2005/06 = Riðill G

liverpool_draw_2006.jpg

LIVERPOOL
CHELSEA
ANDERLECHT
REAL BETÍS

Ég á ekki til orð. Ég sagði ykkur það … AUÐVITAÐ fengum við Chelsea í þessum drætti! Ég fann þetta bara svo sterkt á mér að þetta kom varla einu sinni á óvart! Ég ætla samt ekkert að fjölyrða um þetta lið hér – við þekkjum Chelsea-liðið öll vel og vitum sem er að þeir eru sigurstranglegastir í þessum riðli. Þetta verður erfitt, en spennandi! Hin liðin tvö, Anderlecht og Real Betís, eru einnig mjög erfið og því ljóst að þetta verður svaaaaakalegur riðill hjá okkur!

Úff, hvað mig hlakkar til að sjá Joaquín á Anfield! Vá hvað það verður rosalegt að berjast við Chelsea! 🙂


Þá voru einnig veitt einstaklingsverðlaun fyrir síðustu leiktíð Meistaradeildarinnar í dag. Besti markvörður var valinn Petr Cech hjá Chelsea, en Jerzy Dudek okkar var tilnefndur þar ásamt Gianluigi Buffon. Þá var Kaká hjá AC Milan útnefndur besti miðjumaður ársins en þar voru einnig tilnefndir þeir Mark van Bommel hjá PSV (nú hjá Barcelona) og Frank Lampard hjá Chelsea. Besti framherjinn var valinn Ronaldinho hjá Barcelona en hann vann Adriano hjá Inter og Schevchenko hjá AC Milan. Þá var John Terry hjá Chelsea valinn besti varnarmaður ársins, en ég verð að viðurkenna að ég var mjög ósáttur við það val. Paolo Maldini hjá AC Milan og okkar maður – Jamie Carragher – voru einnig tilnefndir og ég fer ekki ofan af því að Carra átti að vinna þessi verðlaun. Hann var ekki aðeins besti leikmaður okkar í Meistaradeildinni heldur langbesti varnarmaðurinn og sennilega mesti karakterinn í Meistaradeildinni. Terry varð þó fyrir valinu.

Að lokum var svo valinn mikilvægasti leikmaður Meistaradeildarinnar tímabilið 2004/05, og þar varð STEVEN GERRARD fyrir valinu. Það val þarf ekki að koma neinum á óvart, en mér datt í hug þegar ég horfði á kynninguna á honum hvað það hefði verið erfitt að horfa á hann taka við þessum verðlaunum ef hann hefði farið til Chelsea í sumar. Það hefði verið erfitt … en sem betur fer gerðist það ekki og hann steig á sviðið í dag sem Liverpool-maður! 😀

En allavega, drátturinn er ljós og nú er bara að undirbúa sig fyrir leiki gegn CHELSEA, ANDERLECHT og REAL BETÍS! Þetta verður magnað!!! 😀

19 Comments

  1. Það fer nú bara hrollur um mann, þetta á eftir að verða alveg meiriháttar.

    Áfram LIVERPOOL

  2. Martraðar-riðill Einars rættist næstum því, nema við fengum Anderlecht í stað Olympiakos… en ég held að þetta verði ótrúlegur riðill. Chelsea er jú sigurstranglegast en ég yrði ekkert hissa á að liðin yrðu öll jöfn. Liverpool kemst áfram – maður trúir því auðvitað 🙂

  3. Þetta verður ekkert mál. Og Kristján, já það verður gaman horfa á Joaquín á Anfield, í liverpool treyju!!! :blush: Það er allavega draumurinn fram að mánaðarmótum.

  4. Eru menn ekki að grínast með þennan riðil?

    En já, við fáum víst ekki frið fyrir þessu blessaða Chelsea liði. Ég hefði viljað sleppa við þá og svo eru hin liðin ALLS ekki auðveld. Þetta er nokkurn veginn eins erfitt og það gat mögulega verið.

    Ég efast líka stórlega um að Chelsea menn séu sérstaklega sáttir við þennan drátt. :confused:

    Það er svo náttúrulega ekki fyndið hvað hin ensku liðin eru heppin með riðla. Ef að Arsenal kemst ekki uppúr sínum riðli, þá er eitthvað mikið að þar á bæ.

    Og Joaquin kemur á Anfield, verður ástfanginn af andrúmsloftinu og kemur svo til okkar í janúar. 🙂

  5. Jamm Einar, það er hugsanlega það mest jákvæða við þetta. Eins gott að The Kop sýni Joaquín hvar er laaaangbest að spila knattspyrnu, svo hann heimti að fá að koma til okkar. :biggrin:

  6. Ég er ekki sammála því að þetta sé eins erfitt að hugsast getur. Anderlecht er klárlega eitt af slöku liðunum í potti 3 – betra en að fá þýsku liðin t.d.

