Meiðsli, meiðsli, meiðsli (uppfært: meiðsli)

Jæja, [Djimi Traore er meiddur](http://skysports.planetfootball.com/Article.asp?id=297562) og mun verða frá í mánuð. Því er hann kominn á lista með Flo-Po, Peter Crouch og Harry Kewell, sem munu ekki spila fyrsta mánuðinn í ensku deildinni.

Chris Bascombe heldur því fram að Milan Baros [sé á leið til Lyon eða Monaco](http://icliverpool.icnetwork.co.uk/0500liverpoolfc/0100news/tm_objectid=15833400%26method=full%26siteid=50061%26headline=lyon%2dback%2din%2dfor%2dbaros-name_page.html) og að hann hafi verið dreginn útúr hópnum, sem ferðast til Búlgaríu.

Eeeeeen, official síðan [heldur því fram að](http://www.liverpoolfc.tv/news/drilldown/N149588050808-1420.htm) bæði Milan Baros og hinn ungi Antonio Barragan séu í hópnum. Barragan er bara 17 ára gamall.

Bolo Zenden fer hins vegar ekki með, þar sem hann er *meiddur* á mjöðm. Rafa telur þó að Zenden verði klár gegn Boro á laugardaginn.


**Uppfært (EÖE)**: Einsog SSteinn bendir á í kommentunum, þá var [Jerzy Dudek keyrður uppá spítala](http://www.liverpoolfc.tv/news/drilldown/N149592050808-1524.htm) á miðri æfingu í dag. Það er einsog síðasta tímabil hafi aldrei endað.

6 Comments

  1. Þetta meiðsladæmi er alveg með ólíkindum. Nú var verið að bruna með Jerzy Dudek á spítala og talið er að hann hafi farið úr lið á olnboga á æfingu. Hvar er að gerast?

  2. Ég veðja 500 kalli á að næsta fórnarlamb meiðsla verði Steven Gerrard í 2 mánuði! :rolleyes:

  3. Ekki finnst mér það fyndið að grínast um að Gerrard meiðist, hann er alveg eins líklegur til að taka þessu veðmáli…..

  4. Í alvöru.

    Ég er ekki að nenna þessu. Ef við lendum í sömu meiðslahrakförunum í vetur og við gerðum á sl. tímabili mun ég myrða einhvern. Bara einhvern, þann næsta sem ég sé. Ég sver það! 😡

    Djöfull sem þetta er ógeðslega þreytandi. Ég veit að Dudek er ekki #1 hjá okkur lengur en Djimi var #1 í sinni stöðu. Þannig að við getum ekki stillt upp okkar sterkasta liði fyrr en hann er kominn aftur og farinn að berjast um sæti í bakverðinum.

    Djöfuls rugl og vitleysa.

  5. DJÖFULL VAR ÉG NÆRRI ÞVÍ! Ég VAR að pæla í að segja Dudek…..en…úff! Núna þegi ég varðandi meiðsli! :biggrin2:

Newcastle í viðræðum við Real (uppfært: Og Man U líka!)

Dudek og Medjani