Lyon bjóða 8.5 í Baros

Á meðan að Kristján Atli er að fá taugaáfall yfir því að [missa goðið sitt Djibril Cisse til Lyon](http://www.kop.is/gamalt/2005/08/18/00.58.59/), þá virðist Gerard Houllier hafa meiri áhuga á Milan Baros.

Chris Bascombe skrifar í Echo að [Lyon hafi boðið 8,5 milljónir punda í Milan Baros](http://icliverpool.icnetwork.co.uk/0500liverpoolfc/0100news/tm_objectid=15871067%26method=full%26siteid=50061%26headline=lyon%2ds%2d%2dpound%2d8%2d5m%2dbid%2dfor%2dbaros-name_page.html), sem er tveim milljónum meira en Aston Villa hefur boðið. Bascombe heldur því þó fram að Milan vilji heldur fara til Aston Villa.

Ef svo er, þá skil ég Milan ekki almennilega. Vill hann frekar fara til Aston Villa, sem munu ekki eiga sjens á Meistaradeildinni á næstu árum, eða til frönsku meistarana, sem leika í Meistaradeildinni á þessu ári og ábyggilega á næstu árum líka? Furðulegt mál ef rétt er.

12 Comments

  1. Getur verið að með sölu á Baros og Cisse sé verið að rýma fyrir Owen og Jóakim hinum spænska, t.d. og einhversstaðar las ég að Campbell Arsenal klettur hafi farið fram á sölu, væri hann ekki fín viðbót í vörnina.

    Best væri náttúrulega að Cisse yrði áfram og hinir kæmu til okkar, mikið djöfull myndi ég allaveg brosa þá. Svei mér þá ef þetta er ekki meira taugastrekjandi en að horfa á leikina að pæla í því hverjir koma og hverjir fara, allavega í sumar og fyrra sumar.

    Koma svo Liverpool, YNWA

  2. Skrítið finnst mér ef það á ekki að gefa Cisse séns. Dýrasti Liverpool leikmaðurinn. Manngæskan fótbrýtur sig og er næri því að enda knattspyrnuferil sinn en kemur svo aftur á ótrúlegum batahraða og þá á að fara selja hann ?????? Trúi því ekki fyrr en ég sé það svart á hvítu. 😡

    Hvað varðar Baros, þá hef ég ávallt sagt það að maðurinn er og verður, fyrir mér, stórskrítinn (hann vill kannski ekki spila aftur undir stjórn Houllier´s)….. hver veit hvað kraumar undir lokinu hjá honum !

    Hvað varðar týnda soninn, þá er bara eitt í stöðunni- Kaupa hann tilbaka og leyfa honum að njóta þess að vinna CL með Liverpool …! :biggrin:

  3. Taugaáfall? :laugh:

    Annars er ég sammála þér með Baros og vilja hans til að fara frekar til Villa að öllu nema einu leyti: Gérard Houllier. Getur einhver maður ljáð Baros það að vilja aldrei aftur spila undir stjórn hans?

  4. Farðu a kaffiakureyri.is og i myndir, svo album undir 9.juli, þetta er seinasta myndin i nr 2 flétturöðinni

  5. Eigi er ég manna vitrastur, og spyr því ykkur:

    Getur verið að með því að vilja ekki fara til Lyon (hvers vegna ætti að vera stirrt á milli Houllier og Baros?), þá geti Baros mögulega eyðilagt þau plön að Owen komist aftur heim? Segjum sem svo, að Aston Villa hækki ekki tilboðið sitt og Liverpool hafni 6,5 milljónum punda … hver er þá staðan? Sitjum við uppi með Baros?

  6. Hvers vegna ætti að vera stirt á milli Whollier og Baros? Það er spurning. Fékk Baros EINHVER tækifæri hjá Whollier?

  7. Ekki skil ég af hverju Lyon bjóða 8,5 mill í Baros þegar hægt er að kaupa hann á 7 mill?? Og varðandi þetta Cisse mál sem eins gæti verið uppspuni, þá hlýtur eitthvað meira að liggja að baki. Ef það á að selja mann sem kostar 14 mill. og vitað er að Liverpool eru ekki sérlega blankir núna, þá hlýtur það að vera til að fjármagna einhver stærri kaup, eða hvað?

Leikmannahópurinn í vetur – Kostir og gallar. (frh) – Varnarmenn!

Efnilegasti leikmaður Austurríkis á leiðinni.