Hvað þarf Morientes til að sýna sitt besta?

Það er ljóst að Morientes hefur ekki náð að sýna sitt besta með Liverpool frá því hann kom í janúar. Mér hefur ávallt fundist Moro vera með bestu “target” senterum í Evrópu og það sannaði hann með Monaco þegar hann fékk að spila reglulega. Rafa hefur [tjáð sig](http://skysports.planetfootball.com/list.asp?hlid=297823&lid=2&cpid=8&title=Rafa+wants+Moro+crosses&channel=football_home) um að Moro þurfi að fá almennilega þjónustu og til þess þurfum við að kaupa kantmann/menn sem geta gefið tuðruna almennilega inní boxið.

Litlu munaði víst að Figo hefði komið og klárlega hefði hann getað komið boltanum einu sinni eða tvisvar inní teiginn en hann ákvað að kjósa ríflegan eftirlaunapakka í Mílanó með hinum fyrirsætunum. Einhver bið er á Gonzalez spili fyrir okkur þar sem hann er meiddur sem og vandræði með atvinnuleyfið. Fyrr í sumar var talað um að við hefðum áhuga á gríska goðinu, Stelios, í Bolton. Hann hefur spilað fantavel með þeim, á þroskuðum aldri (31 árs) sem og með mikla reynslu.

Að mínu viti vantar okkur kantmann og miðvörð í liðið þar sem breiddin er minnst í þeim stöðum hjá okkur. Síðan er spurning hvort eitthvað sé eftir til að kaupa Owen aftur… eða þurfum við hann ef Moro fær almennilega þjónustu í teignum?

6 Comments

  1. Já, þetta voru nokkuð athyglisverð komment, sérstaklega þar sem einhverjir blaðamenn voru farnir að spekúlera um að Rafa væri að spá í að selja hann. Sem ég held að hafi verið tóm vitleysa.

    Ég held að Harry Kewell muni njóta góðs af því að hafa Crouch og Morientes með sér í liðinu. Hann og Zenden ættu að geta skaffað nóg af boltum inná þá tvo.

  2. Ég held að Rafa hafi strax í fyrrasumar komið auga á þetta vandamál. Enn helsti galli á leikstíl Houlliers var sá að hann var aldrei með neina alvöru vængmenn, nema bara Kewell síðasta tímabilið, og því var Rafa fljótur að setja Riise á vænginn og fá Luis Garcia til liðs við sig.

    Núna er Zenden síðan kominn og þótt hann sé ekki jafn leikinn með knöttinn og Kewell og jafn góður skotmaður og Riise er hann með betri sendingar en þeir báðir. Við sáum gott dæmi um þetta gegn Kaunas á útivelli, þar sem Zenden dældi slatta af fyrirgjöfum inní teiginn allan leikinn og Crouch var í hálfgerðu himnaríki.

    Okkur vantar síðan svipaðan leikmann hinum megin á vellinum. García á þetta til á stundum – gott dæmi um það er fyrirgjöfin hans gegn Fulham í febrúar þar sem Morientes negldi boltann inn með skalla – en okkur vantar mann sem gerir þetta reglulega, þótt sá maður sé ekkert endilega jafn flinkur með boltann og García. Spurning hvort að Stelios sé sá maður?

    Allavega, góð pæling hjá þér Aggi. Ég persónulega er sannfærður um að Morientes á eftir að sýna sitt rétta andlit hjá okkur, ég vænti a.m.k. 10-15 mörk og 10-15 stoðsendinga frá honum í vetur. Það yrði mjög gott tímabil að mínu mati ef hann nær þeim tölum.

  3. Fyrir það fyrsta vil ég bara bjóða Agga velkominn, hann verður án vafa flott viðbót við þessa frábæru síðu.
    Nú svo er ég alveg sammála ykkur með ofangreindar pælingar, en það brennur alveg á mér að klára þessi leikmannamál okkar.
    Ég hef alltaf verið Baros aðdáandi…..tja þangað til að hann sannaði með heimsku sinni nýlega að hann verður aldei sannur Poolari, því vil ég losna við hann strax og fá Owen í staðinn !
    Svo er ég alveg að verða vitlaus yfir að það virðist ekkert vera að gerast í sambandi við miðvörð og hægri kantmann !
    Og svo er tímabilið að bresta á !

  4. takk Hafliði…

    Ég tel að Rafa muni loka kaupunum á miðverði og kantmanni áður en félagsskiptaglugginn lokar sem og ef Baros verður seldur fyrir uppsett verð þá komi Owen einnig… Þá erum við komnir með lið sem er klárt í alvöru baráttu um titilinn á Englandi. Hvaða leikmenn kaupir Rafa? Óljóst í dag en heitir eru þeir Stelios og Jorge Andrade.

  5. En varðandi hægri kantinn, þá hreinlega get ég ekki skilið af hverju Rafa seldi Nunez, sérstaklega miðað við atburði síðustu daga með höfnun hjá bæði Figo og Gonzales.

  6. Annað hvort telur Rafa að hann fái betri leikmann í staðinn eða þá að Nunez hafi viljað fara… hvort heldur sem þá held ég að við fáum pottþétt betri leikmann en það er samt klárt mál að Nunez hefði staðið sig betur í vetur eftir að hafa aðlagað sig deildinni og liðinu.

Rafa enn brjálaður vegna Gonzales

CSKA Sofia á morgun!