Benitez að breyta “scouting” kerfinu hjá okkur.

Það getur skipt sköpum að vita nákvæmlega hvernig leikmann þú ert að kaupa, hvernig karakter hann er o.s.frv. Þetta er oft spurning um mikla peninga og því er mikilvægt að hafa góða njósnara (scouts) út um alla veröld til að fylgjast með efnilegum leikmönnum sem og leikmönnum sem geta gengið strax inní byrjunarliðið.

Benitez hefur tekið til á mörgum stöðum á Anfield og þ.m.t. [skipt út njósnurum og skilvirkni “njósnarakerfisins” virkar](http://www.liverpoolfc.tv/news/drilldown/N149873050902-1313.htm)(já ég veit asnalegt orð). Mér finnst vera ansi langt síðan við keyptum ungan strák, ódýrt, sem skilaði sér uppí aðalliðið. Wenger virðist vera snillingur í þessu en eitthvað klikkaði hjá t.d. Houllier í þessu dæmi. Hann t.d. keypti fullt af ungum leikmönnum en þeir líka kostuðu dágóða summu t.d. Le Tallec og Pongolle.

Ef vel tekst til þá munum við bera ríkulegan ávöxt af breyttu og betra kerfi sem þýðir betri og yngri leikmenn koma fyrr til Liverpool til að læra fræðin. Einnig að færri [mistök](http://www.kop.is/gamalt/2005/09/01/16.01.30/) ættu að eiga sér stað varðandi leikmenn sem ætlast er til að gangi beint inní byrjunarliðið.

4 Comments

  1. Svona breytingar eru af hinu góða, það er ekki spurning. Að næla í ungan leikmann og fá hann síðan úr unglingaliði/varaliði upp í aðalliðið er ómetanlegt (hljómar eins og auglýsing).

    Eins og Benni segir þá verður það sífellt erfiðara að keppa við peningaliðin (t.d. Chelsea) um klassaleikmenn. Því er mjög mikilvægt að næla í þá unga, áður en þeir verða það góðir að lið séu til í að borga 20+ millj fyrir þá.

    Gott dæmi um lið sem er/var gott í þessu PSV. Þeir náðu í Ronaldo, Eið, Robben, Stam, Nistelrooy í gegnum gott njósnakerfi.

    Þessi jákvæða áherslubreyting á örugglega eftir að koma sér vel í framtíðinni, það er næsta víst.

    Kveðja
    Krizzi

  2. Gott mál og ekki vanþörf á miðað við árangurinn í sumar. “Njósnakerfið á að virka við að ná í “hæfa” leikmenn í þær stöður sem þarf að manna á hverjum tíma því njósnakerfi byggir ekki bara á því að ná i unga leikmenn. Það er nú þannig :rolleyes:

  3. klárlega er það þannig en ódýrast er að ná í leikmanninn þegar hann er ungur og ekki settur verðmiði sem er í engu sambandi við raunveruleikann. Þar kemur sér vel að hafa njósara um víða veröld sem krækja í þessa leikmenn… t.d. hver vissi eitthvað um Kolo Toure áður en hann kom til Arsenal? Eða Cech Fabregas?

Gonzalez kemur, 1. janúar eða 1. júlí 2006.

Rafa er skynsamur í innkaupum.