Martin Jol og lærisveinar hans

martinjol.jpgÉg veit ekki með ykkur, en ég er að verða verulega spenntur fyrir umferðinni um helgina. Mér finnst frekar óvenjulegt hvað ég er orðinn spenntur, reyndar, þar sem þessi leikur gefur kannski ekkert sérstakt tilefni til. Ég meina, tímabilið er rétt að hefjast og því ekkert um neina örlagastund að ræða, og það er ekki eins og Tottenham séu einhverjir erkifjendur eða neitt slíkt.

Nei, ég held ég sé aðallega svona spenntur vegna þess að við erum að fara að spila við svo skemmtilegt lið. Tottenham-liðið hefur verið á uppleið síðustu misseri og ég viðurkenni það fúslega að fyrir utan Liverpool þykir mér Tottenham, ásamt kannski Arsenal, einfaldlega spila skemmtilegasta boltann í deildinni í dag. Þannig að ég hlakka til að sjá mína menn berjast við Defoe, Keane, King, Reid, Davids, Carrick, Young-Pyo og félaga á laugardaginn kemur.

Þetta má síðan að miklu leyti þakka einum manni, Martin Jol, sem er einhver viðkunnalegasti framkvæmdarstjóri sem ég man eftir að hafa séð. Það er hreinlega óhugsandi að einhverjum líki illa við þennan gæja, hann er eins og frændinn sem gefur manni alltaf sleikjó þegar hann kemur í heimsókn. Alltaf brosandi, hlýleg rödd, bangsalegt útlit (lesist: John Candy) og skemmtileg svör við spurningum blaðamanna.

Nú tjáir Jol sig um leikinn við Liverpool sem framundan er, og hefur meðal annars þetta að segja um Liverpool-liðið:

>”Looking back to the Champions League final in May, I thought it was going to be a disastrous final, maybe the worst for a team ever. It was 3-0 and I thought it might be five or six at the end. They came back, I don’t think they did anything particularly differently but they had Steven Gerrard and he is a top class player – the best midfielder in England.

>…

>Liverpool have another piece of silverware now with the Super Cup and Rafa Benitez is doing well for them. The league is different and they know that, they had a difficult season last time but are getting better and better. They have made some good signings and are team who can easily finish in the top three in England.”

Hann fer sem sagt fögrum orðum um okkar menn, Rafa Benítez og minnist úrslitaleiksins í Istanbúl. Þá talar hann um að Xabi Alonso og Steven Gerrard séu þeir leikmenn Liverpool sem Tottenham þurfi helst að passa (vonandi gleymir hann að reikna með Sissoko 😀 ) … Þetta er fínn pistill hjá Jol, mæli með að allir lesi hann.

Annars er það helst í fréttum að Fernando Morientes er ekki eins illa meiddur og óttast var fyrst. Vöðvinn rifnaði ekki alveg þannig að hann ætti að vera orðinn klár í slaginn fyrir leikinn gegn Man U eftir rúma viku – en hann missir pottþétt af Tottenham-leiknum um helgina og Real Betís í næstu viku.

p.s.
Tölvan heima hjá mér hefur verið biluð í 2 vikur núna og ég því bara getað uppfært í vinnunni, sem þýðir að ég hef ekki getað uppfært eins oft og ég hefði viljað. Ég biðst afsökunar á þessu, en þar sem þetta er núna komið í lag lofa ég að verða duglegri að uppfæra á næstunni. Það eru stórir leikir framundan hjá okkar mönnum, næstu 10 dagar geta haft ansi stór áhrif á það hvernig haustið spilast hjá okkur! 🙂

p.p.s.
Eins og lesendur þessarar síðu vita, þá er Einar Örn á ferð og flugi um Mið-Ameríku næsta mánuðinn í sannkölluðu draumafríi. Hann skrifar svo reglulega ferðasögur á sína eigin síðu, og þar sem ég veit að hann færi aldrei að plögga þetta sjálfur hérna inni fannst mér sjálfsagt að ég bendi mönnum á þetta. Pistlarnir hans frá Mið-Ameríku eru ótrúlega skemmtilegir, frábær lestur fyrir þá sem eru forvitnir um þann heimshluta og/eða ævintýri Einars. Kíkið á það.

4 Comments

  1. Martin Jol kann sitt fag. Ekki frá því að Spurs verði með betri liðum í deildinni í ár (loksins), og nái kannski að halda sér þar.

  2. seldu þeir ekki Keane???

    þetta Tottenham lið er stórskemmtilegt, ungt lið sem verður skemmtilegt að fylgjast með…
    af þessum “minni” liðum finnst mér einmit þeir, ásamt West Ham og Aston Villa, vera skemmtilegustu liðin í deildinni í ár…

  3. Virkilega gaman að sjá að þið eruð farnir að updeita, þetta er startupsíðan mín og bíð ég alltaf spenntur eftir þessum pistlum …. 🙂

    með von um gott framhald…

    Sveinn K

  4. Nei, þeir seldu Keane ekki … sem betur fer fyrir þá því nú fer Mido í þriggja leikja bann eftir Chelsea-leikinn, og því þarfnast þeir Keane.

    Þeir seldu hins vegar Kanoute til Sevilla.

    Svo eiga þeir alltaf Emma Hallfreðs… 😉

Morientes frá í nokkrar vikur.

Rafa tjáir sig um leikmenn (uppfært)