Liðið gegn Boro komið

Jæja, byrjunarliðið fyrir fyrsta leikinn í ensku deildinni er komið og Rafa ætlar í 4-4-1-1. Svona verður þetta:

Reina

Finnan – Carragher – Hyypiä – Warnock

García – Sissoko – Alonso – Zenden
Gerrard
Morientes

Þarna kemur kannski einna helst á óvart að Warnock skuli vera í bakverðinum í stað Riise, sem er á bekknum. Á bekknum eru annars: Carson, Baros, Riise, Cisse og Whitbread.

45 mínútur í leik. Ég get ekki beðið mikið lengur! 🙂

2 Comments

  1. Er á leið á Ali sportbar að kíkja á leikinn (Akureyri …) og hlakka til. Reyndar er eðlilegur byrjunarkvíði í manni, vona svo heitt og innilega að deildin verði okkur skemmtilegri þetta árið 😉 — Er annars nokkuð asnalegt að fara einn á sportbar til að horfa á leik? 🙂

    Fer auðvitað í Gary McAllister peysunni …

  2. Ekki byrjar þetta gæfulega. Þrátt fyrir að þetta hefði getað dottið fyrir okkur í lokin, þá var þetta einfaldlega ekki nógu gott fyrstu 80 mínúturnar.

    Vonandi verður þetta ekki það sem koma skal. Þetta var alveg svakalega leiðinlegur leikur!

    Áfram L´pool!

M.O.

Middlesboro 0 – Liverpool 0