Rafa ánægður með stjórnina.

Rafa talar um að hann sé [ánægður með stjórnina](http://www.liverpoolfc.tv/news/drilldown/N149765050823-0827.htm) og þeir hafi ávallt treyst honum varðandi þá leikmenn sem hann hefur viljað fá. Núna er Baros farinn og ég spái því að næstu leikmenn inn fyrir 1. sept eru þessir: Stelios, Meira + annar varnarmaður og Owen.

5 Comments

  1. Owen kemur hann er bara að draga málið í smá tíma því Liverpool hefur forkaupsrétt

  2. af hverju ætti hann að vera að draga málið þó að Liverpool hafi forkaupsrétt, er ekki betra að fá hann sem fyrst ef hann ætlar sér að fá hann?

  3. Þetta er spurning um peninga. Til þess að Owen komi þarf Baros að fara. Hluti af þeim peningum sem á örugglega að nota í fyrstu útborgun f. Owen kemur frá sölunni af Baros og þar af leiðandi þurfum við fyrst að ganga frá sölunni á Baros áður en við getum snúið okkur að því að kaupa menn.

    Við förum ekki að kaupa á fullu og lendum svo í því að Baros salan detti í gegn og hann situr fastur hjá félaginu fram að jólum. Þá værum við í vandræðum peningalega séð.

  4. Sæll Bjarki.
    Líkt og Mummi talar um þá er það ein af ástæðunum. Ennfremur hefur ekkert lið lýst yfir áhuga á honum fyrir utan Newcastle og slakari lið. Owen hefur ekki áhuga á því að fara í þau lið. Hann myndi hugsanlega fara í Chelsea, Arsenal og Man U fyrir utan LFC. Ef hann fer eitthvað þá fer hann til Liverpool og það gerist….

Góðar varaliðsfréttir

Baros kynntur