Lið vikunnar

Í liði vikunnar [á Soccernet](http://soccernet.espn.go.com/feature?id=340985&cc=5739) eru þrír fyrrverandi Liverpool leikmenn. Það er ágætis árangur. Danny Murphy (sem er að ég held búinn að vera í liðum vikunnar allar vikurnar í ár), Emile Heskey (!!!) og Milan Baros.

Í lið vikunnar hjá BBC komast [tveir fyrrverandi Liverpool menn](http://news.bbc.co.uk/sport1/shared/spl/hi/football/squad_selector/team_of_the_week/html/ss_team.stm): Milan Baros og Emile Heskey. Þeir báðir komast svo líka í lið [vikunnar á Sky](http://skysports.planetfootball.com/list.asp?hlid=302369&CPID=&clid=&channel=football_home). Hvað er eiginilega málið?

3 Comments

  1. Jú, Tony Warner var einu sinni varamarkvörður varaliðsins okkar … þannig að það er greinilegt að það hefur góð áhrif á feril leikmanna að æfa a.m.k. eitt tímabil á Melwood 🙂

Warnock í enska landsliðið!

Rafa: Josemi er GÓÐUR leikmaður!