Hvaða lið vinnur og hverjir eru óþolandi?

Í The Guardian [fjalla](http://football.guardian.co.uk/News_Story/0,1563,1544076,00.html) stuðningsmenn allra liðanna í úrvalsdeildinni um sín eigin lið. Tala m.a. um í hvaða sæti þau lenda og hvaða lið og leikmenn þeim er illa við.

Það er aðeins einn stuðningsmaður sem spáir Liverpool titlinum og styður hann Man. City. Þeir leikmenn sem flest lið hata eru þeir Craig Bellamy og Robbie Savage… ég þoli t.d. ekki vælið í O’Leary sem og Souness. Hvað leikmenn varðar þá er enginn Adams eða Keown lengur til pirra sig yfir, sjáum til hvað gerist í vetur.

14 Comments

  1. Sammála þér með Keown og Oleary. En ekki með Adams, frábær leikmaður og karakter þó ég sé Púlari!!

  2. Já hann var frábær leikmaður og mikill fyrirliði Arsenik en það var alltaf eitthvað sem fór í taugarnar á mér… kannski bara að því hann lyfti bikurum svo reglulega…

  3. Ég hata Wes Brown og Wayne ‘shrek’ Rooney, þoli þessa men ekki.

  4. Undanfarin ár hef ég aðeins haft illan bifur á tveimur leikmönnum í Úrvalsdeildinni. Annar þeirra heitir Robbie Savage.

    Hinn heitir Peter Crouch… :confused:

  5. Lee Bowyer
    Asley Cole
    Danny Mills
    C. Ronaldo
    W. Rooney
    J. Lehman
    R. Savage
    McMoneyman

    Gæti eflaust tínt fleirri til.

  6. Ég verð að vera sammála Kristjáni ég hef aldrey þolað Peter Crouch. En vonandi fer það að breytast með mörkum hanns fyrir Liverpool. Annas þoli ég ekki W.Rooney- A.Nunez- van Nistelrooy- og Chelsea almennt.

  7. Eiginlega allt Blackburn liðið er óþolandi, Paul Dickov er reyndar kominn hringinn, maður getur ekki annað en dáðst að því hvað hann er hugrakkur miðað við stærð og hvaða kjötfjöll hann er að etja kappi við í hverri viku. Pælið í leiðinlegu liði; (Gary Flitcroft, Savage, Dickov, Andy Reid, Lucas Neill, Craig Short..)

    Annars er ég mjög hatursfullur maður..:smile:
    A.Cole – Arse*anal
    J. Lehmann – Arse*anal
    D. Fletcher – ManUre (ofmetnasta helvíti í heimi)
    P.Neville – Everton
    G.Neville – ManUre
    K.Kilbane – Everton
    L.Bowyer – N´castle
    D.Mills – Man City
    J.Mourinho – Chelsea
    J.Cole – Chelsea
    A.Smith – ManUre
    K.Dyer – N´castle
    Kevin Davies – Bolton
    W.Rooney – ManUre
    Sir Alex Fergie – shiiiiiit

    —-neðri deildir
    KEVIN MUSCAT
    ég elska alla aðra miðað við Muscat
    :biggrin2:

  8. Lucas Neill er mjög pirrandi. En Dele Adebola er sá sem ég hata mest af öllum leikmönnum, en hann er ekki í Úrvalsdeild. Veit ekki af hverju ég hata hann svona. Örugglega útaf því að hann tjónaði Kirkland all svakalega einu sinni, og komst upp með það.

  9. Skrýtið að enginn sé búinn að tilnefna öðlinginn hann El Hadji Diouf, hann hlýtur að vera eitt það almesta gerpi sem fyrirfinnst á enskri storð.

  10. Ég trúi ekki að menn skuli velja Cristiano Ronaldo. Já, ok hann spilar fyrir Man U, en það er fulltaf leikmönnum hjá Man U, sem eru bæði leiðinlegir *og* spila leiðinlegan fótbolta. Það er skrítið að skrifa þetta, en oft get ég ekki annað en hrifist með þegar Ronaldo fer á flug.

    Allavegana, ég segi Roy Keane. Enginn sem fer meira í taugarnar á mér en hann.

  11. Robbie Savage númer 1, 2 og þrjú á mínum lista. Síðan er það slefgerpið Diouf sem ég hata meira en flest annað. Það er blettur á sögu Liverpool að hafa haft Diouf í sínum herbúðum 😡

  12. Það er magnað að sjá að Robbie Savage alltaf nefndan sem kantítat fyrir mest hataðasta manninn í knattspyrnunni.

    Ég hata hann alla vega, hann og Danny Mills – reyndar er það svo að þegar LEEDS spilaði í úrvalsdeildinni þá hataði maður nokkurs konar alla þá sem þar spiluðu s.s. einsog Lee Bowyer, Alan Smith, d.mills, ofl.

  13. Það eru margir leikmenn sem fara í taugarnar á manni; Rooney ömurlegur Wes Brown og Ronaldo eru vemmilegir en út yfir allan þjófabálk tekur þó Paul Ince, einhver andstyggilegasti leikmaður sem leikið hefur knattspyrnu í heiminum og skiptir ekki máli í hvaða liði hann spilar í það og það skiptið 😡 😡 😡

  14. Ég verð að segja að sá sem ég “hata” mest er raðmorðinginn frá Senegal. Diouf …. shit maður getur varla komið orðum að því hversu mikið ég þoli ekki kauða ! 😡

Kofi og Djibril

Fjórir leikmenn í spænska landsliðinu o.fl.