Zaragoza erfiðir yfir Milito

Enn vantar okkur að kaupa miðvörð fyrir næsta tímabil, en Real Zaragoza virðist ekki vilja [sleppa Gabriel Milito](http://skysports.planetfootball.com/Article.asp?id=293064), þrátt fyrir að hann hafi lýst því yfir opinberlega að hann vilji koma til Liverpool. Forseti liðsins segir:

>”It’s practically impossible that Milito will go,”

>”Our interest is to keep him and for that reason he has a very good offer from the club to extend and improve his contract.”

Semsagt, þetta lítur ekki vel út.


Hérna er svo [fyrsta official viðtalið við Peter Crouch](http://www.liverpoolfc.tv/news/drilldown/N149423050721-0944.htm)


Já og tónninn í Milan Baros hefur breyst verulega undanfarið. Núna segist [hann ekki vilja tala um sögusagnir](http://itv-football.co.uk/Teams/Liverpool/story_157528.shtml) og segist ætla að gera sitt besta til að sanna sig fyrir Rafa Benitez.

Líkt og með Steven Gerrard, þá held ég að Milan Baros yrði svo miklu, miklu betri fyrir okkur ef hann myndi bara sætta sig við sitt hlutverk hjá liðinu og hætta að blaðra í fjölmiðla. Ef hann gerir það og vinnur einsog hann best getur, þá er ég sannfærður um að hann gæti sannað sig sem framherji númer 1 hjá okkur.

Veðmál um Crouch

Tilboði hafnað í brasilískan bakvörð?