    Real Betis eru góðir, en þeir eru samt ekki meira en miðlungslið… nokkurn vegin Aston Villa þeirra á Spáni :smile:.

    Við vorum í sterkum riðli í fyrra og komumst áfram. Vorum í veikum riðli 2002/2003 og komumst ekki áfram þannig að ég held að það sé algjör óþarfi að stressa sig um of. Miklu frekar að brosa yfir því að við fáum skemmtilega leiki. Liverpool – FC Thun hefði ekki verið skemmtilegur.

  7. Eru menn að átta sig á einu – Liverpool gæti mætt Chelsea 7 sinnum yfir þessa leiktíð…… Það yrði ekkert leiðinlegra…… !

  8. Já, en Vargur það gæti þýtt að við myndum fagna sigri yfir Chelsea 7 sinnum á leiktíðinni. Ég veit ekki með þig, en mér fyndist það frekar skemmtilegt.

    Horfa á björtu hliðarnar sko. :biggrin2:

  9. Eru Real Betís Aston Villa spænsku deildarinnar? 😯 😯 😯 😯

    Ólafur, nefndu mér einn leikmann Villa sem jafnast á við Joaquín, Jesús Capi, Ricardo Oliveira, Arzú, Assuncao eða Benjamín???

    Þú hefur greinilega ekki séð Betís-liðið spila mikið…

  10. Þetta verður hörku barátta eins og í öllum hinum riðlunum. þó voru Arsenalmenn frekar heppnir, en það skiptir okkur engu máli.

    Nú er bara að sína hvað býr í okkar liði og vinna þennan riðil. Hefði samt viljað losna við Betis, þeir gætu komið á óvart í keppninni.

    Góða er að við byrjum heima á móti Betis í fyrsta leik, hrikalega verður þetta gaman.

    Áfram Liverpool.

    Kveðja
    Krizzi

  11. Úff sterkur riðill! Þetta verður bara gaman, margin for errors ekkert sem gerir þetta bara taugatrekkjandi og fínerí 🙂

    Annars þá veit ég ekki hvort ég er á villigötum eður ei, hef ekkert kynnt mér málið áður en ég varpa þvi hingað fram – en nú hefur Man U verið í Champ League ansi lengi – einhvern veginn finnst mér þeir alltaf tiltölulega heppnir með riðil, er það bara ég, eða er e-ð til í þessu??

  12. Það má vel vera að þeir séu heppnir með riðla. En þeir hafa líka alltaf verið í efsta styrkleikaflokki, sem gerir þetta auðveldara.

    Efast um að þú finnir eitthvað stórkostlegt samsæri 🙂

  13. Átti reyndar að vera með hérna… Riðill þeirra núna er enginn dauðariðill en sterkari en oft áður, en engu að síður hef ég haft þetta á tilfinningunni í lengri tíma.. :blush:

  14. Mig hlakkar einnig til að sjá Vincent Kompany. En annars mjög sterkur riðill.

  15. Talandi um Vincent Kompany…Af hverju kaupir Rafa hann ekki bara? :rolleyes:

  16. Mér finnst þetta æðislegt! Ég vildi sjá eins sterkan riðil og völ var á og mér varð nokkurn veginn að ósk minni. Við fórum í gegnum mjög erfitt prógram í fyrra og eftir það hræðist ég engan.

    Við eigum eftir að njóta þess að sjá þessa leiki – Og auðvitað förum við áfram í 16 liða úrslit 🙂

  17. Varðandi Betis/Aston Villa samlíkinguna hjá mér að þá sagði ég nú ekki að þau væru jafn góð – heldur að þeir væru á svipuðum stalli í sinni deild. Eiga yfirleitt léleg og góð tímabil á víxl – ég vona að það góða hafi verið í fyrra.

    Annars get ég nú ekki sagt að menn eins og Assuncao séu góðir leikmenn þó að þeir séu þekktir. Miðlungsleikmaður þar á ferð.

  18. Þessi leikur verðu erfiður fyrir Evrópumeistarana hann fer 1-1 og Djibril Cissé skorar. Ég hef haldið með Liverpool í árana rás eða í svona 20 ti 21 ár. Er einnig í klúbbnum og hitt og þetta. Ég segi bara áfram LIVERPOOL við erum Evrópumeistarar 🙂 :laugh:

Spennandi dagur framundan…

CSKA Moskva á morgun! (uppfært)