Pongolle í liðinu!

Ókei, byrjunarliðið gegn Man U er komið, og Florent Sinama-Pongolle hefur verið verðlaunaður fyrir frábæra frammistöðu og frábært mark gegn Betís með sæti í byrjunarliðinu. Að öðru leyti er liðið í dag eins og ég spáði því:

Reina

Finnan – Carragher – Hyypiä – Warnock

García – Gerrard – Alonso – Riise

Pongolle – Crouch

BEKKUR: Carson, Josemi, Sissoko, Traoré, Cissé.

Mér finnst líklegt að Rafa byrji þetta svona, í sókndjörfu 4-4-2 kerfi til að byrja með, en þó gæti Pongolle dottið niður á hægri vænginn og Luis García farið í holuna fyrir framan Gerrard & Alonso og aftan Crouch.

Þetta verður spennandi! Ég myndi ekki útiloka það að Flo-Po skori fyrir okkur sigurmark í dag!!! 😀

3 Comments

  1. ætli Pongolle eigi ekki eftir að spila hægri kanntinn. var Benitez ekki búinn að segja að hann vilji helst ekki að Garica sé á hægri kannti. Spái því að Pongolle færi sig á hægri kanntinn og Garcia verði í “holunni” eða frammi með Crouch.

Man[ritskoðað] United

Liverpool 0 – Man U 0