Góðar varaliðsfréttir

Það er allavegana einn framherji hjá okkur, sem er að skora mörk. Það er Flo-Po, sem [skoraði aftur fyrir varaliðið í kvöld](http://www.liverpoolfc.tv/news/drilldown/N149764050822-2247.htm). Einnig, þá spilaði Djimi Traore í kvöld, sem eru góðar fréttir.

9 Comments

  1. Einar, ég veit að þú ert Owen-aðdáandi og Baros-aðdáandi, ég er það líka, en þetta er að verða dálítið þreytandi … bæði hjá þér og öðrum.

    Lestu eftirfarandi setningu upphátt og sjáðu hvort þér líður ekki betur: Í dag, 22. ágúst, er Cissé þegar kominn með 4 mörk á tímabilinu og Morientes er þegar komin með 2 mörk.

    Líður þér ekki betur? 🙂

    p.s.
    Er ég sá eini sem man eftir leikmanni sem gat leikið 8-12 leiki í röð án þess að skora, og svo raðað í nokkrum leikjum, og svo aftur leikið nokkra leiki í röð án þess að skora? Mig minnir endilega að hann hafi heitið Michael Owen, en kannski er það bara bull í mér… :confused:

  2. **Kristján**: Moro og Cisse skoruðu þessi mörk á móti einhverjum þriðja flokks liðum. Eina alvöruliðið, sem þeir hafa skorað gegn er CSKA.

    Þegar Cisse skorar á móti alvöru liði í alvöru leik, þá skal ég taka hann í sátt. En á meðan er han 14 milljón punda framherji, sem Rafa telur ekki nógu góðan til að spila sem okkar aðalframherji og Morientes er framherji sem hefur ekki einu sinni skorað á Anfield.

    Ég ætla að leyfa mér að vera fúll yfir því í friði að þessir menn séu ennþá hjá liðinu á meðan að Baros er seldur.

    Ef að Baros hefði klúðrað helmingnum af þeim færum, sem Cisse og Morientes hafa klúðrað á þessu tímabili, þá væri allt vitlaust.

  3. En auðvitað á maður ekki að gera neinar kröfur til dýrasta leikmanns Liverpool frá upphafi. Það er nóg að hann kunni að taka heljarstökk og hafi verið góður í franska boltanum.

  4. Við vitum öll að framherjar geta lent í markaþurrð. Þegar að Owen var hjá okkur skoraði hann ekki í nokkrum leikjum í röð og allt varð brjálað. Síðasta tímabil skoraði Baros ekki í nokkrum leikjum í röð og allt varð brjálað.

    Núna er Owen greyið að skora og skora þrátt fyrir fáar spilaðar mínútur og samt eru menn í Madríd ekki nógu ánægðir með hann.

    Það er nú alveg óþarfi að afskrifa Cissé og Morientes nánast áður en að tímabilið er hafið. Þetta eru heimsklassaframherjar og þeir munu raða inn mörkunum, það er ekki nokkur spurning um það. Svo tel ég þá báða vera betri en Baros – innan vallar sem utan. Mér finnst Morientes/Cissé í framlínunni hljóma betur en Morientes/Baros eða Cissé/Baros.

    Svo vil ég bara fá gulldrenginn aftur frá Madríd til að mynda parið Crouch/Owen til að keppa við hina tvo. Þá líst mér bara frábærlega á þetta og er mjög bjartsýnn á að það verði raðað inn mörkum í vetur og mér finnst engin ástæða til annars…. Verum jákvæð! :biggrin2:

  5. uuussss Einar ef þú heldur svona áfram þá endar þú á þingi!

    Cisse: ÞINN TÍMI MUN KOMA!

  6. Ég horfði nú á Morientes með eigin augum skora gullfallegt skallamark gegn Fulham fyrr á árinu, á ANFIELD!

CSKA Sofia á morgun!

Rafa ánægður með stjórnina.