Newcastle í viðræðum við Real (uppfært: Og Man U líka!)

Jæja, þetta Owen mál fer að verða athyglisvert. Newcastle [hafa staðfest að þeir séu í viðræðum við Real Madrid um kaup á Michael Owen](http://news.bbc.co.uk/sport1/hi/football/default.stm).

Liverpool hefur forkaupsrétt á Owen, þannig að ef að Newcastle og Real koma sér saman um verð, þá verður Real að bjóða Liverpool að kaupa Owen á því verði áður en þeir geta selt Newcastle hann.


**Uppfært (EÖE)**: Real Madrid menn [hafa nú staðfest](http://soccernet.espn.go.com/headlinenews?id=338340&cc=5739) að Manchester United hafi líka haft samband við þá varðandi Owen.

4 Comments

  1. Eruði alveg vissir með þennan forkaupsrétt? Ef að Liverpool eru engan áhuga búnir að sýna…þurfa Real samt að bjóða þeim hann þegar þeir eru búnir að samþykkja tilboð hinna liðanna? :rolleyes:

  2. Annað update á planetfootball.com: Man Utd. neita því að hafa haft samband við Real Madrid! Ok, gott! 😉

  3. Það væri ekkert nema skandall ef að Owen færi til manjú. Af tvennu illu þá væri betra ef að hann færi til Newcastle. 😡

  4. Það væri mjög slæmt ef hann færi til Scummaranna. Ég hefði ekkert á móti því að fá hann aftur til Liverpool. Það væri aftur á móti svolítið “gott á hann” ef hann færi til Newcastle.

    Fara frá Liverpool til að vinna bikara …. enda svo undir stjórn Graeme ‘wanker’ Souness. hahaha :laugh:

Stelios?

Meiðsli, meiðsli, meiðsli (uppfært: meiðsli)