Liverpool hafnar 32 milljón punda boði Chelsea

Rick Parry hefur [staðfest](http://news.bbc.co.uk/sport1/hi/football/teams/l/liverpool/4651003.stm) að Liverpool hafi hafnað 32 milljón punda tilboði í Steven Gerrard.

Í fyrsta lagi vilja Liverpool ekki selja. Og í öðru lagi, ef að Chelsea borguðu 26 milljónir fyrir Didier fokking Drogba, þá þurfa þeir að hækka þetta tilboð sitt.

15 Comments

  1. Mér hefur alltaf fundist skítalykt af peningasummuni sem talið er að Gerrard fari á. Afhverju er hann 30 m punda virði þegar að Drogba fer á 26 m, Rio ferdinand á 29.1 m??? Ef hann VIRKILEGA svona voðalega eftirsóttur þá vil ég fá að sjá 40-50 milljónir fyrir helvítið!

  2. Ef Roman vill fá Gerrard þá er hann borgunarmaður fyrir honum. Lágmark 40 milljónir ef Gerrard er að fara til Chelsea, einfaldlega vegna þess að félagið getur alveg borgað það!

    En ég hef samt þá trú að hann fari ekki fet. Það er pirrandi að lenda í þessum sögusögnum annað sumarið í röð. Liverpool á ekki að þurfa að standa í þessu kjaftæði – Við erum Evrópumeistarar!

  3. Það er samt pirrandi að hlusta á þetta bull endalaust. Ég er mikill Gerard maður en það getur ekki verið gott fyrir liðið að hafa þetta hangandi yfir sér. Ég hélt að ég myndi aldrei segja þetta en ég vil bara selja hann núna. Fá 40 miljónir fyrir hann frá Chelsea + Geremi.
    Við værum ekkert endilega í vondum málum þannig. Alonso, Geremi, Hamann og ýmsir aðrir gætu hjálpað til við að fylla skarð hans.
    Annars er þetta í fyrsta skipti sem ég skrifa hérna og verð ég að hrósa ykkur fyrir síðuna. Ég er farinn að koma hingað daglega til að fá upplýsingar.

  4. Sammála Clinton, nema þá kannski með Geremi og vill þakka ykkur kærlega fyrir þessa frábæru síðu.

  5. Sammála síðasta ræðumanni. Lyktar illa og engum til góðs að vera með einhverja tvístígandi primadonnu í liðinu, eyða heilu árunum í einhverjar pælingar um kaup og sölu á sama manninum! ….meðan allir vilja spila fótbolta.

    Ekki hægt að byggja lið í kringum mann sem veit ekki í hvorn fótinn hann á að stíga. -verst fyrir gæjan sjálfan hann verður nr.3 hjá Madrid eða Chelsea.

    -bytheway, er líka að skrifa í fyrsta sinn hér inn og hef skoðað þessa síðu mikið, þið eigið hrós skilið, sparið mér tíma. takk!

  6. Bascombe says Stevie has told friends that he would dearly love to stay but doesn’t think we are capable of challenging for honours next season.

    og ef maður á að trúa þessu þá er ekkert vit að vera með fyrirliða sem trúir ekki að LFC geti unnið deildina!

    -minnir dálítið á þá félaga Stevie og Owen þegar þeir gáfu upp von um að vinna deildina löngu fyrir jól…..skil ekki svoleiðis.

  7. Sammála Satan! Við erum evrópumeistarar og eigum ekki að standa í svona kjaftæði!! :biggrin:

    En Gerrard er annað hvort ekki með áhuga á að vera hjá LFC lengur eða umboðsskrifstofan hans er að senda hann til Chelsea/Madrid. Hvort sem það verður að þá vil ég fá nálægt 50 milljón kúlur fyrir kvikindið og það helst í dag! Nenni ekki að þurfa að lesa um Steven Gerrard hitt og Steven Gerrard þetta daginn út og daginn inn! SELJIÐ HELVÍTIÐ! BJÓÐIÐ Í HELVÍTIÐ!!! 😡

  8. Ég er gjörsamlega orðlaus yfir þessum orðrómi um að SG telji okkur ekki hafa getuna til að vinna stóra titla. Við unnum Meistaradeildina fyrir 40 dögum!!! Og erum þegar byrjaðir að styrkja þann hóp enn frekar. Þetta er eins og að standa á toppi Everest og segja við Rafa, “ég efast um að við getum gengið upp á Esjuna með þennan mannskap…”

    Ef satt er, þá hlýtur Gerrard hreinlega að vera vitlaus. Engin önnur leið til að útskýra það.

    Og gleymum því ekki að hann sagði fyrr í vetur að LFC gæti ekki unnið Meistaradeildina. Það er ekkert nýtt að hann hafi litla trú á liðinu sem hann á að leiða … hvað erum við þá að gera með svoleiðis mann sem fyrirliða?

  9. Þá er drengurinn LOKSINS búinn að opna á sér trantinn ekki nema næstum næstum ári síðan þessi saga hófst. TIL HAMINGJU, STEVEN þótt seint væri!

    Gerrard : I want to go
    STEVEN Gerrard this afternoon delivered the news every Red was dreading. He wants to leave the club. (See later editons of the ECHO for more)

    Nú vona ég að Real kaupi hann því þá fáum við 2-3 leikmenn þaðan og stóra peningafúlgu! :rolleyes:

  10. Og búið að staðfesta þetta á opinberu heimasíðunni. FLOTT HJÁ ÞÉR GERRARD. Megi þú rotna uppi í r*****nu á Mourinho um aldur og ævi! 😡

  11. Jæja þá er þessi sápa loksins búin!
    Kominn tími til að snúa sér að LFC og vera loksins laus við Gerrard þetta og Gerrard hitt!
    Velkominn Aimar :blush:

  12. Maður sem hefur ekki trú á liðinu sínu 40 dögum eftir sigur í Meistaradeild Evrópu er annaðhvort blindur eða heimskur! Ég vil hvorki sjónleysingja né heimskingja í mitt lið því þeir gagnast lítið!

    Ég er verulega svekktur út í Gerrard núna, verulega svekktur og reiður 😡

  13. Persónulega finnst mér ekkert óeðlilegt að leikmaður af hans kalíber vilji reyna sig hjá fleiri en einu liði á ferlinum. Hann hefur reynst lfc mjög vel og ég persónulega óska honum velfarnaðar í framtíðinni. Það er enginn leikmaður stærri en Liverpool fc og það á eftir að koma leikmaður (leikmenn) í hans stað. Vona samt að hann fari út fyrir England.
    On with the show.

Brjálaður dagur – að lokum:

Dómsdagur í dag? (Uppfært: JÁ!)