Warnock hefur komið á óvart.

warnock_eng_qoute.jpgÉg verð að segja eins og er að ég átti aldrei von á því að Stephen Warnock myndi spila með aðalliðinu og hvað þá vera [valinn í landsliðið](http://www.liverpoolfc.tv/news/archivedirs/news/2005/aug/29/N149835050829-0841.htm). Hann hefur verið einstaklega óheppinn með meiðsli á sínum ferli m.a. fótbrotnað tvisvar sinnum en hefur ávallt komið tilbaka sem betri leikmaður og sterkari andlega. Gengi Warnocks hefur verið áhugavert í vetur og er hann klárlega vel spilandi leikmaður sem hefur burði til að verða fastamaður í byrjunarliðinu. Hann er betri varnarmaður en Riise sem og betri á boltann. Traore er klárlega betri skallamaður, fljótari og betri tæklari en langtum slakari sóknarlega. Spurning hvort Traore eða Warnock verði aðalbakvörður okkar í vetur? Ég tel hins vegar að Riise verði aðallega á kantinum og þá sem varamaður fyrir Zenden (þ.e. Kewell nær sér ekki af meiðslunum).

Þegar Houllier var við stjórnvölin fékk Warnock lítinn séns og var á endanum lánaður til Coventry. Þar spilaði hann vel og þáverandi stjóri þeirra, Gary McAllister, vildi kaupa drenginn. Á endanum fór Warnock aftur tilbaka, nýr þjálfari tók við Liverpool and the rest is history. Fyrrum landsliðsþjálfari U-15 landsliðs Englands og núverandi þjálfari unglingaliðs Liverpool, John Owens, [talar um Warnock á official síðunni](http://www.liverpoolfc.tv/news/drilldown/N149892050906-0837.htm).

5 Comments

  1. “And then I got a text message at around 7.15pm from the FA telling me I’m in the squad”
    Skrítið að þjálfarinn eða einhver hjá FA skuli ekki taka upp tólið og tilkynna strák að hann sé í hópnum í stað þess að senda honum SMS.
    Ásgeir og Logi ef þið veljið mig í landsliðið þá vill ég fá hringingu.

  2. hehehe já athyglisverð vinnubrögð… væri gaman að komast í símann hans Sven og senda nokkur sms… 🙂

  3. Reyndar hefur strákurinn fótbrotnað þrisvar sinnum á stuttum tíma en ekki tvisvar.

    Mikið vona ég að hann eigi eftir að vaxa og verða frábær vinstri bakk fyrir okkur.

  4. Já Warnock hefur svo sannarlega komið á óvart ég er mjög hrifinn af honum það sem ég hef séð… Aggi þú segir þarna að Traore sé betri tæklari, en ef það er þá er munurinn ekki mikill. Warnock er með ótrúlegar tæklingar það er unun að sjá það, en ég er nú sammála að Traore er þar gríðarlega sterkur líka. Ég vil sammt að Warnock haldi þessari stöðu áfram.

  5. SSteinn, kórrétt hjá þér og ennþá merkilegra hvað strákurinn er duglegur að koma sér í gang aftur og aftur…… og aftur!

Djibril Cissé er hundfúll!

Fowler er, var og verður ávallt hetja í Liverpool.