Dregið í riðla

Jæja, á morgun klukkan 14 verður dregið í riðla í Meistaradeildinni. Við erum í efsta styrkleikaflokk ásamt liðum einsog Real Madrid, Barca, AC Milan, Man U og fleirum. Það þýðir að við lendum EKKI gegn liðum úr þeim flokki.

Hins vegar munum við dragast gegn einu liði úr hverjum styrkleikaflokki. Liverpool er ekki með “country-protection”, þannig að við getum lent á móti Chelsea þrátt fyrir að Arsenal og Man U geti það ekki.

Einsog þið sjáið þá eru gríðarlega sterk lið í öllum flokkum. Ef við veljum martraða-riðil, þá gætum við lent með Chelsea, Olympiakos og Real Betis. Í fyrra vorum við eins óheppin og kostur var, en það er vonandi að drátturinn í ár verði okkur hagstæðari (ekki að það hafi breytt miklu í fyrra :-))

1. flokkur

Real Madrid
AC Milan
FC Barcelona
Liverpool – Evrópumeistarar
Man U
Inter
Bayern Munchen
Arsenal

3. flokkur

Club Brugge
Anderlecht
Olympiakos
Schalke
Sparta Prag
Lille
Rangers
Werder Bremen

2. flokkur

Porto
Juventus
PSV
Lyon
Panathinaikos
Chelsea
Villareal
Ajax

4. flokkur

Benfica
Rosenborg
Real Betis
Udinese
Fenerbache
Rapid Wien
FC Thun
Bratislava

Þetta verður spennandi!

17 Comments

  1. Mín spá: Liverpool – Chelsea – Schalke – FC Thun.

    Finnst það bara einhvern veginn liggja í loftinu að við þurfum að mæta Chelsea aftur í ár … eins og spennan í vor kveði á um ‘rematch’ … :confused:

    Þetta verður spennandi dráttur!

  2. Hvaða lið er FC Thun?

    Og á ekkert að fjalla um að everton datt út í kvöld eða?

  3. Eyða orðum í Everton? Til hvers???

    Og FC Thun eru spútnikliðið í ár – var ekki búist við því að þeir kæmust lengra en í 1. umferð forkeppninnar en þeir eru komnir alla leið inn í riðlakeppnina. Þeir eru frá Sviss … þetta væri svipað og ef FH hefði komist alla leið í riðlakeppnina, það bjóst enginn við að þetta lið næði svona langt.

    Væri gaman að fá svoleiðis lið, spútniklið.

  4. Neibbs, ég er ekkert sérstaklega upptekinn af þessu Everton máli. Finnst það frekar slappt að þeir skuli hafa dottið út vegna skandals hjá Collina (við erum ekki búnir að [gleyma](http://www.eoe.is/liverpool/gamalt/2004/09/28/22.06.45/)) – en allavegana, mönnum er velkomið að gera grín að Everton í þessum þræði.

    Minni bara á [þetta](http://www.eoe.is/liverpool/gamalt/2005/08/12/13.49.55/). 🙂

    FC Thun lentu í öðru sæti í svissnesku deildinni.

  5. Af hverju erum við í efsta styrkleikaflokki þrátt fyrir að hafa byrjað eins neðarlega í meistaradeildinni og hægt er? Og af hverju eru Chelsea ekki í þeim flokki frekar en Arsenal eða United….já eða við? :confused:

  6. Af því að Chelsea hafa ekkert afrekað síðustu fimm ár í Evrópu miðað við okkur. Við erum Evrópumeistarar og unnum Evr.keppni Félagsliða fyrir 4 árum síðan. :biggrin:

  7. Jááááá….ok þannig er þetta! 😉

    Þetta er reyndar alveg svarið sem ég bjóst við…en samt skil ég ekki af hverju var komið fram við okkur eins og við ættum ekkert heima í meistaradeildinni með því að láta okkur byrja svona neðarlega…og svo erum við bara núna komnir í efsta flokk! :tongue:

  8. Það væri algjör snilld að fá Panathinaikos…. út af Biscan :biggrin2: og það væri ekkert verra ef Club Brugge og FC Thun væru í riðlinum líka :biggrin:

  9. Hannes

    Liverpool á í raun ekkert að vera í Meistaradeildinni í ár. Liðið náði ekki Meistaradeildarsæti með árangri í heimadeildinni og það eru ekki til neinar reglur(voru ekki til, það er búið að breyta þessu núna eftir þetta fíaskó) sem segja að sigurvegarinn eigi að fá sæti. Þannig að í raun fékk Liverpool algjöra sérmeðferð hjá Uefa sem hleypti okkur inn, en þá í fyrstu umferðina, eitthvað til að fegra sína samvisku sjálfsagt.

    Ég skal alveg vera sammála þeim sem segja það fáránlegt að sigurvegararnir fái ekki tryggt sæti að ári í Meistaradeildinni, en það breytir því ekki að í fyrra voru ekki til reglur sem sögðu svo. Reglunum var sem sagt breytt undir lok tímabilsins til að hjálpa Liverpool. Ef breyta á reglum, þá verður að gera það við upphaf keppni, þannig að allir standi jafnir og við sama borð, að allir séu að keppa að því sama.

    Ég er á því að Uefa hafi tvöfallt gert í buxurnar. Fyrst með því að hafa ekki regluna um að meistararnir fái sæti, sérstaklega þar sem þeir höfðu fordæmi fyrir þessu síðan fyrir fimm árum á Spáni, og svo með því að breyta reglunum til að koma Liverpool inn.

    Fyrir mér er þetta svipað og með lyfjamálið hjá Rio Ferdinand. Hann mætti ekki í lyfjapróf og að mæta ekki jafngildir falli, þannig eru bara reglurnar. Liverpool náði ekki fjórða sætinu og náði því ekki inn í Meistaradeildina. Plane and simple. Ég mun þó að sjálfsögðu hvetja mína menn í vetur í CL því eins og allir þeir sem þekkja mig, bæði hér eða persónulega, vita að ég er mjög harður og rauður í gegn.

    Þeir sem ætla að andmæla þessu vil ég biðja að anda rólega og setja þetta þannig upp að þetta væri Man Utd í stað Liverpool sem Uefa hefði breytt reglunum fyrir. Hvað hefðu menn sagt þá?

  10. Innvortis

    Ég þakka þér fyrir langt svar. En því miður var þetta alls ekki það sem ég var að spyrja um. Takk samt! :confused:

  11. Við erum í efsta styrkleikaflokki því við höfum unnið okkur inn stig. Liðin vinna sér inn stig fyrir árangur í Meistaradeildinni(reyndar tvinnist deildin inní þetta líka). Chelsea er nýkomið svona inní myndina og eru því ekki í efsta styrkleikaflokk…og í raun kemur það mér á óvart að þeir skuli vera í 2. styrkleikaflokki.

  12. Þeir hafa samt komist tvisvar í röð í undanúrslitin, Innvortis, þannig að þeir hljóta að fara að slá annað hvort Arsenal eða Internazionale út úr 1. styrkleikaflokki. Ég held að ef Chelsea komist lengra en Arsenal í ár líka þá muni þeir hafa sætaskipti í röðinni á næsta ári, Chelsea í 1. styrkleikaflokk og Arsenal í 2.

  13. Já ég heyrði þá Valtý og Bödda tala um þetta í Mín skoðun í dag. Ég hélt þetta færi bara eftir árangri í deildinni, en svo er ekki.

Rafa staðfestir áhugann á Stelios

Liverpool og Chelsea