin2:

Sterkur varnarleikur, slakur sóknarleikur.

Tumi Þumall