4 nýjir leikmenn fyrir næsta miðvikudag?

Athyglisverðir punktar í [frétt hjá The Times](http://www.timesonline.co.uk/article/0,,27-1674558,00.html), sem er nú með virtari blöðum á Englandi og slær vanalega ekki upp neinni vitleysu.

>Rafael Benítez, the manager, has a strong interest in Juanfran, the young Real Madrid winger ? and has not ruled out the prospect of a move for Luis Figo, his more celebrated team-mate ? **but at least four new signings are expected at Anfield before next Wednesday?s registration deadline** for the Champions League first qualifying-round tie against Total Network Solutions, the Welsh champions. At least one of those deals, the £6 million signing of José Manuel Reina, the Villarreal goalkeeper, should be confirmed tomorrow, with Boudewijn Zenden likely to follow from Middlesbrough next week.

**Fjórir nýjir leikmenn fyrir næsta miðvikudag!**

Menn virðast vera pottþéttir á að Reina og Zenden séu orðnir öruggir. Ok!

En þá vantar tvo í viðbót. Hverjir skyldu það vera? Figo og Juanfran? Stelios og Figo? Juanfran og Kuyt? Luque, Milito… HVER?

22 Comments

 1. Stelios, Milito, Reina og Zenden. Þið getið farið að bóka að ég fái þessa máltíð :biggrin2: Bara verst að ég þarf að renna þá suður en það reddast eins og annað 🙂

 2. Er nokkuð búið að kynna unga manninn frá Sevilla hjá L´pool ! Var ekki einungis búið að staðfesta að það væri búið að kaupa hann !

  Ég segi því Reina, Zenden, Stelios og Barragan !

  Rafa kaupir Zenden og Stelios til að fá vana menn (í ensku deildinni) til að auka breidd (vona svo sannarlega að þeir standi sig hjá okkur) ?

 3. Kuyt, Reina, Zenden, Stelios og svo að sjálfsögðu Barragan, það er búið að tilkynna hann en ekki kynna hann.

 4. Owen, Joaquín, Beckham og Lampard.

  Ég kem og sæki máltíðina mína á fimmtudag, Einar. 🙂

  Annars hef ég heyrt því fleygt ansi víða að Liverpool ætli að halda blaðamannafund á morgun, þar sem þeir vilji helst kynna þrjá leikmenn: Reina, Zenden og Figo. Ég trúi því þó ekki fyrr en ég sé það gerast..

 5. Ég held að það séu Zenden,Stelios,Reina og Kuyt.
  Og svo komi Figo, Juanfran, Milito og Luque.
  Þá verðum við komnir með fínan hóp.

 6. Sam Allardyce vælukjói er hreint út sagt ótrúlegur! Þetta comment hans er ótrúlega barnalegt:

  ?I?m not sure what Liverpool are doing, but they seem to be linked with everybody at the moment,?

  Hvaða HELVÍTIS máli skiptir hvað LFC er að pæla. Við erum að næla okkur í einn af gáfulegri leikmönnum Bolton og hann bara vælir! Það mun seint líða sá dagur sem að Rafa Benitez þurfi að gefa skýrslu um það afhverju hann er að bjóða í leikmenn einhverra liða! Spurning að Sam Allardyce setji allan tyggjópakkann uppí sig næst svo hann steinhaldi kjafti svona einu sinni!

 7. Eiki Fr – hvað höfum við verið að gera annað síðasta árið en að væla yfir því að Chelsea dirfist að bjóða í fyrirliðann okkar?

  Nú, þegar við stöndum hinum megin línunnar, er þetta allt í einu hið besta mál?

  Ég skil bara nákvæmlega af hverju maður eins og Allardyce hefur áhyggjur, og ég hef fulla samúð með honum. Ég er ekki að segja að ég hafi eitthvað á móti því að við fáum menn frá öðrum liðum, en það er langt því frá að ég ætli að fara að dissa Allardyce fyrir að berjast fyrir sínum manni. Rafa myndi gera það sama í hans sporum…

Owen ekki til sölu

Kirkland til W.B.A.